Fálkinn


Fálkinn - 27.06.1966, Síða 12

Fálkinn - 27.06.1966, Síða 12
HIIMIR IMYJU ELSKHUGAR... Jean Sorel: „Kannski erum við ekki eins miklar stjörnur, ekki eins miklar hetjur og ekki eins róman- tískir, en það er vegna þess að við erum sannari og mannlegri, lifandi menn en ekki persónur á sviði.“ 12 FÁLKINN að komast áfram í kvikmyndaheiminum meðan Valentino var og hét,“ segir hann, „hefði ég í mesta lagi fengið að leika þorparann í myndinni eða kannski trygga vininn eða bílstjóra hetjunnar. Engum hefði dottið í hug að láta mig fá aðalhlut verkið. En nú eru sjónarmiðin breytt. Hefði ég ekki nefbrotn- að í hnefaleikakeppni myndi ég aldrei hafa komizt neitt áleiðis. Ég á myndir af mér eins og ég var meðan nefið var beint — uss, gersamlega sviplaust andlit.“ Sean Connery er ósammála: „Nei, nei, það er afar erfitt að fá hlutverk nema maður sé laglegur eða hafi a. m. k. það útlit sem er að komast í tízku.“ Richard Burton telur útlitið aukaatriði: „Fegurð er túlkun- aratriði hjá leikara. Hann getur leikið glæsimenni og orðið sannfærandi í því hlutverki ef hann kann sitt fag, alveg eins og hann getur látizt vera konungur eða betlari eða herfor- ingi og fengið áhorfendurna til að trúa því. Það eru til enda- lausar leikbrellur, og góður leikari hefur þær allar á valdi sínu. En vissa kyntöfra verður hann að hafa.“ EN hvað eru kyntöfrar? Eða öllu heldur: hvað eru álitnir kyntöfrar í dag? Einu sinni þótti ómótstæðilegt, að hetjan hefði dularfullt, starandi augnaráð horfði píreygur á ást- mey sína, kipraði munnvikin eilítið grimmdarlega þegar hann brosti, sveigði konurnar hægt afturábak um leið og hann kyssti þær og þeysti helzt á brott með þær undir lokin á arabískum gæðingi. Þetta vekur ekki annað en kátínu áhorf- endanna nú á dögum. Terence Stamp býr ríkmannlega í London, safnar að sér fögrum munum og listaverkum. En sjálfur gengur hann um í upplituðum nankinsbuxum og götugum strigaskóm, úfinn, sveittur og sóðalegur. Hann er eins og umrenningur sem hef- ur læðzt inn í auðmannshús. Kannski eru þetta hinir nýju kyntöfrar? „Brezkir leikarar hafa yfirleitt ekki hugsað mikið um kyn- töfra fram að þessu,“ segir hann. „Brezkir kvikmyndafram- leiðendur voru alltof fínir með sig til að taka slík efni til meðferðar. Cary Grant og James Mason urðu að fara til Holly- wood áður en þeir gátu sýnt sína kyntöfra. Elskhugarnir í brezkum myndum voru viðkvæmar sálir eins og t. d. Leslie Howard og Dirk Bogarde, fínir herrar, fágaðir og mjög sam- kvæmishæfir. Brezkir leikarar reyndu að vera sem líkastir brezkum aðalsmönnum í fasi og framkomu og töluðu með Oxford hreim. Ég hefði ekki komizt langt með mitt útlit, hegðun og hreim þá. En nú er almúgafólk eins og ég farið að leika í myndum, skrifa handritin og stjórna tökunni, og leikararnir eru ekki lengur blóðlausar dúkkur, heldur raun- verulegir karlmenn.“ PETER O’TOOLE lyftir annarri augnabrúninni og brosir lítið eitt háðslega. „Kyntöfrar í dag? Eru þeir ekki eins og annað — taugaveiklun, ringulreið og vitleysa? Þú verður að vera öðruvísi en annað fólk, og það skiptir engu máli á hvaða hátt. Ef þú lítur út eins og þú sért svo óttalega við- kvæmur og veiklyndur, taugabilaður, óöruggur og ístöðulaus, að þú getir varla lifað í þessum heimi þá langar kvenfólkið að vernda þig, þ. e. a. s. þær konur sem enn eru kvenlegaý, blíðar og móðurlegár í sér — hinar vilja þá gera þig að manni eða þær vilja ráða yfir þér. Og karlmönnum líkar ekki síður við þig — þeir sem eru sterkir. harðir og karl- mannlegir geta notið þess að fyrirlíta þig af öllu hjarta, og hinir sem eru engir karlmenn geta orðið ástfangnir af þér. Auðvitað færðu viðbjóð á sjálfum þér, en hvaða máli skiptir það? Þú ert ekki einn af áhorfendunum, þér ber ekki skylda til.að sjá. myndirnar. sem þú- leikur í.“ . Hann tekur af -sér gleraugun og. setur sig í stellingar. Fallegu bláu augun verða dreymandi og undurblíð, saklaus, full af leyndri þjáningu og kvíða. Munnurinn verður við- kvæmnislegur. Hann ýfir dökkt hárið, þannig að hrokknir lokkar falla niður á ennið, grönn höndin fitlar nervust við hálsmálið. Hann minnir á lítinn einmana dreng sem allar kon- ur myndu vilja vernda. Svo brosir hann ertnislega. „Jæja, er ég kannski ekki töfrandi? Jafnt fyrir karlmenn sem konur. Það eru kyntöfrar nútímans “ „Æ, þurfum við endilega að tala um kyntöfra?" segir Warren Beatty og’er allt annað en ánægður. Hann vill heldur ræða

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.