Fálkinn


Fálkinn - 27.06.1966, Síða 26

Fálkinn - 27.06.1966, Síða 26
HJDRTUR HALLDORSSDN Ellt HIM UM FRUMEINDIR OG SAMEINDIR VEGNA væntanlegra greina um stjörnur og sól, og þá eink- um þeirra, sem fylgjast með þessum pistlum, finnst mér nauðsyn á að fara nokkrum orðum um þessa smágerðu hlað- steina náttúrunnar. Allt efni er byggt úr frumeindum, annað hvort i einum áfanga eða tveimur. Þegar áfanginn er ekki nema einn, er það einhver sérstök frumeindategund, sem leggur til allan efniviðinn og er því svo farið um flesta málma. Slík efni kallast frumefni. Á jörðu finnast um 90 frumefni, auk sex, sem framleidd hafa verið í eðlisfræðiverkstofum. Sérhver frum- eind samanstendur af kjarna og einhverri ákveðinni tölu raf- einda sem um hann sveiflast. Frumefnin eru tölusett eftir fjölda þeirra rafeinda, sem um kjarnann hverfast. Nr. 1 er vetni, sem er léttasta eða einfaldasta frumefnið, en það er yfirgnæfandi mestur hluti þess efnis, sem er í sólinni okkar og öðrum ungum stjörnum. Nr. 2 er helíum, þar sem frum- eindirnar hafa tvær rafeindir og tvo kjarna, Nr 3 er málmur- inn lithium, sem hefur þrjá frumeindakjarna með þremur raf- eindum, o. s. frv. En þegar áfangarnir eru tveir í tilurð efnisins, eru það tvær eða fleiri frumeindir, sem bindast í svokallaðri sameind, og eru það þá sameindirnar, sem eru hinir einstöku steinar í hleðslunni. Vatnsdropi er bygging mjög einfaldra, sameinda, sem myndast af tveimur vetnisfrumeindum og einni ildis (súrefnis)frumeind. Á táknmáli eðlisfræðinnar er þessi sam- eind því kölluð H-O, sem þýðir einfaldlega tvær frumeindir af vetni (hydrogenium) móti einni frumeind af ildi (oxygenium) — og kallast formúla vatns. Vatnsgufa er aftur á móti að- skildar- vatnssameindir, sem safnast ekki í neina fasta mynd. Enda þótt sameind sykurs sé miklu margslungnari en sameind vatns er bygging sykurs einfaldari en fljótandi vatns, og má af því ráða, að einfaldar sameindir sameinast ekki endilega í einfaldri mynd, né heldur þurfa flóknar sameindir að mynda margbrotna byggingu. Hér má skjóta því inn i, að stundum finnast einfaldar sam- eindir í lofthvoifi stjarna — þeirra sem hafa sérlega svalt lofthvolf — svalara en lofthvolf sólar. En sameindir eru of brotgjarnar til að fá haldizt í hinum ofsalega heitu iðrum sólar og stjarna. Aftur er mikið um sameindir í loftskýjum milii stjarna og valda ýmsum erfiðleikum við stjörnuskoðun. Sem dæmi um smæð frumeinda og sameinda, mældar venju- legu máli, má nefna að í títuprjónshaus eru meira en milljón milljónir milljóna járnfrumeinda en í kálfshöfði eru meira en miiljón, milljón, milljónir miiljóna vatnssameinda. FÖST. FLJÓTAIVPI OC LOFTIiEIMMP EFMI EGAR einstaklingarnir í mikilli þyrpingu frumeinda og sameinda hafa fullt hreyfingafrelsi, hverjir innan um aðra, er sagt að efnið sem heild sé loftkennt. En sé háttsemi ein- Kristallar eru hlaðsteinar flestra málma og margra annarra fastra efna. Þar hlaðast saman frumeindir og sameindir af ýtrustu nákvæmni. stakra einda verulega bundin áhrifum nágrannanna, er efnið annað hvort fijótandi eða fast. í föstu efni gætir þessara gagnkvæmu áhrifa nægilega mikið til að hindra eindirnar í því að reika um innan marka efnisheildarinnar. Þær eru stað- bundnar. En fljótandi efni fara meðalveg milli hinna föstu og loftkenndu. f fljótandi efnum eru hin gagnvirku áhrif eindanna hvorki eins lítilfjörleg og þau eru I loftkenndum, né heldur svo öflug, að þau komi í veg fyrir hvers konar ferðir frumeinda eða sameinda, eins og gerist í föstum efnum. Það er afstaða og umgengnishættir sameindanna innbyrðis, sem ráða hinum alkunnu eigindum efna, eins og þau koma okkur fyrir í daglegu lífi, svo sem hið þunnfljótandi vatn, hið seigfljótandi sýróp og hinn stinni styrkleiki fastra efna. Má því segja, að samloðunarstyrkur efnisins verði fyrir inn- byrðis gagnverkan frumeinda eða sameinda Ííkt og styrkur mannlegs sansfélags sprettur upp af samstarfi einstakling- anna ög stendur hokkurn veginn í réttu hlutfalli við það. FWUMEllMPm THUGUM nú nánar helztu eðliseigindir frumeindar. Eins og áður var sagt er aðalefni hennar lítill miðkjarrii, sem ein, fáeinar eða margar agnir hverfast um — rafeindirnar, þannig nefndar vegna rafmagnseiginda þeirra. Það eru þessir rafeindahópar, sem koma saman, þegar sameindir myndast af aðskildum frumeindum. Það eru einnig þeir, sem valda þeirri ——BMM—BaM———f'M 26 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.