Fálkinn


Fálkinn - 16.05.1966, Qupperneq 36

Fálkinn - 16.05.1966, Qupperneq 36
SKRÓPASEDILLINN LITLA SAGAN ^ EFTIR XJ WILLY BREINHOLST -piG hata truflanir, þegar ég er önnum -Cj kafinn við morgunraksturinn. Hann er nokkuð sem krefst óskiptrar athygli. f morgun, þegar ég var að ljúka við að sápa mig, stakk Benni höfðinu inn fyrir baðherbergisdyrnar með hvítan pappírsmiða í höndunum. — Viltu skrifá á þetta, sagði hann. — Það er vegna skólans. Ég lagði rakburstann frá mér, greip- kúlupennann, sem mér var réttur og iagði seðilinn á þann stað á vaskinum, þar sem minnst hætta var á að hann blotnaði. — Hvað á ég að skrifa? spurði ég til öryggis áður en ég hófst handa. — Það er alveg sama. Bara eitthvað. Lasinn til dæmis. „Benni kom ekki í skólann í gær, vegna þess að hann var lasinn.“ Ég rétti pappírsmiðann og kúlupenn- ann til baka. — Lasinn? sagði ég og yggldi brún. — Hefurðu nú skrópað eina ferðina enn? Hver var svo ástæðan í þetta skipt- ið. Einhver fáránleg ritgerð, sem þér hefur ekki tekizt að berja saman? „Benni skrópaði í skólanum í gær vegna ritgerðar!“ Nei minn kæri. Svona plat- ar þú ekki sveitamanninn. -— Ég var veikur í alvöru, sagði Benni og sat fast við sinn keip án þess þó að horfast í augu við mig. — Og hvað vár þá að þér? — Ég var lasinn og maður getur svo sem verið veikur án þess að vera með malaríu, rauða hupda eða beri — beri. Ég fór inn í eldhús til móður barnsins. — Hefur drengurinn verið veikur? spurði ég stuttar'alega. — Já, hann lá í rúminu næstum í . allan gærdag, sagði hún honum til varnar. • — Hvað lengi? — Næstum til hádegis. Til klukkan ellefu .. hálfellefu, eða þar um kring. — Hvað var að honum? Kom lækn- irinn? Var hapn með hita? Hvernig lýsti það sér? Fékk hann meðul? Heita bakstra? Sjúkrafæði? ■— Nei, muldraði Benni. — En ég gekk heldur ekki við hækj- ur, þegar ég fór á fætur! Hann hörfaði nokkur skref aftur á bak, fullviss úm að setningin sú arna hefði betur verið ósögð. — Það var lóðið drengur minn. Ef ég á að skrifa á miða til skólans verð ég að fá að vita nákvæmlega hvað að þér gekk. Það er ekki hægt að skrifa „lasinn“. Það er enginn sjúkdómur, engin afsökun. — Skrifaðu þá höfuðVerk, stakk Maríanna upp á. * Ú — Eða iðrakvef! — Það hlýtUr að vera háegt að lýsa því nánar. Ég þoli ekki þessa afsökunar- seðla, sem anga langar leiðir af lygum og slæmri samvizku. Maður verður að minnsta kosti að gera þá svo úr garði að þeir verki sannfærandi. Var þér illt á einhverjum ákveðnum stað? f höfð- inu eða maganum? — Það var ekki svoleiðis. Ég var bara lasinn. Skrifaðu „slæmska í maga“ ef þér finnst það betra. Ég fór inn og fann lækningabók og fletti upp á maga- ög þarmasjúkdóm- um. — Ulcus centriculi, ulcus juxtapylori- cum, ulcus duodeni, las ég. — Já, það skaltu skrifa, ef þú getur þá stafsett það, sagði Benni óðfús að komast af stað. — Vitleysa drengur! Illkynja maga- sár og sár á tólfingraþarminum á ekk- ert skylt við slæma samvizku vegna ritgerðar, sem aldrei var skrifuð. Við verðum að finna eitthvað trúlegra! Appendicitis acutus . .. appendici . .. — Þetta hljómar vel. Skrifaðu það. — Bráð botnlangabólga. Frá átta til hálfellefu. Ertu ekki með öllum mjalla drengur! Nei, við verðum að finna latneska heitið yfir Hróarskelduveiki, eða iðrakvef. — Hoppandi flintiasis expressosis! bögglaði Benni út úr sér á heimabak- aðri latínu. Svo fann ég það loksins. — Diarrhoea toxica acutus, brátt iðrakvef. Hraðþróað diarréástand sem afleiðing af sýkingu á slímhúð þarm- anna. Ég greip pappírsmiðann og skrifaði. „Benni gat því miður ekki komið í skólann í gær vegna bráðs iðrakvefs nánar tiltekið: Diarrhoea toxica acutus.“ — Sjáðu nú til. Þetta lítur að minnsta kosti sannfærandi út. Hann hvarf út úr dyrunum eins og elding, en ég sneri mér að Maríönnu: Framh. á bls. 43. 36 FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.