Fálkinn


Fálkinn - 27.06.1966, Page 27

Fálkinn - 27.06.1966, Page 27
ÐU2t INS OG JARÐAR ••••••••••••••••«•••••••••••••••••••••••••••••••••■ innfeyrðis gagnverkan, sem á sér stað í föstum og fljótandi efnum. Stundum geta rafeindir klofnað úr frumeindinni (frá kjarn- anum. Er þá sagt að frumeindin jónist. Hve miklu jónunin nemur, fer þá eftir því, hve margar rafeindir hafa losnað þannig. Margar aðferðir eru til að kljúfa rafeindir frá kjarna sín- um. Einföidust er sú að núa saman hlutum. Oft má heyra brak og snark þegar farið er úr silki — eða nælonfati þar sem ioftraki er lítill. Stafar það af rafmagnsáhrifum, sem verða við brotthrif rafeinda. Sama gildir um eldingar í þrumu- veðri, en þá verður jónun með þeim hætti, að stórir vatns- dropar sundrast í smærri dropa. Þegar ljós fellur á frumeind geta rafeindir og klofnað frá kjarna sínum. Þetta fyrirbæri gengur undir nafninu rafhleðslu áhrif ljóss. Þegar dyr opnast, að því er virðist af sjálfu sér er maður nálgast þær, þá er víst að þar eru slík rafhleðslu- áhrif í notkun. En það sem meira er — rafhleðsluáhrif Ijóssins eru hinn Hfeðlisfræðilegi grundvöllur sjónskynjunar. En þótt rafhieðsluáhrif þessi séu hin merkilegustu, eins og þau birt- ast okkur í daglegu iífi, eru þau þó mjög veik í samanburði við það, sem gerist innan í stjörnunum, þar sem jónun frumeind- anna verður gífurleg. Hvergi i alheimi verða rafhleðsluáhrif jafnsterk og þar. Þegar ein eða fleiri rafeindir hafa klofnað frá kjarnanum, fær frumeindin þann eiginleika, að draga að sér nýjar raf- eindir. Stundum kemur þá aðvífandi rafeind svo nálægt slikri frumeind, að hún dregst inn í rafeindaflokk frumeindarinnar og helzt þar úr því. Við það myndast útgeislan. En þessi framvinda er bein andstæða fyrrnefndra rafhleðsluáhrifa. Megnið af ijósi því og hita, sem við fáum frá stjörnum og sói, er útgeislan frumeinda, sem festu sér reikandi rafeindir á þennan hátt. Við sjáum þá, að í náttúrunni fara fram tvær andstæðar eðlisverkanir — fráhrifsverkan, sem klýfur rafeindir frá frum- eindunum og aðhrifsverkan írumeinda á lausbeizlaðar raf- eindir. Á jörðunni eru fráhrifsverkanir hlutfailslega veikar, svo að jarðneskar frumeindir jónast yfirleitt ekki. En innan i sól og stjörnum er fráhrifsverkanin eða rafhleðsluáhrifin svo sterk, að frumeindirnar eru sviptar því nær ölium sinum raf- eindum. Næst verður rætt nokkuð um kjarnann — hinn mikla og óttalega orkugeymi. • Sáfifræði Framhald af bls. 16. eruð andvaka á næturnar og reyna að skilja merkingu þeirra, svo að það er betra að hafa myndir sem ykkur líður vel að skoða. Margar austræn- ar eftirprentanir eru mjög örv- andi fyrir ímyndunaraflið. Loftið ætti ekki að vera gljá- andi heldur matt og runni eða tré fyrir utan gluggann eða jafnvel planta eða vafningsvið- ur getur varpað skemmtilegu skuggamynstri á loftið eða veggina. Sumir dulspekingar fuilyrða, að við sofum betur ef höfða- lagið snýr í norður — það mun standa í einhverju sambandi við segulskautin. Það sakar ekki að prófa. Höfðalagið ætti að vera við gluggavegginn, en ekki andspænis honum. í svefn- herbergi þurfum við að geta haft næði, svo að ekki er gott að staðsetja rúmið þar sem öll hin herbergin sjást, nema því aðeins að í því liggi sjúkiingur sem vill geta fylgzt með því sem aðrir í fjölskyldunni eru að gera. Við skulum segja, að þið kæmuð inn í herbergi með grágrænum veggjum, hvítum viðarhúsgögnum og þykkum, dökkgrænum gluggatjöldum og gengjuð á mosamjúku teppi að rúmi með dökkri sægrænni á- breiðu — myndi ykkur ekki taka að syfja? Seinast komum við að bað- herberginu. Þið getið látið það líta út' likt og sjúkrastofu, snyrtiklefa eða blómagarð. Svo er öllum þessum nýtizku undra- efnum fyrir að þakka, að hér er hægt að skapa hvert það andrúmsloft sem ykkur lízt bezt, og mjög auðvelt að halda herberginu hreinu. t baðher- bergi má nota hvaða litasam- setningu sem vera skal, en þið skuluð veija þær varlega. Birt- an þarf að vera góð, og þið skuluð ekki nota of mikið af speglum. Einn stór spegill stækkar herbergið, en ef þeir eru margir verkar það rugiings- lega, einkum ef herbergið er íítið. Hjá stórum fjölskyldum er oft erfitt að halda litasam- setningum i skefjum, vegna þess að hver þarf að hafa sitt handkiæði og geta þekkt það frá hinum, og þannig verða litirnir of margir, Það hefur mikið að segja bvernig hand- klæðunum er raðað ef enginn ruglingur á að verða. Eigin- menn og ungir piltar hrifsa venjulega það handkiæði sem næst er vaskinum, og lítil börn nota það handklæði sem næst er gólfinu — þið getið haft þetta í huga þegar þið raðið handklæðunum. Hvít hand- klæði fara vel við flestar lita- samsetningar. (Þið skuluð aidrei strauja baðhandklæði, því að við það verða þau ekki eins falieg og drekka minna í sig). Ef allt heimilisfólkið er fullorðið má nota fíngerðar litasamsetningar, þannig að vel fari. En gleymið því ekki, að oft er mikil gufa í baðherbergi, svo að hyggilegra er að velja gluggatjöld úr plasti, hand- klæðaefni eða einhverjum öðr- um efnum sem ekki þarf að strauja og ekki verða lin og velkt. Eftir að þið hafið lesið þess- ar greinar skuluð þið spyrja ykkur sjálf hvort þið hafið valið iitina i húsum ykkar vel. Það skiptir meira máii en nokk- urn grunar að óreyndu. • Leyndardómar Framh. af bls. 21. um fleka inn í helli við Tue d’Audobert og i skini kyndl- anna, sem þeir höfðu meðferðis, uppgötvuðu þeir myndir af fil- um og öðrum dýrum á veggj- unum. Frakkinn Castanet synti inn í helli, kafaði gegnum þröngan gang og fann menn- ingarstöð aftan úr grárri forn- eskju. Teikningar, styttur. fót- spor og bein, sem vitnuðu um búsetu þar fyrir tugum þús- unda ára. Á Spáni elti veiðimaður særðan ref inn í klettasprungu hjá Altamira í Pyrenæafjöllun- um. Hann reyndi að grafa ref- inn út, en rakst þá á op, sem hann gat ekki þrengt sér inn um. Hann náði í litla stúlku, sem hann sendi inn um opið, og hún varð fyrst til að lita hin frægu hellamálverk augum. Ungverjaland getur státað af hinum fagra 18 kílómetra langa helli við Aggteleker. Á Nýja Sjálandi er Waitomohell- irinn, sem er frægur fyrir ævin- týralegan bjarma af milljón- um ljósorma, og þannig væri hægt að halda endalaust áfram. Meirihluti hellanna er mynd- aður af vatnagangi, sem í áraþúsundir hefur grafið í mjúkan kalksteininn, og sagga- lekinn úr loftinu hefur smám Framh. fl bls 18. FÁLKINN 27

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.