Fálkinn


Fálkinn - 16.05.1966, Qupperneq 27

Fálkinn - 16.05.1966, Qupperneq 27
/ UBl 'NS OG JARÐAR mikið magn þeirra inn í gufuhvolf jarðar á ferð hennar kring- um sólu. Þegar þessar loftagnir verða sérlega stórar — á stærð við litla baun — verður þeirra oft vart um nætur og nefnast þá stjörnuhröp, þar sem þær verða hvítglóandi í falli sínu til jarðar. En venjuleg loftögn, kannski einn hundraðasti af milli- metra, er minni en svo að hún sjáist. 90—100 km fyrir ofan yfirborð jarðar missa slíkar agnir mjög ferð og í þeirri hæð má stundum greina þær sem hin frægu náttljóma-ský. Síðan falla þær hægt til jarðar og eru oft marga daga á þeirri leið. Nú ríkja oft slikar aðstæður í gufuhvolfinu — t. d. í 6—700 metra hæð — að um töluvert magn af vatnsgufu er að ræða, sem fellur þó ekki sem regn því að engin skilyrði eru til myndunar verulegra vatnsdropa, en mjög smáir dropar ná ekki að verða að rigningu. En tilkoma aragrúa steinagna ofan frá, gæti vel valdið gjörbreytingu á því ástandi, þar sem vatnsagnirnar mundu þegar í stað hneigjast til sam- þjöppunar utan um slíka steinkjarna. Þessi áhrif loftsteinaagna í þá átt að fella vatnsgufuna niður sem regn, hljóta að draga úr glerþakseigindum gufuhvolfsins, og má því ætla, að berist nægilega mikið af slíku geimryki inn í gufuhvolfið. dragi svo mjög úr hitaeinangrun þess, að ísaldarloftslag verði ríkjandi. HALASTJÖRIMUR OG LOFTSTEIIMAR Loftsteinar og agnir dreifast um sólkerfið þegar halastjörn- ur sundrast, eins og Þær hafa stundum sézt gera. Vitað er nú að halastjörnur eru ekki annað en þétt ger af örsmáum ögn- um, kannski ísögnum. Halastjörnur sundrast ekki fyrir neinar innri atverkanir, heldur fyrir áhrif sólar utan frá. Stundum getur halastjárna sundrazt mjög skyndilega, beri hana of nærri sólu. Þar sem nú halastjörnur eru sífellt að sundrast, mætti ætla að loftagnamergðin milli plánetanna færi sífellt vaxandi En þvi er ekki þannig farið, því að tvenns konar önnur öfl eru að verki og valda því, að loftsteinar eru stöðugt að falla inn að sólu. Annað þeirra, og sennilega það, sem meiri vog hefur, er straumur lofttegunda um allt sólkerfið. Enda þótt stórir hnettir, svo sem jörðin, verði vart varir slíkra strauma. orka þeir mjög á hinar örsmáu geimryksagnir og hamla frjálsri umferð þeirra um sólu. Hringferð þeirra þrengist sífellt, unz þær að lokum gufa upp í ofsahita hins mikla miðkjarna sólkerfisins. Þannig má hugsa sér loftsteinamulning sólkerfisins sem djúp- an hyl með aðrennsli og frárennsli. Sundrun halastjarnanna er aðrennslið. hinir hamlandi loftstraumar geimloftsins ryðja frárennslinu braut. En hylurinn dýpkar eða grynnkar allt eftir því, hvort má sín meira, aðrennslið eða frárennslið Skyndileg sundrun mikillar halastjörnu mundi þá að sjálfsögðu auka svo mjög við mergð þeirra agna sem mvnda loftsteinahyl geim- loftsins, að jökultímabil riði aftur yfir jörðu. Sennileeast virðist þó, að slíkur viðburður mundi valda skyndilegri inn- reið jökulskeiðs með hægum aflíðanda — en Það er einmitt þveröfugt við framvindu síðasta jökulskeiðs hér á iörðu. Skyndilegur endir jökulskeiðs er bundinn snöggum vexti í frá- Framh. á bls 45. — Þú ert greinilega nýbyrjaður. — Æ, góða vertu ekki svona afbrýðisöm — ég get svarið, að ég þekki manm'tl'íiinn alls ekki nersónuloga. FÁLKINN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.