Fálkinn


Fálkinn - 16.05.1966, Qupperneq 32

Fálkinn - 16.05.1966, Qupperneq 32
Fanginn var magur og sina- ber. Augu hans voru dökk og innfallin, nefið hvasst og bogið. Húð hans ieit út eins og hann ynni mikið í sterku sólskini. Nauðrakað höfuðið var þakið broddum. Strigabuxunum var haldið uppi með bandi um mitt- ið. Hann hafði ekkert á fótun- um. Hann hikaði, þegar hann sá andlitin hinum megin við grind- urnar, og fangavörðurinn ýtti við honum með kylfu sinni. Maður- inn gekk fram í Ijósið. Vörður- inn læsti dyrunum og tók sér stöðu með bakið upp við hurð- ina. Starfsmaðurinn kinkaði kolli til Georges. „Spurðu hann, hvað hann heiti," sagði George við ungfrú Kolin. Hún þýddi spurninguna. Fanginn vætti varirnar. Dökk augu hans horfðu fram hjá henni og á mennina þrjá eins og hún væri agn í gildru, sem þeir hefðu sett upp. Hann taut- aði eitthvað fyrir munni sér. „Um hvað snýst þetta?“ þýddi ungfrú Kolin. „Þér vitið vel, hvað ég heiti. Hver er hún?“ Starfsmaðurinn hrópaði til hans í hótunarrómi, og varðmaðurinn ýtti aftur við honum með kylf- unni. George flýtti sér að segja: „Ungfrú Kolin, skýrið fyrir honum, eins vingjarnlega og þér getið, að ég sé amerískur mál- flutningsmaður og að erindi mitt sé alls ekki við hann persónu- lega. Segið, að við óskum aðeins eftir upplýsingum um þessa fyrirsát við Vodena. Það kemur ekkert stjórnmálum við. Við viljum fá staðfestingu á dauða þýzks hermanns, sem tilkynnt var að væri saknað árið 1944. Gerið yðar bezta!" Meðan hún talaði, fylgdist George með andlitssvip fangans. Dökk augun hvörfluðu tor- tryggnislega til hans um leið og hún skýrði málið. Þegar hún hafði lokið þvi, hugsaði fanginn sig um augnablik, en svaraði síðan. „Hann vill fá að heyra spurn- ingarnar og ákveða sjálfur, hvort hann svarar þeim, þegar hann hefur heyrt þær. Að baki Georges var liðsfor- inginn farinn að tala reiðilega við starfsmanninn. George lét sem ekkert væri. „Gott og vel. Spyrjið um nafn hans. Hann verður að segja til sin.“ „Phengaros." „Spyrjið hvort hann muni eftir árásinni á þýzku flutninga- bilana.“ „Já, hann man eftir því.“ „Var hann fyrirliði andartes flokksins, sem um er að ræða?“ „Já.“ „Hvað gerðist eiginlega?" „Það veit hann ekki. Hann var ekki viðstaddur." „Já, en hann var að enda við að segja...“ „Hann stjórnaði árás á benzín- stöðina meðan þessu fór fram. Það var undirmaður hans, sem náði þýzku bilunum." „Hvar er þessi undirmaður hans?“ \ „Hann er dauður. Hann var k skotinn fáum mánuðum síðar af fasistamorðingjunum í Aþenu.“ „Nú. — Spyrjið hann, hvort hann þekki nokkuð til þýzkra ' fanga frá árásinni." Phengaros hugsaði sig um andartak. „Já. Eins.“ í „Sá hann þennan fanga?" „Hann yfirheyrði hann.“ „Hver var tignarstaða hans?“ „Hann veit ekki betur en að hann hafi verið óbreyttur. Mað- urinn var bilstjóri á flutninga- bilnum, sem rakst á sprengjuna. Hann var særður.“ „Er hann viss um, að ekki hafi verið fleiri fangar?“ ,,Já. „Segið, að við höfum fengið upplýsingar um að tveir menn hafi verið í fremsta bílnum og beggja sé saknað, að þýzki leitar- flokkurinn, sem kom á staðinn seinna hafi ekki fundið lík þeirra. Annar þeirra var bilstjórinn, hinn, liðþjálfinn, sem stjórnaði flokknum. Við viljum fá að vita, hvað varð um liðþjálfann." Phengaros upphóf mikið handapat meðan hann talaði. „Hann segist ekki hafa verið viðstaddur, en ef þýzkur lið- þjálfi hefði verið þarna á lífi, myndi hann að sjálfsögðu hafa tekið hann til fanga til að yfir- heyra hann. Liðþjálfi myndi vita meira en bílstjóri.“ / „Hvað varð af bilstjóranum?" „Hann dó.“ „Hvernig?" Fanginn hikaði ör- 1 lítið. „Af sárum sínum.“ r „Gott og vel. Við hlaupum yfir það. Er honum kunnugt um Þjóðverja, sem verið hafa í þjón- ustu Markos hershöfðingja?" „Nokkur stykki.“ „Man hann nöfnin á þeim?f‘ „Nei.“ ( „Veit hann hvort nokkrir eru enn á lífi, sem tóku þátt í laun- sátrinu?" „Nei.“ Phengaros horfði ekki lengur á ungfrú Kolin, heldur starði beint fram fyrir sig. George fann, að hnén voru að láta undan. Þessi bölvaði óþefur.... „Spyrjið umsjónarmanninn, hvort það brjóti í bága við regl- urnar að gefa fanganum fápinar sígarettur." Umsjónarmaðurinn yppti öxl- um. Ef Ameríkumaðurinn fann hjá sér hvöt til að fleygja síga- rettum I afbrotamann, þá hann 32 FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.