Fálkinn


Fálkinn - 16.05.1966, Page 44

Fálkinn - 16.05.1966, Page 44
ALCON 1“ dælurnar eru auðveldar í notkun, hafa Iágan brennslukostnað, og eru mjög létt- ar. Við höfum selt tugi slíkra dælna, og allar hafa reynzt framúrskarandi vel. ALCON 1“ dælan dælir 7000 ltr. ú klst. Verð kr. 4.906,00. Slöngur, barkar og rafmagnsdælur í flestum slærðum fyrirliggjandi. ÚTVEGUM f ALLAR GERÐIR OG \ J STÆRÐIR AF DÆLUM ■ GiSLI JÓNSSON&G0.HF. SKÚLAGÖTU 26 SIMI 11740 Venjulegur ljósmælir, eins og sá sem ljósmyndarar nota sýn- ir mikinn mun á dagsbirtunni innan hringsins og utan og átta- vitar neita hreinlega að verka. Til er annað svæði skammt frá, þar sem svipaðra afla gæt- ir, en ekki í nærri eins ríkum mæli og enn er staður í Colo- rado með rafsegultruflunum, en hann er heldur ekki eins áhrifamikill og loftgatið mikla í Oregon. Oflin eru þarna að verki og það er hægt að mæla þau. En hvers eðlis þau eru og af hvaða orsökum spunnin, veit enginn. Oregon loftgatið er áreiðanlega einkennilegasti staður á jarð- ríki — og ef til vill einnig sá „geggjaðasti“. • Nám í svefni Framh. af bls. 21. verkefni, sem ætluð voru nem- endum, sem höfðu lært ensku í eitt ár. Blisintsenko þakkaði árangur þessara tilraunar að nokkru leyti röddinni sem fræðsluna veitti. Röddin sem mennirnir heyrðu var með bergmálshljómi „eins og það væri rödd úr öðrum heimi sem hvíslaði í eyra þeirra.“ En jafn- vel þó að beitt sé tæknilegum töfrabrögðum virðist ekki unnt að fá hinn sofandi mann til að tileinka sér staðreyndir, sem eru andstæðar eðli hans. Yfir- völd í fangelsi nokkru létu þylja í eyru hóps sakamanna hvatningarorð um betra sið- gæði, betri hegðun og meiri tillitssemi, meðan þeir sváfu. En þau gáfust fljótlega upp við þessa tilraun, því að fangarnir urðu æ uppstökkari og óró- legri með hverjum deginum sem leið. Öllum sem fengizt hafa við svefnfræðslurannsóknir ber saman um eitt atriði: hvísl svefnfræðarans kemur hinum sofandi manni aðeins að notum, þegar svefn hans er á ákveðnu höfgastigi. Nætursvefn heil- brigðrar manneskju tekur reglubundnum höfgabreyting- um. þannig að hann gengur í bylgjum, sem endurtaka sig þrisvar til fimm sinnum á nóttu hverri. í hverri bylgju skiptast á fjögur höfgastig: maðurinn sofnar, síðan kemur létt svefn- stig, þá djúpur svefn og loks draumastig. En þess ber að gæta, að röð höfgastiganna get- ur verið önnur en sagt er hér að framan. Á djúpsvefnsstiginu nær hvísl svefnfræðarans alls ekki til vitundar hins sofandi manns. Það sem við höfum nú heyrt um niðurstöður vísindamanna, sem stunda rannsóknir á námi í svefni, gefur okkur engan veginn tilefni til að falla í stafi af undrun og hrifningu. Við þekkjum öll þá staðreynd úr daglegu lífi, að eyrað vakir lengur en augað. Malarinn hrekkur upp af værum blundi. ef það hættir að skella í myllu- hjólinu. Og hver móðir þekkir það af eigin reynslu, hvernig heili hennar flokkar þau hljóð sem berast henni til eyrna eftir að hún er sofnuð. Hún heyrir ekki háværan gný götuumferð- arinnar, en minnsta kjökur- hljóð í barni hennar vekur hana samstundis. Einnig kemur til greina, að á .móti þeim tilraunum sem borið hafa jákvæðan árangur, bæði í Bandaríkjunum og Rúss- landi, koma margar misheppn- aðar tilraunir. En þó að visindin séu í vafa um ágæti þessarar fræðslu- aðferðar, gera forstöðumenn hinna nýtilkomnu svefnfræðslu stofnana sér enga rellu út af slíku. Þeir telja sig hafa leyst þessa nýju námsaðferð úr aka- demískum viðjum og flutt hana út á meðal fólksins. Cosmo- phone í Ziirich hefur t. d. ekki gert neinar sjálfstæðar tilraun- ir með svefnfræðslu. En það hefur gert hana að markaðs- vöru. Það fær viðskiptavinin- um til umráða einfalt tæki sem skiptir efni kennsluplöt- unnar í skammta af hæfilegri tímalengd. Rásklukka sem tengd er við plötuspilarann og nemandinn getur stillt eftir vild, setur svo spilarann af stað þrisvar á nóttu. En þó að nemandinn ákveði tímann fyrir fræðsluna sjálfur, gefur fyrirtækið honum þó þær leiðbeiningar, að nota um- fram allt fyrstu tvær stundirn- ar eftir að hann sofnar og eins síðasta klukkutímann áður en hann vaknar. Tímasetning 3. lexíunnar er aftur erfiðari, þar sem svefnbylgjur fólks eru mismunandi, sérstaklega eftir aldri. Nemendum sem eiga ,,and“- fróðleiksfúsa maka er ráðlagt að fá sér koddafræðara, þ. e. a. s. lítið hátalaratæki, sem hægt er að stinga undir koddann. í Bretlandi og Bandaríkjun- um getur fólk valið um svefn- námskeið gegn stami, nagla- nagi, ósjálfráðu þvagláti, reyk- ingum, drykkjuhneigð, kyn- getuleysi eða astma. Ekki svo lítil fjölbreytni það. En þegar öllu er á botninn hvolft, hlýtur það að teljast frumhlaup að hefja almenna notkun þessarar aðferðar, áður en gengið hefur verið fullkom- lega úr skugga um, að hún hafi ekki skaðleg áhrif á sálarlíf fólks. T. d. sýna draumarann- sóknir síðari ára, hversu mikil- vægt það er, að draumastig fólks sé ekki truflað. Fólk sem er hindrað í því að dreyma verður taugaspennt, og ofsa- fengið, það verður sjúkt. Og ef þess er ekki gætt, að haga svefnfræðslunni þannig, að hún trufli ekki drauma nem- andans, getur svo farið, að fræðarinn undir koddanum setji þann sem á honum lúrir alveg út af sporinu, í stað þess að styðja hann og styrkja á námsbrautinni. FÁrKiNN FLÝKIJK IJT 44 FÁLKINN . x

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.