Fálkinn


Fálkinn - 27.06.1966, Page 43

Fálkinn - 27.06.1966, Page 43
A l'JGL YSIR Stefna okkar er: „Allt á unga fólkið þaðan sem tízkan kemur hverju sinni“ Nýjar vörur í hverri viku beint úr Carnaby-Str. London Skoðið í gluggana KARNABÆR TÝSGÖTU 1 - SÍMI 12330 • Leikið f jórhent Framh. af bls. 41. mjólk. Ekkert annað, aðeins romm og mjólk, með ofurlitlu mú.skati. Hún hefði mátt vita að það yrði ekkert annað. Eitur myndi vera fáránlegt, óskynsam- legt. Emma íöndraði með sauma- körfu sina og sagðist vera að fara. „Verð að sjá um að al- mennilega verði iagt á borðið. Doktor Babcock ætlar að borða með okkur. Hann bauð sér sjálf- ur er ég sagði honum að það væri steik. Þú færð líka steik, þú verður með í veizlunni. Ég skal sjálf skera hana niður í smátt, mjög smátt. Góða steik, svo þú íáir krafta. Hvað vantar þig, Miss Nora? Æ, góða, segðu Emmu hvað þig vantar. Ég finn að þú ert að biðja.“ Einbeittu þér. Af öllu afli, öliu afli. Ábreiðan, ábreiðan yíir hendurnar, báðar hendurnar. Kögrið. Þau horfðu öll á hana, þau þyrptust að stóinum, borfðu á hana, á Emmu, á hvert annað. Doktor Babcock sagði: „Emma, “ég er hræddur um að þú verðir að fara nema þú ...“ Emma galaði. „Ég veit það. Þið skuluð ekki segja mér hvað á að gera og hvað á ekki að gera! Það eru hendurnar á henni! Sjáið hvernig hún horf- ir á þær! Hún viil láta breiða yfir þær, láta vefja þessari gömlu værðarvoð um þær. Ég komst að því í dag, og ég gr enginn iæknir. Þær verða kaldar, af hreyfingarleysinu, ef svo má segja. Það iiggur í hlutarins eðli — það þarf ekki háskóia- próf til að skilja það. Svona, vina mín, greinda, fallega vina mín." Hún lét aftur augun vegna þess að léttirinn var nærri óbæri- legur. Það tókst, ég get látið hana gera eins og ég vil. Kögrið var þykkt og stinnt milli hulinna fingra hennar. Láttu sem þú sofir, láttu sem þú sofir, og ein- beittu þér. Akið stólnum hennar að eld- inum og iátið hana í friði um stund.“ Emma, ákveðin og hroka- full í sigri sínum. „Henni líður vel nálægt eldinum, þegar hún veit að þið eruð öll hjá henni. Ekkert hávært tai eða hiátra- sköil og sleppið öllum illkvittnis- legum skritlum Umkringd ást- vinum sinum í hlýjunni, þannig líður henni bezt.‘‘ Miss Sills: „Hver er eiginlega hjúkrunarkonan hér? Leyfið mér að sjá skilríki yðar, frú.“ Lágvær hlátur. Stóllinn henn- ar á hreyfingu, hitinn eykst, dyrnar lokast á eftir Emmu, hinir stólarnir dregnir hljóðlega saman, brestur í kolum i ofn- inum, glamur í ismolum við gler. Lágværar raddir tala um fót- knattleik. _Hún þurfti ekki að hlusta á það. Hún gat látið hug- ann reika og tekið aftur upp þræðina. Or þráðunum yrði ofið mynstur og í mynstrinu sæjust myndirnar. Daginn sem hún keypti glös- in með veiðimannamyndunum, var Fimmtatröð allar veraldar- innar götur á einum stað; dag- urinn allir septemberdagar sam- einaðir. Hún mundi eftir að stinga i töskuna sína poka með korni handa dúfum St. Patricks og hún skildi bilinn eftir á bíla- verkstæði vegna þess að hún vildi heldur ganga. Einu sinni kom hún auga á spegilmynd sína í gluggagleri og vatt upp á sig eins og ung stúlka. „Ég sýnist þrítug," sagði hún við sjálfa sig, „og þvi ekki það? Hinar konurnar eiga engar neitl nema máluð andlit og elskbupa en étr á Palob og Robbie!" Það var enn of snemml t'1 að borða hádegisverð. Robbie gat ekki komið fyrr en klukkan eitt. Það var íjarstæða, og hún hafði sagt Ralph það; þegar banki er sama sem fjöiskyldufyrirtæki, þá ætti að vera hægt að hliðra til fyrir unga herranum. En Robbie vildi ekki láta haga því þannig. Hún hafði einu sinni spurt hann hvers vegna hann ynni svo mikið og hann hafði svarað þvi til að það væri vegna þess að hann hataði það. „Þú ert hræðilega samvizkusamur," hafði hún sagt. „Þú hefur það frá mér veslingur, en ég skal bæta þér það upp.“ Er hún gekk upp eftir Fimmtu- tröð, hugsaði hún sér að koma honum á óvart. Hún ætlaði að segja honum,. að hann þyrfti ekki að vinna í bankanum nema til áramóta. Þá myndi Ralph og Brucie vera orðið ljóst að hann væri ekki iatur. Hún ætlaði að segja honum, að hann gæti far- ið til útlanda og skrifað. Þessir unglingar, sem vildu fá að skrifa! Það var annað hvort vinstri bakki Signu eða andleg ófrjósemi. Það var ti) einskis að seg.ja þeini að þau hefðu á röngu að standa, til einskis að segja þeim að eldhúsborð i Brooklyn og pappírshlaði væri rithöfundi nóg. FALKINN 43

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.