Fálkinn


Fálkinn - 16.05.1966, Side 24

Fálkinn - 16.05.1966, Side 24
BRENNIMERKT BRETOIMERKT BRENNIMERKT BREKNIMERKT — Ég sat og var að lesa. Hef- ur nokkuð komið fyrir? — Nei, sagði hann. Það hefur ekkert annað komið fyrir en að ég fékk allt í einu löngun til að hringja til yðar — aðallega til að spyrja hvort við gætum hitzt bráðlega aftur og skipzt á spak- mælum yfir matseðli. „Ailt í einu,“ hugsaði hún og óskaði að hann hefði sagt allt annað — að hann hefði lengi ætlað sér að hringja til hennar. — Hvað mér viðkemur — mjög gjarnan, sagði hún. Hann varð ákafur: — f dag er þriðjudagur — eigum við að segja á fimmtudagskvöld vegna þess að ég á kvöldvakt á morgun. Get ég sótt yður um áttaieytið? Segið já ... — Já, takk. Svo hafði hann ekkert meira að segja, nema að kveðja í flýti og óska henni góðrar nætur. Grete sat með símann i hend- inni og brosti. Aðeins tíu mín- útum síðar svaf hún draum- lausum svefni. Síðasta ákvörðun hennar áður en hún sofnaði var sú að kaupa nýjan kjól, sem átti að vera svolitið dýrari en flestir aðrir. Eftirvænting og leynileg til- hlökkun heils dags hafði hlaðizt upp hjá henni þegar hún hitti hann. En strax í bílnum byrjaði hann að spyrja um heilbrigðis- ástand hennar og alvarlegar og faglegar spurningar hans gerðu hana niðurdregna vegna þess að það var maðurinn Lars Sten- feldt, sem hún vildi hitta — ekki læknirinn, sem gegndi störfum sínum jafnvel í frítímum. Án þess eiginlega að vilja það stakk hún upp á að þau færu á dansstað og þau höfnuðu í Strand næturklúbbnum. Svo snemma kvölds var mjög fá- mennt í hinum stóra, skuggsýna sal, og þegar hann byrjaði að tala um Hoffmann, fannst henni þyrma yfir sig og vissi strax að kvöidið yrði ekki velheppnað. Hann spurði ekki, veik aðeins lausiega að efninu, eins og hann vildi gefa henni tækifæri til að fylla í eyðurnar. En Grete vissi alls ekkert um Hoffmann. Hann hafði vakið hjá henni óskiijan- legan ótta í þetta eina skipti sem hún hafði hitt hann — það var satt. En það var ekki í fyrsta skipti, sem hún hafði næstum verið gripin ofboði yfir því að vera hjálparlaus á valdi hvit- klædds iæknis. Það var þessi litli en alvarlegi ijóður á ráði hennar sem leikið hafði hana svo grátt á óheppilegu augna- bliki. Hvers vegna þurfti hún að vera minnt á þetta einmitt í kvöid? Þau dönsuðu saman, en hún íann að hugur hans var annars staðar. Hún gerði sér sí- fellt meiri fyrirhöfn til þess að koma honum í smávegis hátíða- skap, en eitthvert hugiægt vanda- mál virtist hvíla þungt á hon- um. Ef hann hafði orðið ósáttur við yfirboðara sinn þá gat hann sagt það hreinskiinislega í stað þess að hjúpa sig einhverri ieynd, sem jafnvel ekki leyfði eitt einasta bros. Kvöldið var misheppnað. Að vísu urðu þau „dús“ en það braut ekki niður hinn undarlega ósýnilega vegg, sem á milli þeirra var. Vonbrigðin voru henni sár. Er þau kvöddust í bílnum, byrjaði hann á ný að spyria hana um heilsu hennar. Andartak datt henni i hugr hvort hann eða Hoff- mann hefðu uppgötvað eitthvað aivariegt á röntgenmyndunum en það var eins og jafnvel þessi möguleiki gerði hvorki til né frá núna. Hún hafði — hvers vegna ekki að viðurkenna bað — í tvo daga hafði hún leikið sér að þeirri hugmvnd að hann myndi ef til vili leggja handieggina utan um hana, snerta andlit hennar með vanga sínum, gefa henni ofurlitla hlýju, opna fyrstu dyrn- ar til gagnkvæms trúnaðar. Þess vegna var henni raun að því að hann skyldi sitia og biða eftir að hún iýsti fyrir honum iíkamskviila, sem hún varla gat viðurkennt fyrir sjálfri sér. Þau buðu hvort öðru góða nótt með fáum, orðum, sem ekki hvöttu til frekari samfunda. Þeg- ar hún var orðin ein í íhúð sinni, iangaði hana mest af. öllu til að gráta en hún ákvað að verða heidur reið — reið við sjálfa sig Og reyna að gera sér ljóst að hann hefði aðeins áhuga á henni sem sjúklingi. Þegar hún var komin í rúmið, fékk hún verkjakast. Hún hafði ekkert fundið til í tvær vikur. Nú voru þrautirnar verri en nokkru sinni fyrr. Hún beit i svæfilshornið til þess að veina ekki hástöfum. Gegnum bjáning- arnar gerði hún sér fulla grein fyrir hinni fáránlegu aðstöðu. Þetta verkjakast kom til af því einu að hún þráði hann. Að lokum sofnaði hún. Síðast þegar hún ieit á klukkuna, var hún hálffjögur. 3. KAFLI Hin rauðgullnu lauf október- mánaðar féllu og úti var rok og rigning. Hjá Grete Rosen- berg á ferðaskrifstofunni varð ösin af sóiþyrstum Svíum fram- an við afgreiðsluborðið þéttari en nokkru sinni, hjá Hoffmann og Lars Stenfeldt urðu konurn- ar á biðstofunni yngri. Þetta var vel þekkt og gamalt árstíðafyrirbrigði og fremur öm- uriegt. Svo einkennilegt sem það var, virtist ágústmánuður í Stokkhólmi vera eins konar há- markstími fyrir óæskileg börn. Flestar umsækjendanna voru ó- giftar. En að minnsta kosti ein af hverjum tíu var gift og átti von á barni með öðrum en eigin- manni sínum. Sambandið milli Hoffmanns og Stenfeldts hafði að mestu misst sinn fyrri léttleika. Eftir kvöld- verðinn heima hjá Hoffmann töluðust þeir ekki við annað en það sem starfinu viðkom. Hoff- mann nefndi aldrei Grete Rosen berg á nafn. En Stenfeldt hugsaði oft til Grete. Eitthvað hafði farið úr- skeiðis er þau hittust seinast. En hann skildi ekki hvers vegna. Honum hafði verið mjög órótt út af vandamáli hennar og hann gat ekki losnað við þá meinloku, að í fortíðinni hefði eitthvert samband verið á milli Grete og Hoffmanns. Hvers vegna vildi hún ekki ræða þessi mál við hann? Hafði Hoffmann haft rétt fyr- ir sér, þegar hann frá þvi fyrsta skilgreindi hana sem imyndunar- veika — móðursýkissjúkling? Nei — nei og aftur nei. Sten- feldt var ekki sem lélegastur sál- fræðingur. Grete var ekki heil- brigð og Hoffmann hafði ekki sagt sannleikann. Að minnsta kosti ekki allan sannleikann. Bæði Grete og Hoffmann héldu honum utan við hið sameigin- lega leyndarmál sitt. Vitanlega ætti hann að láta einkamál þeirra í friði. En hann gat það ekki. Hann var með hugann við Grete einhverja stund á degi hverjum og Hoff- mann hafði hann fyrir augun- um allan daginn frá morgni til kvölds. Og þegjandaleg stirfni Hoffmanns var eins og rauðlýs- andi aðvörunarskilti. En í stað þess að hræða hann jók hún forvitni hans um allan helming. Hann heimsótti Grete kvöld eitt síðast í október og fyrstu mínúturnar hafði hann á til- finningunni að henni þætti gaman að sjá hann. En jafn- skjótt og hann byrjaði að þreifa fyrir sér eftir svörum við hin- um mörgu spurningum sinum, lokaði hún sig inni í skel sinni. Þau léku hálfgerðan skollaleik og þegar hann við brottförina spurði hana mest formsins vegna hvort hún myndi vilja hitta hann aftur svaraði hún með undan- brögðum: — Víst vil ég það, en ég veit ekki hvenær það gæti orðið. Ég ætla að taka mér frí og fara burt um tíma. — Hvert þá? spurði hann snögglega. — Það veit ég ekki ennþá, svaraði hún. Á ferðaskrifstof- unni verða oft laus sæti í fiug- áætlunum. Ég hverf einhvern daginn þegar ég fæ sæti í flug- vél sem flýgur í hagstæða átt. — Hvaða átt er það? Hún leit á hann og dauft bros- ið á vörum hennar var angur- vært og stillilegt. — Þú átt ekki að spyrja svona mikið, Lars. Því minna sem þú veizt um mig, þeim mun betra fyrir þig. Hún rétti fram höndina til að kveðja hann — og eins og til að halda honum í öruggri fjar- lægð. — Vertu sæl, Grete, sagði hann. Við sjáumst aftur, það er ég viss um. Hún svaraði engu, brosti að- eins litið eitt, efagjörn á svip. Síðan steig hún út úr bifreið hans og langalengi fannst hon- um, sem lifið sjálft hefði ekið við hlið hans spölkorn en síðan skilið hann eftir einmana og kaldan. Nokkrum dögum seinna sagði hann Hoffmann, að hann ætlaði að taka sér frí. — Núna, á miðri haustvertíð, sagði Hoffmann. Það hlýtur að vera áríðandi. — Ég hef ekki tekið mér neitt frí i sumar og ég er þreyttur á sjálfum mér og öllu saman. Hoffmann horfði á aðstoðar- lækni sinn í fuilar þrjátíu sek- úndur. — Ég sé leynileg vonbrigði í andliti þínu, kæri vinur, sagði hann, og skyndilega var eitt- hvað af gömlu alúðinni komið aftur í rödd hans. — Vitanlega tekurðu þér fri. Það var nærri óhugnanlega auðvelt að lesa andlitssvip Hoff- manns. Ótti hans um að Stenfeldt stæði í einhverju sambandi við Grete Rosenberg hafði verið aug- ljós allt haustið. Jafngreinileg var nú ánægja hans yfir því að Stenfeldt hafði sýnilega ekki orð- ið neitt ágengt hjá ungfrú Rosen- berg. Hann reikaði um Stokkhólms- borg einn dag og fannst hann vera yfirgefinn. Hann slangraði inn í ferðaskrifstofu hennar — til þess að sækja sér nokkra pésa en aðallega til þess að sjá henni bregða fyrir. Hún var þar ekki. Ljóshærð stúlka bak við afgreiðsluborðið fyrir Miðjarðarhafsferðir sagði og ungfrú Rosenberg væri í fríi. Hann hélt heim með hlaða af ferðapésum, sem hann settist við að biaða í. Borðið varð þakið sólríkum ströndum, bláum himni, myndauðugum sjávarþorpum, næturklúbbum og kabarettum. Hann fleygði öilu saman í bréfa- köríuna og fékk sér whiskyglas. Framh. í næsta blaði. 24 FÁLKINN

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.