Fálkinn


Fálkinn - 27.06.1966, Page 24

Fálkinn - 27.06.1966, Page 24
brosið sem sagði: „Eí ég fer niður í baðslopp um miðnætti, þá er ég að sækja mér kakó, — skilurðu? Kakó.“ Upphátt sagði hún: „Það er allt í stak- asta lagi, Mr. Cory, þakka yður fyrir." „Kom nokkuð fyrir eftir að ég fór í morgun? Nokkur breyt- ing?“ „Engin breyting. En engin hreyting er af því góða í tilíell- um eins og þessum. Við getum ekki vænzt meira fyrst um sinn. Hún borðaði vel i hádeginu — vel af henni að vera á ég við — og hún virðist einnig sýna við- leitni á öðrum sviðum." „Prýðiiegt! Hvers konar við- leitni?" : „Ja, hún virðist taka eftir ýmsu. Ég hef ekki talað ihikið um það við aðra en Mr. Manso.n-, en ég er að verða biártsýhni. Ég held' hún ’ sé að reyna að ein- beita sér. Þér ýitið, hlusta. Hún vírðist vera sér þess méðvitandi • að. hún er ósjálfbjarga, og aug- un i henni... Cory varð hvellróma. „Hvað með augun í henni?" „Ó, ekkert þess háttav, Mr. Cory!" Honum þótti vænt um hana, það þótti þeim öllum. Á sinn hátt var hún lánsöm. Sumir áttu engan að, urðu að vera í aimenningssjúkrahúsum, klædd- ir dökkum, sniðlausum kuflum alia daga, vegna þess að óhrein- indi og matarslettur sáust ekki á þeim. Mrs. Manson var kiædd ekta silki og fínni ull, og það leið ekki svo mínúta að einhver væri ekki að reyna að geta sér tií um óskir hennar, lesa hugs- anir hennar. Lesa hugsanir henn- ar — ef þær voru nokkrar. Um það atriði voru þau ekki alveg viss. „Uss nei, Mr. Cory, það er ekkert að sjón hennar. Ég á að- eins við að hún tekur eftir fieiru og reynir að hafa auga á öilu sem við gerum, enda þótt hún geti ekki snúið höfðinu, ekki ennþá. En ég er svo til viss um að hún mun geta það bráðlega. Ég sagði það meira að segja við Mr. Manson." Siðan bætti hún við, vegna þess að Mr. Cory virtist enn áhyggjufuhur og van- LEBKID FJÓR. HEIMT i trúaður: „Herðið upp hugann. Það gæti verið verra. Hugsið yður, hvernig veslings Mr. Man- son líður." Cory kinkaði kolli. „Góða iitla Sills," sagði hann. „Við vorum heppin að fá yður.“ Þau héldu áfram þegjandi. 1 kvöid myndi hún eiga frí írá átta til tólf. Þannig írikvöld átti hún einu sinni í viku. Stundum fór hún heim til sin, sem var stundarfjórðungsgangur gegnum borgina, hafði meðferðis handtösku fulla af fötum handa móður sinni að þvo. Þess gerð- ist ekki þörf, en móðir hennar hafði yndi af því. Hún beið henn- ar ávallt við útidyrnar og tók við töskunni af dóttur sinni áður en hún kyssti hana. Hún hvolfdi fötunum i þvottavélina eins og hún ætti iífið að leysa. Síðan sat hún í ruggustólnum sem hún hafði í eldhúsinu og lét engan komast í námunda við vélina. Þvottavélin var jólagjöf frá Milly og svo var einnig um hina dugnaðarlegu, miðaldra hús- hjálp. En Mrs. Sills kaus að líta á þvottavélina sem eigin upp- finningu og vinnukonuna sem fátækan ættingja. sem ekki væri með öllum . mjalla. „Ef til vill ætti ég. að'. fara heirn," hugsaði Milly. ,,Ég. fór ekki I vikunni sem léið!" Svo leit hún á Géorge. Enn súr á svip. Andlitið eins og úr steini. Hann er afbrýðisam- ur, hugsaði hún hlakkandi. Nú dámar mér ekki! Henni hlýnaði allt í einu um hjartaræturnar. „Bíó í kvöld, George?" „Ekki I kvöld." „Hvað .gengur að þér?" „Tannpína." „Þú hefur auðvitað farið til tannlæknis?" „Nei." „Jæja, þú ferð þó, er það ekki?" „Kannski." Asni, hugsaði hún. Hví skyldi ég dekstra hann? Eigðu þig þá, liggðu vakandi I alia nótt með tannverk. Eins og mér sé ekki sama ... Síðar, þegar hún mundi eftir þessu, fannst henni sem hún hefði verið að mana exi að falla á hálsinn á sér. Því George fór ekki til tannlæknis og hann lá vakandi. Kiukkan þrjú um nóttina stóð hann á fætur til að skyrpa tannbakstri út um glugg- ann, og henni var allt annað en sama. Nú var Cory að segja eitt- hvað, og hún sneri sér að hon- ■þm með sýnilegum áhuga. „Af- sakið Mr. Cory. Ég heyrði ekki hvað þér sögðuð." „Ég spurði yður hvaða álit þér hefðuð á doktor Babcock," sagði Cory hirðuleysislega. „Ég ber mikið traust til dokt- ors Babcock," sagði hún alvöru- gefin. „Það gerir Mr. Manson einnig." „Ég veit hann gerir það. Bab- cock er sá eini, sem hefur þrauk- að. Mér skilst að þér hafið unn- ið fyrir hann áður?" Þetta var spurning, ekki stað- hæfing. Hún var ánægð. Hann veit ekki hvilíkur grænjáxl ég er, hugsaði hún. Ég hlýt að standa mig sæmilega. Ef til vill veit ekkert þeirra það ... Svar hennar var stutt, en drembilegt. „Já, ég er nú hrædd um það." Einn kirtlatökusjúklingur. Hún mundi nóttina, íyrir tæp- um tveim vikum, þegar doktor Babcock hafði rekið hana upp úr rúminU.. Hann sagði henni ekki hvér‘sjúklihgurinn væri.og hún gaf hónum afsvar þar sem hún háfði nýlokið við sex vikna hjúkrun á beinbrotnum tólf ára dreng, sem svaf alla daga og heimtaði myndablöð á nóttunni. Hún sagðist þurfa að. sofa. En hann kvaðst vera í algjörum vandræðum, sjúklingur hans væri óánægður með núverandi hjúkrunarkonu sína. Hann var fullkomlega hreinskilinn; hann viðurkenndi að konan væri erfið og myndi sjálfsagt verða óánægð með erkiengilinn sjálfan. Þannig tal var Babcock líkt. Þá sagði hann henni að sjúklingurinn væri Mrs. Manson. Og hún hafði farið með honum samstundis, klukkan eitt um nóttina. • Hún hafði æ síðan verið- fegin þeirri ákvörðun sinpi, ,og það stóð á engan, hátt í sambandi við þá staðreynd, að hús vinar- ins George var svo að segja í garðshorni Mansonhjónanna. Mrs. Manson var vél til hennar, það gat hún séð. Og Babcock virtist ánægður. Það hafði tölu- vert að segja. Fyrsta raunveru- lega verkefnið hennar. Ef henni tækist vel, myndi ekki verða um fleiri dekurkrakka og gamlar kerlingar að ræða. Ef henni tæk- ist vel, gæti hún verið kyrr hjá Mrs. Manson þar til yfir lyki. Yfir lyki? Jæja, segjum heldur þar til breyting yrði á annan hvorn veginn. Eða þar til Milly sjálf þyldi ekki lengur við. „Hvað sagði Babcock I morg- un?“ Cory þrýsti handiegg henn- ar. „Hann kom ekki, Mr. Cory. Hann hringdi rétt eftir að þér fóruð. Hann sagðist myndu koma við siðdegis. Ég vildi síður vera fjarverandi þegar hann kemur, jafnvel þegar Emma og Mr. Manson eru við, en ef ég nota ekki frítimana til að viðra mig, þá verð ég syfjuð. Og það er ekki gott fyrir Mrs. Manson." „En að fá aðra hjúkrunar- konu? Ég veit ekki hvers vegna það hefur ekki verið reynt." „Kemur ekki til mála. Ég stakk upp á því sjálf og þér heíðuð átt að sjá augnaráð henn- ar... Hún er altekin hræðslu við fólk, jafnvel gamla vini, sem koma til að spyrja um Hðan hennar. Við höfum orðið að taka fyrir allt slíkt. Við verðum að íara mjög gætilega, jafnvel með íólkið i húsinu. Eins og Hattie, eldabuskuna. Eldhússtúlkan er ágæt ef hún heldur sér saman, en um daginn fór hún að há-- gráta og talaði um son Mrs. Man- son." „Um Robbie?" Þegar hún kink- aði kolli, leit Cory undan. „Það var illt," sagði hann. „Illt? Það var glæpsamlegt. George var þar; hann sá allt- saman. En við sögðum ekki nokkrum manni frá þvi. Til- gangslaust að láta reka Hattie. Við gáfum henni bara við húðskömmuðum hana. Hún gerir það ekki aftúr." v „Þér getið sagt mér frá því, er það ekki? Gleymið að ég er frændi Robbiés." Hún svaraði með ákefð, vék sér að George, dró hann inn í samtalið. „Vitanlega getum við sagt Mr. Cory frá því, er það ekki, George? Ger þú það; þú ert kunnugri ölluni málavöxt- um en ég. Sjáið þér til, ég vissi ekki um afmælisdag Robbies, Mr. Cory. Hvernig átti ég að vita það? Ef ég hefði vitað um hann, þá hefði ég komið Hattie út um leið og hún byrjaði. Segðu honum frá því, George." George varð við bón hennar, seinlega og með tregðu. „Það var ekki mikið," sagði.hann. „En LEIKIÐ FJÖR- HEMT það var nógu bölvanlegt. Þér vitið að ég er eins og grár kött- ur irini á gafii í húsinu eins og stendur. Og þér vitið að ég átti hér um bil heima þar þegar ég var strákur. Mrs. ManSon lét aldrei fylla í limgerðið." Cory sagði: „Já, ég veit það." Hann vissi að Perry húsið lá fast upp við garð Mansonfjöl- skyldunnar og að í limgirðing- unni, sem aðskildi þau, gat enn að líta göt, gerð af litlum drengj- um sem voru að flýta sér. Hann vissi allt um æskuvináttuna og að George var örfáum árum eldri en Robbie, • og að þegar þeir höfðu vaxið upp úr rólunum, leikhúsunum og leikfimiáhöld- unum, sáust þeir aðeins sjaldan. „Við eignuðumst sinn hvorn vinahópinn þegar við eltumst," sagði George. „Eins og gefur að skilja. Þér vitið hvernig það þró- ast. Síðastliðið ár sá ég hann varla. Hann var tuttugu og eins og ég tuttugu og sex — það er töluverður munur. Svo ekki sé minnzt á ótakmörkuð peninga- ráð Robbie." Án þess að ætla sér það, lagði hann áherzlu á pen- ingaráð. „Sleppum því," sagði Cory. „Haldið áfram með söguna." George sagðist svo frá, að fyrir áeggjan móður sinnar hefði hann farið að venja komur sín- ar á Manson heimilið aftur — 1 sonar stað eða eitthvað í þá átt- ina. Og Mrs. Manson virtist falla það vel. 1 það minnsta, sagði hann, versnaði henni ekki. Ekki fyrr en þetta með Hattie átti sér stað. Hann hafði heimsótt þau reglulega í nokkrar vikur er það gerðist, drukkið vinglas i herbergi Mrs. Manson, rætt um allt milli himins og jarðar, en aldrei minnzt á Robbie. Hún varð Framh. á bls. 38. 24 FÁLKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.