Fálkinn


Fálkinn - 16.05.1966, Blaðsíða 45

Fálkinn - 16.05.1966, Blaðsíða 45
• Um ísaldir Framh. af bls. 27. rennsli hylsins, en það er aftur bundið snöggum vexti í loft- straumum geimloftsins milli plánetanna. Sennilegra virðist því, að ef veðurfarsbreyting- ar síðustu tíu þúsund ára eiga að skýrast samkvæmt þessari kenningu, að þær stafi af breyt- ingum í háttum geimlofts- strauma fremur en afbrigðileg- um tíðleik á sundrun hala- stjarna. ísaldarkenning sú, sem hér hefur verið rædd, gerir þá og ráð fyrir, að síðasta milljón ára timabil hafi haft sérstaka þýð- ingu í sögu halastjarna. Ef svo væri ekki, væri erfitt að gera sér grein fyrir því, hvers vegna loftslag jarðar þessi síðustu milljón ár hafi verið svo frá- brugðið því sem ríkti síðustu 100 milljón árin þar á undan — en allan þann langa tíma var alls ekki um neinar ísaldir að ræða, og var loftslag þá jafnvel töluvert hlýrra en það er nú. Samkvæmt kenningunni væri þetta skýranlegt á þeim forsendum, að sundrun hala- stjarna væri afbrigðilegt fyrir- bæri, bundið síðustu áramiilj- ón, en hafi varla nokkru sinni átt sér stað um hundrað milljón ára skeið þar á undan. • Arfur án erflngja Framh. af bls. 34. „Herra Carey — ef ég leitaði til yðar í Ameríku og bæði yður að koma mér í samband við eftir- iýstan glæpamann, mynduð þér þá vera reiðubúinn að hjálpa mér?“ „Er þetta rétt samlíking?" „Fortakslaust. Ég held ekki að þér berið almennilega skyn á vandamál okkar hér. Þér eruð auðvitað útlendingur og það er yður nokkur afsökun, en það er mjög lítil háttvísi að hnýsast í þessi mál." „Eruð þér nokkuð mótfallinn því að segja mér hvers vegna?“ „Þessir menn eru kommúnist- ar — eftirlýstir afbrotamenn. Vitið þér, að Phengaros sjálfur situr í fangeisi?" „Já. Ég talaði við hann i fyrra- dag.“ „Hvað sögðuð þér?“ „Chrysantos ofursti í Saioniki var svo vinsamlegur að útvega mér aðgáng að fangelsinu." Bros höíuðsmannsins hvarf. Hann tók olnbogana niður af stólbakinu. Husqvarna SLATTUVELAR HANDKNÚNAR VÉLKNÚNAR ÖRUGGAR AFKASTAMIKLAR Fást víða í verzlunum. GUIXIMAR ÁSGEIRSSOM H. F. sími 35200 ' „Ég bið yður afsökunar, herra Carey." „Hvers vegna?" „Mér var ekki ljóst að þér væruð hér í embættiserindum." „O-o, ef ég á að vera alveg nákvæmur...“ „Ég held ekki að við höfum fengið neinar skipanir frá Salo- niki. Ef svo væri, þá hefði fylkis- höfðinginn að sjálfsögðu gert mér viðvart um þær.“ „Andartak, höfuðsmaður, við skulum koma þessu á réttan kjöl. Erindi mitt hingað er lög- mæts eðlis. Nú skal ég skýra það fyrir yður.“ Liðsforinginn hlýddi með athygli á greinar- gerð hans. Þegar George hafði lokið máli sínu, létti honum sýnilega. „Þér eruð þá ekki hingað kom- inn eftir tilvísun Chrysantos of- ursta?“ „Nei.“ „Ég skal segja yður, herra Carey, að ég er yfirmaður ör- yggisþjónustunnar á þessu svæði. Það væri í hæsta máta óheppilegt, ef Chrysantos ofursti fengi þá hugmynd ...“ „Já, það gefur að skilja. Mjög framtakssamur maður, ofurst- inn.“ „Já, svo mikið er víst.“ „Og afar upptekinn. Þess vegna datt mér I hug, að bezt væri að ómaka hann ekki frekar en reyna heldur að útvega mér nöfn einhverra af þessum mönn- um eftir óopinberum leiðum." Höfuðsmaðurinn horfði á hann skilningssljór. „Óopinberum? Hvernig óopin- berurn?" „Ég gæti til dæmis keypt þau, ekki satt?“ „Jú, en af hverjum?" „Ja, það var einmitt það, sem ég vonaði að gistihúseigandinn gæti sagt mér.“ „Aha!“ Höfuðsmaðurinn gat nú loks brosað aftur. „Herra Carey, ef hann vissi, hvar hægt væri að kaupa þessi nöfn, þá væri hann varla svo heimskur að fara að segja það ókunnug- um!" t „En vitið þér þá alls ékkert um neinn þessara manna? Hvað hefur orðið af þeim öllum?" „Sumir létu lífið í herliði Markos, aðrir eru hjá nágrönn- um okkar handan við landamær- in. Þeir, sem eftir eru“ — hann yppti öxlum — „hafa skipt um nafn.“ „En þeir hljóta þó að vera ein- hvers staðar hér í nágrenninu." „Já, en ég myndi ekki ráð- leggja yður að leita þá uppi. Það eru til kaffistofur hér í bænum, þar sem spurningar af þessu tagi myndu baka yður töluverð óþægindi!" „Jæja, einmitt... Hvað mynd- uð þér gera í mínum sporum, höfuðsmaður? Höfuðsmaðurinn hugsaði sig um augnablik, síðan hallaði hann sér fram. „Herra Carey, ég vildi gjarnan veita yður alla þá aðstoð, sem ég má. En þér verðið að skýra mér frá einu. Þér óskið aðeins að vita, hvort þessi þýzki lið- þjálfi var drepinn eða ekki i umræddri árás. Er það rétt?“ „Já“ „Ekki vænti ég þó, að þér vilj- ið fá nafn þess, sem sá hann deyja?" George velti þessu fyrir sér um stund. „Við gætum orðað það þann- ig,“ sagði hann loks. „Sennilegast er, að liðþjálfinrt hafi dáið. Ef hann dó, og ég get nokkurn veginn verið viss um það, þá er það mér nóg.“ Höfuðsmaðurinn kinkaði kolli. „Gott og vel. Setjum nú svo, að hægt væri að kaupa þessar upplýsingar. Eruð þér reiðubú- inn að borga til dæmis þrjú hundruð dollara fyrir upplýsing- arnar, án þess að vita hvaðan þær korna?" „Þrjú hundruð! Það er nokk- Framh. á bls. 50. FÁLKINN 45

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.