Fálkinn


Fálkinn - 27.06.1966, Page 10

Fálkinn - 27.06.1966, Page 10
Jean-Paul Belmondo (til hægri): „Hefði ég ekki nefbrotnað í hnefa- leikakeppni myndi ég aldrei hafa komizt neitt áleiðis.“ Peter O’TooIe: „Auðvitað færðu viðbjóð á sjálfum þér, en hvaða máli skiptir það? Þér ber ekki skylda til að sjá myndirnar sem þú leikur í.“ er tímamótamaðurinn í kvikmyndaheiminum. Áður en ”-Lj ég kom til sögunnar voru elskhugar í kvikmyndum rétt- látir, hugprúðir og hjartagóðir, og hinir miklu kvennamenn uiðu að vera fríðir sýnum, glæsilegir, hávaxnir og vöðva- stæltir. Þetta breyttist allt með mér. Ég var mitt á milli tveggja heima. Nú eru elskhugarnir iðulega lávaxnir og ófriðir, hálfsköllóttir og nefskakkir. Þeir þjást af geðflækjum og taugatruflunum og þurfa á vorkunnsemi að halda. Stjörnurnar eru ekki lengur til. Þeirra tími er liðinn og kemur kannski aldrei aftur.“ Það er Marlon Brando sem talar. Hann stendur á höfð'i þessa stundina. það er venja hans að byrja hvern dag með því að standa á höfði í seytján mínútur. Aldrei sextán eða átján. Hann iðkar hathayoga og hefur hvorki áhyggjur af fortíð né framtíð. Áður fyrr þjáðist hann af öryggisleysi og ráðfærði sig við geðlækna og sálfræðinga. Nú stendur honum 6 sama um allt. Hann leikur þau hlutverk sem honum lízt á og græðir á tá og fingri. En þetta er víst rétt athugað hjá honum. Hinn rómantíski elskhugi kvikmyndanna er gufaður upp. Við eigum engan Rudolph Valentino nú á dögum, og líklega myndi hann ekki vekja neina hrifningu hjá ungfrú 1966. Valentino og John Gilbert, Robert Taylor og Tyrone Power, þetta voru fallegir menn, rómantískir, töfrandi og leyndardómsfullir, en þeir tilheyrðu veröld draumanna, ekki raunveruleikans. Þeim fór vel að vera málaðir og púðraðir og ganga með túrban, kósakka- húfu eða annan rómantískan höfuðbúnað. Útlit þeirra var jafn- an óaðfinnanlegt hvers konar svaðilförum sem þeir lentu í, aldrei sást á þeim skeggrót, þeir urðu aldrei úfnir, óhreinir eða sveittir, og brotin í buxunum þeirra voru alltaf hnífskörp. Þeir voru ævintýrahetjur. en ekki lifandi menn. Við erum raunsærri núna, og elskhugarnir í kvikmyndun- um eru menn af holdi og blóði. Tilfinningalíf þeirra er flókn- ara, þeir eru ekki allir steyptir 1 sama mótið, heldur ólíkir hver öðrum, og sumir þeirra eru hreint og beint ljótir. Þ^ð er ekki lengur talið mesta kvennagullið sem eyðir tíma sínum í að sigra hverja konuna af annarri. Nei. Hið raunverulega kvennagull er maður sem getur elskað sömu konuna alla ævi án þess að hún verði hundleið á honum. -w'tTLITIÐ hefur mikið að segja í fyrstu, en ekki til lengd- ” ar,“ segir Alain Delon. „Ef ekki fylgja því neinir hæfi- leikar er það lítils virði eftir fyrsta hálftímann. Stúlkur missa allan áhuga á manni sem hefur ekkert til að bera nema fegurðina. Hæfileikalaus súkkulaðidrengur getur ekki orðið íræg kvikmyndastjarna nú á dögum." Jean-Paul Belmondo er allt annað en fríður sýnum, en það hefur engin áhrif á velgengni hans. „Ef ég hefði ætlað mér HINIR NÝJU EL 10 FÁLKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.