Fálkinn


Fálkinn - 27.06.1966, Side 40

Fálkinn - 27.06.1966, Side 40
Tii hreingerninga og i upphi/ottinn Heildsölubirgðir Kristján Ó. Skagfjörð Sími 24120 PANTIÐ STIMPLANA HJA FÉLAGSPRENTSMIÐJUNNIHR SPlTALASTlG 10 V.0ÐINST0RG SIMI 11640 um salviubeðum. Blöð hlynsins voru gullin, eins og nýslegin mynt. Drengur með fulla vasa fjár, með allt — „Haldið þér að þeir muni nokkurn tíma kom- ast að því hvað hann gerði við það?“ spurði hún út í loftið. Cory svaraði ekki. Hann sagði: „Er hún í glugganum sínum?" „Hún ætti að vera það,“ sagði hún. „Við létum hana þar eins og venjulega, Mr. Manson og ég, rétt áður en ég fór út. Henni þykir gott að geta horft út i garðinn — að minnsta kosti held ég það. Ég sagði Emmu að snerta hana ekki, bíða þangað til ég kæmi aftur. Það er hálf einkennilegt..Hún þagnaði til að kryfja sín eigin orð til mergj- ar og braut heilann um hvers vegna þau þyrftu krufningar við. „Hvað er einkennilegt?" Cory brosti. „Glugginn? Eða Ernrna?" Hún svaraði með semingi. „Hvorugt. Ég á aðeins við að henni er ekki um að láta snerta sig. Ég held að henni falli það ekki og við erum nokkurn veginn viss um að það er ekki vegna sársauka. En þegar ég kem aftur úr gönguferðum mínum og fer til herbergis hennar, þá finnst mér alltaf að hún hafi verið að bíða eftir mér, Eftir mér. Nærri því — ja, í ofvæni. Og ég hef aðeins stundað hana skamma hríð; það er ekki eins og ég sé gamall vinur. Ég býst við að það sé einkennisbúningurinn. Fólk virðist hafa traust á hjúkr- unarkönum." Nú hef ég ságt einhverja vitleysu, sagði hún samstundis við sjálfa sig. Cor.y hafði litið til hennar snögglega og hvasst, ög George rénndi sjón- um Sinum til himins. Eins og ég hefði gert eitthvert glappa- skot, hugsáði hún, eiiis og ég væri hálfviti. Ég skal koma þeim á aðra skoðun. „En þar fer það oft villt veg- ar,“ sagði hún rösklega. „Ég á við, að treysta hjúkrunarkonum. Ég gæti talið upp á fingrum beggja handa sögur, sem gætu fengið hárið til að rísa á höfð- inu á ykkur. Ósjálfbjarga sjúkl- ingur gegn níðingslegum eigin- manni, syni, bróður, iækni, lög- fræðingi, vini. Úr nógu er að velja. Hjálpfús kvenlegur vit- orðsmaður, einkennisbúningur úr leikhúsi. Takmark, peningar. Og þið getið reitt ykkur á ...“ Hún þagnaði aftur, hrelld. Hvers vegna tekurðu ekki föggur þin- ar og hypjar þig áður en þér verður sagt upp? hugsaði hún raunamædd. „Snargáfuð stúlka," sagði George við Cory. „Og yfir sig hrifin af Milly Sills, hjúkrunar- konu.“ Þau gengu inn um hliðið. Mrs. Manson sat enn við glugg- ann. Hún hafði séð þau fara inn í garðinn og gegnum hann, tal- andi saman. Emma hafði einnig séð þau. „Sjáum til,“ sagði Emma, „þarna koma Mr. Brucie og George Perry ásamt Miss Sills. Ég myndi segja að hún hafi farið á járnbrautarstöðina til að taka á móti þeim, heldurðu það ekki?" Emma brosti og kinkaði kolli og veifaði. Hún virtist feg- in að sjá einhvern sem gæti bros- að og veifað á móti. Og talað. Veslings Emma. Hún talaði og talaði án afláts og gat aldrei vitað með vissu hvort hlustað var á orð hennar. „Þú ert lánsöm, það ertu,“ staðhæfði Emma. „Og ég vil að þú munir eftir því og kunnir að meta það. Að hafa indæla, unga stúlku eins og Miss Sills til að hirða um þig, dóttir gæti ekki gert betur. Og Mr. Brucie Cory, sem afsalar sér glæsilegri íbúð sinni í New York til þess að koma hingað og vera þér til afþreyingar upp á gamlan kunn- ingsskap. Afsalar sér gleðskap borgarlífsins þótt við vitum öll að hann kann illa við sig í sveit- inni. Hann er líka mjög eftir- sóttur, það er hann. Hans er getið í slúðurdálkum blaðanna svo til á hverjum degi, en fallega. Mr. Brucie leggur ekki lag sitt við veitingahúsalýð; hann um- gengst aðeins blómann úr mann- fólkinu." Hún hætti að hlusta á Emmu. Það var annað sem hlustandi var eftir. Útidyrnar voru opnaðar og þau gengu yfir gólfræmuna sem var ber. Síðan gengu þau á tepp- inu. Loks heyrðust raddir þeirra. Rödd Ralphs, lágvær, bauð þau velk'omin. Síðan önnur hurð, að bókastofunni. Þau ætluðu að fá sér vínglas áður en þau kæmu uþp í hersingu, skálmiiðu- inn, ljómandi af brosum. „Hvað þú lítur Vél út! Ef þú heldur. svona áfram, vérðurðu komin ut fyrir jól!“ Út? Út hvert? Út við-'hlið- ina á Robbie. Doktor Babcock hvatti þau til að tala þannig. Hánn talaði þann- ig sjálfur, vaggaði sér fram og aftur á sterkum fótleggjunum. Þetta gerðu þau öll, vögguðu sér; þau héldu að með þvi gætu þau látið sem þeim lægi > ekk- ert á hjarta. En hún hafði séð augnaráðið, sem Babcock hafði sent Ralph daginn áður. Hún hafði haft augun nærri lokuð, eins og börn gera er þau þykjast sofa, og rýna út á milli augn- háránna. Babcock hafði litið á Ralph og hrist höfuðið. Vonlaust, hafði augnaráðið sagt. Og hann yppti öxlum og lyfti brúnum við ótalaðri spurningu Ralphs. Axla ypptingin og augabrýrnar sögðu: „Vonlaust, nema kraftaverk eigi sér stað.“ Þau biðu öll eftir kraftaverki, eftir merki um breytingu. Hún sá það í andlitum þeirra, heyrði það í röddum þeirra. Þau vissu, að hverju skyldi huga; þau ræddu um ólíkindi þess, eins og hún væri þegar dauð. Og eitt þeirra vissi hver áhrif slíkt tal hafði á hana. Ein af þeim mann- eskjum, sem komu til herbergis hennar, var hljóðléga vör um 40 FALKINN sig, beið í leyrti merkis um 'það; að hún skildi. Hún hafði lesið þessar hugrenningar í einum augum. En hún var sjálf miklu slóttugri en svo; hún gætti þess vel að láta ekkert sjást í sínum eigin augum. Ef kraftaverkið gerðist, vissi hún að hún yrði að leyna því. Við fyrsta merkið um vöðvahræringu, við fyrstu smávægilega hreyfingu fingurs, minnsta vöðva í likama hennar, myndi fréttin um það fara eins' og eldur í sinu um húsið, um' alla borgina. Og það yrði hennar bani. „Hefurðu frétt um Mrs. Manson? Sorglegt, einmitt þegar hún var að byrja að sýna merki um bata.“ Ef til vill gerðist það áður. 1 ofboði, í skyndilegu of- boði... Hún horfði á værðarvoðina, á kögrið, sem lá yfir hnjám henn- ar. Hún horfði á það þar til hana sveið í augun. „Emma,“ ákall- aði hún hana í hljóði, „Emma .. “ „Nei, hvað hefurðu nú út á ábreiðuna þína að setja?" sagði Emma vandlætandi. „Ég segi það satt, þú horfir á hana eins og þú viljir helzt éta hana með augunum! Gæti það þýtt að þér sé kalt? Nei, þér er hlýtt á and- litinu. Leyfðu Emmu að finna hendurnar á þér. Þarna kom það, þér er ískalt á höndunum. Jæja, við skulum gera þeim hreiður í ábreiðunni. Svona. Æ, veslings Miss Nora mín. Æ, veslings frú mín.“ Nú voru hendur hennar huld- ar, enn var lánið með henni. Eða var það eitthvað annað? Gat hún flutt hugsanir sínar til Emmu, látið hana hugsa það sem hún vildi að hún hugsaði? Góða, ein- falda og barnalega Emma og hinn góði, óbrotni hugur henn- ar. Var mögulegt að hennar eigin hugur gæti stjórnað hugsunum Emmu? Einbeittu þér! Ef þú getur það, er ekki að vita hverm ig fer. Ef þú gætir látið Emmu koma og fara, gætirðu fengið að vera einsömul stundarkorn. Ein- sömul þegar þú þarfnast þess. Einsömul þegar sá tími kem- ur... Hugsaðu ekki um það núna, hún er að horfa á þig. Lokaðu augunum. Einhver hefur* sagt, að augun séu speglar sál- arinnar. Ef svo er, þá lokaðu þeim. Þykkt kögrið, vænt, þykkt kögrið lá í lófa einnar hulinnar handar. Hún lét aftur augun og hugsaði um það þar sem það lá, hrædd við að reyna neitt ákveðnara en draum. Þau komu inn, öll fjögur, um dyrnar sem voru utan við hálf- hring sjónsviðs hennar, öll fjög- ur og fimmti maður. Ralph, Brucie, George Perry, Miss Sills og einn til. Hún lokaði dyrum i huga sér; hún hafði verið á ferðalagi, skríðandi fet fyrir fet, jafnvel gangandi í draumheirrit sínum. Þegar þau stikuðu yfir hérbergið og stilltu sér Upp í röð fyrir framan stól hennar, sá hún hver sá firnmti var. Doktor Babcock. Hún reyndi áð

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.