Fálkinn


Fálkinn - 16.05.1966, Side 43

Fálkinn - 16.05.1966, Side 43
ur, varðandi önnur lönd, þjóðir eða þjóðhöfðingja. Annar stærsti flokkur safns- ins mun vera það sem í hand- ritaskránni er kallað Æsthetik (18. flokkurinn). í þessum flokki er fyrst og fremst allur kveðskapur sem varðveittur er í sérstökum uppskriftum: ka- þólsk helgikvæði, danskvæði frá fyrri öldum (kölluð forn- kvæði), kvæði úr fornsögum, þýdd kvæði, frumort kvæði frá síðari öldum allt fram á daga Árna Magnússonar, t. d. eftir Stefán Ólafsson og Hallgrím Pétursson, og síðast en ekki sízt rímur, sem í handrita- skránni eru flokkaðar í sér- staka deild. — Þá eru í þessum flokki fagurra bókmennta smá- sögur ýmsar sem ekki verða flokkaðar með fornsögum: þýtt efni og frumsamið á íslenzku, ævintýri, þjóðsögur o. s. frv. Þriðji stærsti flokkur safns- ins eru lögfræðileg rit. Þar eru fjölmörg handrit Jónsbók- ar eins og fyrr segir. Þar eru einnig handrit Grágásar, hinna fornu laga þjóðveldisins, og xnörg handrit norskra og danskra fornlaga. Þar eru fjöldamörg safnhandrit dóma, tilskipana, réttarbóta o. s. frv. Þar eru máldagasöfn og mikill fjöldi opinberra bréfa og máls- skjala. Enn er þar mikið af lögskýringum og fjöldi ritgerða um lögfræðileg efni. Upptaln- ingin á númerum þessa flokks fyllir tæplega 12 blaðsíður í handritaskránni. Hinn fjórði mesti flokkurinn eru guðfræðileg rit, og eru þar þó ekki með taldar heilagra manna sögur ,né kvæði um helga menn, sem flokkast ann- ars staðar. Þarna eru þýðing- ar á einstökum ritum Biblíunn- ar, rit um biblíusögu og helgi- sagnir. Þarna eru kirkjusögu- leg rit, helgisiðarit og trúar- heimspeki; bænir, grallarar, sálmabækur og skriftamál, sið- fræðirit, predikanasöfn o. s. írv. Þannig mætti lengi telja, en hér skal nú staðar numið í þessari upptalningu einstakra bókmenntaflokka og deilda þessa mikla safns. Að lokum skal aðeins vikið að einum flokki sem ekki má gleyma, hann ber latínuheitið Diplo- mata Islandica eður íslenzk skjöl. Þar voru í öndverðu 76 hylki með rúmlega 2000 ísl. fornbréfum rituðum á skinn og pappír; en nokkrum hluta þess- ara bréfa hefur þegar verið skilað til íslands af því að sýnt þótti að Árni Magnússon hefði haft þau að láni úr opinberum embættissöfnum á íslandi. Enn- fremur eru í þessari deild upp- skriftir allt að 6000 fornbréfa sem Árni Magnússon lét gera, og hafa þær ómetanlegt gildi, því að oft eru sjálf frumbréf- in glötuð. í handritasafni Ái'na Magnús- sonar er fólginn kjarninn í menningu og bókmenntaiðju íslenzku þjóðarinnar í sex hundruð ár, frá því að ritöld hófst í upphafi tólftu aldar og fram á daga Árna Magnússon- ar á öndverðri hinni átjándu. Lengst af þessu tímabili var um það eitt að ræða að bók- menntirnar væru skrifaðar með bleki á skinn. En á síðustu tveimur öldunum varð þó breyting á bókagerðinni. Þá leysti pappírinn bókfellið af hólmi og gerði alla bókiðju stórum auðveldari og ódýrari; og þá kom prentlistin til sög- unnar og varð undirstaða kirkjulegrar bókagerðar frá því að Nýja testamenti Odds Gott- skálkssonar var prentað í Hró- arskeldu árið 1540. Prentlistin benti fram á við til eilífrar varðveizlu hvers konar bók- mennta. En í meir en fjórar aldir bjó íslenzk bókmenning við fallvaltleik hins blekskrif- aða orðs. Ótalin og ómetanleg bókmenntaverk og söguleg heimildarrit hurfu í gin tortím- ingarinnar; öðrum skilaði hún tuggnum og hálfétnum. Þegar einn bezti sonur íslands hafði á elleftu stundu reynt að bjarga því sem bjargað varð, fórst nokkur hluti fengjar hans í eldi. En söknuður hins týnda gleymdist í björtu skini þess sem eftir lifir. Árnasafn sýnir það og sannar að á tímum skinnbókanna voru íslending- ar, fámenn og afskekkt ey- landsþjóð, ein hin fremsta menningarþjóð í allri veröldu. • Lhla sagan Framh. af bls. 36. — Ef maður þarf endilega að Ijúga að skólanum, þá verð- ur maður að beita klókindum, en slá ekki fram jafnfáránleg- um hlutum og þessum „las- leika“ ykkar. Svo hélt ég áfram að raka mig. — Jæja! sagði ég eftirvænt- ingarfullur, þegar Benni kom heim úr skólanum síðar um daginn. — Hvað sagði kennarinn við miðanum? Benni henti skólatöskunni frá sér og kastaði sér yfir íþróttasiðuna í blaðinu. — Hann leit ekki á hann, svaraði hann fýldur. — Hann sagði bara: „Jæja þú skrópaðir heldur betur í gær!“ Willy Breinholst. • Draugasaga Framh. af bls. 19. Athugasemdir, sem strand- varnarliðsmenn og yfirmenn hersins á þessu svæði hafa látið falla við mig í trúnaði, renna stoðum undir vitnisburð leik- mannanna. Skynvillur, gabb eða missýningar virðast ekki sennilegar þegar um svo margt fólk er að ræða. Áframhald- andi þagmælska yfirvaldanna varðandi hina óþekktu fljúg- andi hluti, virðist jafn dular- full og sjálf sagan frá Exeter. • Loftgat Framh. af bls. 17. Þetta afskekkta skógarrjóður, þar sem náttúruöflin virðast hafa brjálazt, þekktu Indíánar vel og þeir fullvissuðu hvítu mennina um að bölvun hvíldi á staðnum. Þeir urðu að sýna „fölu andlitunum" þetta og þegar búið var að sýna þeim það máttu þeir til að fara að rannsaka fyrirbrigðið og eru að því enn þann dag í dag. Er hér einfaldlega um skyn- villu að ræða? Ytri mörk svæðisins hafa verið ákvörðuð með mælitækj- um. Öðrum mælitækjum hefur verið komið fyrir þar sem áhrifa hinna ókunnu afla svæð- isins gætir ekki og með því að gera hallamælingar með þar til gerðum sjónglerjum á þessum tækjum, sannaðist auðveldlega að sú tilfinning að maður hall- aði inn að miðju hringsins, er ekki imyndun. Og á sama hátt sannaðist að 14 kílóa lóðið, sem hangir niður úr loftbitanum, hangir raunverulega á skjön. Einnig er auðvelt að láta golf- kylfur og aðra slíka hluti standa upp á endann innan svæðisins með því að halla þeim á nákvæman hátt í áttina frá miðju. Undrin, sem orsakast af öfl- um svæðisins hafa greinilega rafsegulmagnaða eiginleika. ☆ TRELLEBORG V a L T O M F s S T 0 S S G L L B Ö Ö A M M R G G K IJ IJ A R R R ÁVALLT FYRIRLIGGJAMDI Gunnar Ásgeirsson hf. Suðurlandsbraul 16 Sími 35200 FALKINN 43

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.