Fálkinn


Fálkinn - 27.06.1966, Blaðsíða 29

Fálkinn - 27.06.1966, Blaðsíða 29
OG KLÆÐNAÐUR UNGA FOLKSINS Afgreiðslustúlkan teygir sig upp í kjólahengið og tek- ur þaðan ungæðislega flík og færir hana telpukorni, sem stendur framan við diskinn. Telpan, sem er í brúnum jakka og svörtum sjóiiðabuxum, líkust flaka- trússi, hverfur með flíkina á handleggnum inn fyrir grænt hengi, meðan vinkona hennar tekur sér stöðu fyrir framan, og nú líður kannski góð stund. Síðan birtist allt í einu þokkafull unglings- stúlka, dálítið rjóð og undir- leit í nýja kjólnum og vin- konan hvíar af aðdáun. Svo fer það eftir atvikum og fjár- hag, hvort kjólnum er pakk- að inn og farið með hann út, eða hann hengdur upp aftur. Á öðru hengi bak við af- greiðslustúlkuna eru telpna- buxur í fjörlegum litum og einlitar. Buxur, sem faila þétt að líkamanum. Þær eru kallaðar „mjaðmabux- ur“. Ennfremur eru þar breið belti, einlit og rósótt og allt þar á milli. Um klæðnað á búkinn ofan mitt- is er erfiðara að segja. Þar ríkir engin ákveðin stefna, né heldur stefnuleysi. Peys- ur svartar öðrum megin og hvítar hinum megin, eða fjórskiptar í svart og hvítt, eða hvítt og rautt og blúss- 'ur. Strákarnir hafa sin hengi og sér fortjald. Þar eru stór- köflóttar buxur, eða smá- köflóttar og einlitar. Sniðið er einnig svokallað „mjaðma- snið“ og buxurnar falla þétt ;að líkamanum. Litirnir eru fremur hóflegir, en þó þann- ig að hæpið er að eldri menn en 18 ára geti klæðzt þeim flestum. Ofan um sig geta piltarnir valið úr rósóttum skyrtum, einlitum, köflótt- um, svörtum skyrtum með hvítum flibba, en möguleik- arnir eru nánast ótæmandi. Skartgjarnir unglingar geta fengið vesti við sitt hæfi, vínrautt eða skærgrænt, og hinir eiga kost á vestum í mildari og minna áberandi litum. Jakkarnir eru flestir köflóttir í fremur mildum litum. Sumir eru méð spæl, aðrir ekki. Vesti og, jakkar eru prýdd logagylltum flöt- um hnöppum. „Hálstau" sem úr er að velja eru prjónuð bindi, •, eða mynstraðir klút- ar til að hafa innan undir skyrtuflibbanum. Þá hafa unglingarnir allt í einu tek- ið upp á því að ganga með höfuðföt. Vinsælust eru eins konar millistig af bílstjóra- húfu og kaskeyti, keimlíkt stúdentshúfum. Lesandann er kannski far- ið að renna grun í hvert er verið að leiða hann. Jú, það er rétt til getið: í Karnabæ á Týsgötu 1, þar sem ungl- ingarnir kaupa utan á sig eftir nýjustu forskriftum frá hinu fræga Carnaby Street í London og það væri synd að segja að' afgreiðslustúlk- urnar geti setið og spókað sig hver framan í annarri í ró og næði. Ösin er stöðug og jöfn, og unglingarnir eru kannski dálítið fyrirferðar- miklir viðskiptavinir, ekki síður en á öðrum sviðum. Til að fá nánari upplýs- ingar um hina nýju verzlun, sem ennþá sem komið er mun einstæð á sínu sviði hér í Reykjavík, er tilvalið að ræða smástund við Árna Einarsson verzlunarstjóra. Við gefum honum orðið: — Við opnuðum verzlun- ina mánudaginn 16. maí og gáfum henni heitið Karna- bær, sem er íslenzkun á orð- inu Carnaby. Ástæðan var sú, að við verzlum nær ein- göngu með vörur frá hinni frægu unglingatízkugötu í London, Carnaby Street. Eigandi er samnefnt hluta- félag. Það væri mikill misskiln- ingur að halda, að við ein- skorðum okkur við hina svo- nefndu „bítlatízku“, fremur mætti segja að við höfum á boðstólum nýja tízku fyr- ir ungt fólk á aldrinum ca. 13—20 ára. Þetta er fatnað- ur sem allir á þessum aldri geta gengið í án þess að að vera kallaðir afkáralegir, eða subbulegir. Það er greinilegt að ger- bylting hefur orðið í klæða- burði ungra pilta síðustu árin. Hér áður fyrr voru öll föt, jafnt á unglinga sem fullorðna grá eins og þýzk- ir hermannabúningar. Þetta hefur verið að breytast síð- ustu árin og nú er miklu meiri litagleði ríkjandi í unglingafatnaðinum sérstak- lega. Einkum er þetta áber- andi hjá piltunum. Unga fólkið er orðið miklu frjálslyndara i fatavali og klæðist nú hiklaust fatnaði, sem hefði þótt afkáralegur fyrir nokkrum árum. En sannleikurinn er sá, að karl- kynið er mun íhaldssamara í tizkulegu tilliti og öll af- brigði frá því venjulega lengur að meltast, þegar piltar eiga í hlut. Hins vegar má segja að stúlkúrnar hafi alltaf verið litaglaðar og sannast að segja fer ungu fólk vel að klseðast skærum litum, og að mínu áliti á það ekkert síður við um pilta en stúlk- ur. Eitt er það sem ég hef veitt athygli við störf mín í verzluninni, að fyrir kem- ur að piltar kaupa buxur, sem strangt til tekið eru ætlaðar telþum og telpur hafa stundum keypt dréngja- buxur á sig. Við höfum ákveðið að halda okkur við þennan markað. Hingað til hefur þessi aldursflokkur hvergi getað fengið á sig þann klæðnað, sem hann kýs helzt að ganga i og afleiðingin orðið sú, að piltar og stúlk- ur hafa gengið hér um borg- ina eins og útilegumenn til fara. Við vonumst til að geta breytt þessu til batnaðar. Mér er óhætt að fullyrða. að gæði vörunnar eru fyrsta flokks, bæði hvað efni og snið snertir, og við mui.um leitast við að halda því. Einnig munum við kapp- kosta að veita eins góða þjónustu og kostur er á. Ég hef ekkert nema gott um viðskiptavini okkar að segja. Þetta er yfirleitt elskulegasta fólk og virðist kunna því vel að geta skipt á gallabuxunum peysunni og blússunni fyrir þokkalegan klæðnað úr vönduðu efni. Ég held að það sé mis- skilningur að bendla þessa nýju tízku endilega við Bitl- ana frá Liverpool. Hún er að mínu áliti ekki annað en rökrétt afleiðing af þeirri byltingu í lífsviðhorfi, sem hefur verið að gerast frá stríðslokum. Lítum til dæmis á málaralistina, tónlistina, leiklistina og fleira og fleira. Við getum kallað þetta fyrir- brigði „pop“ eða eitthvað annað, en það er staðreynd í lífi hvers nútímamanns. Við rekumst til dæmis á greinar um þessa nýju tízku í víðlesnustu vikuritum heimsins og svo útbreidd er hún orðin, að fataverksmiðj- ur bæði í Evrópu og Banda- Framh. á bls. 38.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.