Fálkinn


Fálkinn - 27.06.1966, Side 50

Fálkinn - 27.06.1966, Side 50
iese /M', SeCm* '4/ QU ao □ □ OD Einangrunargler Framleitt einungis úr úrvals gleri — 5 ára ábyrgð. Pantið tínianlega. K0RKIDJ4IX1 H.F. Skúlagötu 57 — Sími 23200. W fPTl-J SKARTGRIPIR LIWU^^ trúlofunaphrlngar HVERFISGÖTU IB SÍMI 2-1355 TRÚLOFUNAR ULRICH FALKNER ouilim LÆKJARGÖTU 2 2. H/8D með öðru. Stundum hefur tekizt að lækna það.“ „Er það svo? Jæja, það þykir mér gott að heyra.“ Hún gekk út að glugganum, virti fyrir sér blómstruð glugga- tjöldin og dáðist að mynstrinu. „Þetta voru góð kaup,“ sagði hún. „Ég er slyng að verzla." Regndroparnir buldu mjúklega á glerinu. Hún barði á rúðuna með litlum, velsnyrtum fingrum. „Pabbi þinn fór í bíó. Eins og veðrið er í kvöld, hlýtur hann að vera genginn af vitinu. Eða veikur úr leiðindum. Ég spurði hann hvort heldur væri og mér virtist hann eiga bágt með að ráða það við sig. Undarlegur maður.“ „Honum geðjast að rigning- unni,“ sagði George. „Honum þykir gott að ganga úti í henni.“ „Jörðin er gegnsósa." Hún raulaði og barði í rúðuna, rýndi út í dimman, regnvotan garð- inn. Því næst: „George, ljósin eru kveikt í herberginu hennar. Hvers vegna, á þessum tíma sólarhringsins?" „Nuddarinn. Hann kemur á þessum tima. Hún sefur á eftir.“ „Svefnlyf, auðvitað." „Jamm.“ Hann leit upp úr bók- inni, hrökk upp við óvænt hljóð- ið í gluggatjaldahringjum, sem dregnir voru eftir stönginni. „Hvað gengur nú á?“ spurði hann vinsamlega. „Ég var ánægður með þau eins og þau voru. Mér finnst gaman að horfa út.“ „Það er ekkert að sjá.“ „Það er það vissulega. Rign- ingin. Mér geðjast að henni, eins og gamla manninum." „Hún er ömurleg. Og hér er dragsúgur. Þessir gluggar hafa aldrei verið þéttir. Húsið er hrákasmíð frá upphafi, en hvað get ég gert? Pabbi þinn er ánægður meðan ekki lekur á hann í rúminu ... Þessi stúlka fór út fyrir stundarkorni, George. Ég sá hana úr eldhúsgluggan- um. Ég held hún hafi einnig séð mig. Hún kom kringum hús- ið og leit hingað upp. Svo hrað- aði hún sér burt.“ „Nafnið er Sills, mamma. Miss eða Milly, hvort sem þú vilt heldur." „Svória, George, það er engin þörf fyrir þetta heiftaraugna- ráð. Þú þekkir mitt viðhorf. Hún er ekki — hún hæfir þér ekki. Það hefur verið vel að þér búið á allan hátt, ég hef séð fyrir þvi, og þú getur þakkað mér fyrir bað. Ég held satt að segja að það yrði minn bani ef þú færir að fleygja þér í fangið á venjulegri...“ „Rólega, Mater. Hvernig lik- ar þér að vera kölluð Mater? Svona er að vera vel menntaður." Har.n setti strax upp iðrunar- svip. „Heyrðu, mamma, ég er með tannpínu, ég er ekki í skapi til að tala. Hlauptu nú og leiktu þér og vertu góð stelpa." „Reyndu ekki að fara kring- um mig með svona tali. Ætl- arBu að laumast út og hitta hana á eftir?“ „Mér hafði ekki dottið það í hug, en þar sem þú ert nú búin að koma hugmyndinni á fram- færi „George! Ég get ekki ímynd- að mér hvert þessar stúlkur fara á kvöldin. Klukkan var nærri hálfníu þegar hún fór út. Ég verð að segja að mér finnst það kynlegt." „Það vill svo kynlega til, að þetta er fríkvöldið hennar. Venjulega fer hún að heimsækja móður sína. Hún lætur sér mjög annt um móður sína. Og faðir hennar, sem því miður er dáinn og getur ekki talað fyrir sér sjálfur, var heiðvirður háskóla- borgari. Nú veiztu alltsaman. Svo hvernig væri nú að ég byði Miss Sills hingað einhvern dag- inn? Hún á líka frístund eftir hádegið." „George, góði bezti!" „Nú, hvers vegna ekki? Ég skal stinga þvi að henni að fara í Sophie módelkjólinn og þú munt ekki geta þekkt hana frá hefðarmey." Hann var vel ánægður þegar hurðinni var skellt á síðustu orð hans. Um stund lá hann kyrr á sama stað, teygði úr löngum fótleggjunum og starði upp í loftið, þuklaði auman vanga sinn með bölsýnum fingri. Svo stóð hann upp, og gekk fram gang- inn að meðalaskápnum í bað- herberginu. Bakstrarnir voru þar — alltaf var allt á þeim stað er hún sagði að það myndi vera. Hann lagði einn þeirra yfir verkjandi tönn- ina, hló við sjálfum sér í spegl- inum og sneri aftur til herbergis síns. Þar dró hann gluggatjöldin frá, lyfti upp glugga og stóð og horfði út í rigninguna og nætur- myrkrið. Langt fyrir handan garðana sáust ljósin við götu Mansons eins og keðja af óskýr- um, gulum geislabaugum. Um- ferð var sama og engin; einstöku bifreið læddist gætilega yfir hált malbikið og hvarf milli trjánna i rigningarmóðunni og ljósin sem afmörkuðu verzlunarhverfið hinum megin við skemmtigarð- inn. Regnið hékk eins og tjald fáeina þumlunga frá andliti hans; honum fannst sem hann myndi geta lyft því frá með hendinni og horft í gegn á eitthvað, sem nú væri hulið. Framh. í næsta blaði. 50 FALKINN

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.