Fálkinn


Fálkinn - 27.06.1966, Blaðsíða 16

Fálkinn - 27.06.1966, Blaðsíða 16
SAUFRÆÐI DAGLEGA LIFSINS ROAIMDI LITIR VIÐ eyðum að minnsta kosti einum þriðja æv- innar í hvíld eða svefn, þannig að við ættum að leggja rækt við svefnher- bergið okkar. Þar er bezt að hafa róandi liti og hús- muni, svo að við getum sla’ppað vel af. Sterkir litir koma ekki til greina í svefnherbergi, en mjúkir daufir litir eru ákjósanlegir. Engin gljá- málning á gluggakistur eða lista — sólarljósið eða birtan frá götuluktunum getur speglazt í henni og truflað ró okkar. Spegillinn yfir snyrtiborðinu þarf líka að vera á heppilegum stað. Bezt er að hafa hann á sama vegg og gluggann, þannig að birt- an skíni á þann sem er að spegla sig, en ekki á spegil- inn sjálfan. Að minnsta kosti má sólin ekki geta skinið beint á spegilinn. Loftljós eru ekki æskileg i svefnherbergi nema meðan verið er að taka til, vegna þess að þau verka ekki ró- andi. Rúmlampar á veggn- um eru ágætir ef þeir lýsa vel án þess að skína í augun á okkur. Skermarnir ættu að vera með hlýjum lit, ekki dökkir, svo að ljósið geti ekki skinið í gegnum þá, og ekki svo ljósir, að peran skíni í gegn. Húsgögnin mega ekki vera köntuð með hvössum hornum — það er ekkert eins laust við að vera róandi og að reka sköflung- inn eða mjöðmina í hvassa brún eða horn. Gluggatjöldin þurfa að vera nógu dökk og þétt til að útiloka birtu. Þótt sumir geti sofið prýðilega í björtu herbergi finnst flestum betra að hafa eins dimmt og mögulegt er. Gömlu dökkgrænu rúllugardínurn- ar voru ágætar og þjónuðu sínum tiigangi, en þær eru komnar úr tízku af fagur- Amalía Líndal fræðilegum orsökum. Rimla- tjöld geta dregið talsvert úr birtu, en til að myrkva her- bergið algerlega eru glugga- tjöld oft notuð til viðbótar og skapa þá vistlegri blæ. Herbergi sem aðeins hefur rimlatjöld fyrir gluggunum er likara skrifstofu en svefn- herbergi. Ef efnið í tjöldun- um er þunnt skuluð þið at- huga, að dökkir litir útiloka blrTuna betur en ljósir. Ef tjöldin eru úr þykku efni eruð þið hins vegar frjálsari í litavali, því að þá sést hvort eð er ekki svo mikið í gegnum þau. Teppi á gólfinu verkar ró- andi, en það er ekki eins auðvelt að hreinsa það og venjulegan gólfdúk. Ef þið hafið teppi út í horn verður loftið heldur ekki eins ferskt inni, jafnvel þótt glugginn sé opinn allan daginn. Aftur á móti dregur teppi út í horn mjög úr hávaða, en sama er að segja urh hús- gögn og gluggatjöld. Mottur við rúmið eða stólana eru hagkvæmar, auðvelt að þrífa þær og hreyfa til eftir þörf- um. Ef svefnherbergið snýr til suðurs verka gulir eða appel- sínugulir litir of æsandi, en sé það móti norðri gerir ekki til, þótt þessir litir séu not- aðir í hófi. í verulega róandi svefnherbergi eru tilvalin dökkbrún gluggatjöld og dökkbrúnt, þykkt rúmteppi sem dregur úr hávaða. Gott er að hafa bæði gluggatjöld og rúmteppi í sama litnum, t. d. dökkbrún, dökkgræn eða dökkblá. í setustofu kynni það að verka of ein- hæft, en í svefnherberginu þurfum við að hafa kyrrð og ró. Myndirftar á veggjunum ættu að vera fáar og vel valdar. Á þessar myndir munuð þið horfa þegar þið Framh. á bls. 27. Tannlæknir rannsakar elztu tennur í heimi, þær scm | enn eru uppi í lifandi manni. (Fremri opna til hægri). Shirali er greinilega ekki vaxinn fullkomlcga upp úr dálitlum spjátrungshætti. Hér mátar hann stráhatt fyrir framan spegil (Fremri opna, miðmynd). Hejzt er að sjá að Shirali sé að éta brauðsneið á þessari mynd (fremri opna til vinstri), en hvort sem það er rétt eða ekki, vekur það mikla kátínu hjá áhorfendum. Elzti maður heims á hest- baki og tekur í höndina á~ lestarstjóra. Eitthvað hlýtur gamla manninum að vera farið að förlast í hestamennskunni, því að aðstoðarmaður hans verður að halda við færleikinn. (Efri mynd til vinstri). Shirali á skólabekk, þó seint sé. Verið er að útskýra fyrir honum gerð einhvers | torkennilegs hlutar. (Neðri mynd til hægri). | 3 Þarna skoðar hann rifbeinin í sjálfum sér með hjálp nýjustu tækni. Þau virðasi bæði kát, læknirinn og hann. (Efri mynd til hægri), i i Hér er verið að fylgja Shirali yfir götu í stórborg.', (Sjá neðri mynd til vinstri), Líklcga er gamli maðurinn ekki aldeilis dús við umferðina, svo nýkominn ofan úr fjöllunum. Myhdir: N. Rakmanov APN. 16 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.