Ljósberinn - 01.07.1942, Qupperneq 28
112
LJÖSBERINN
FJÓRTÁNDI KAFLI.
Stígur var í mjög' einkennilegu skapi,
þegar það réðist svo, að þau sk*ldu fara
í heimsókn til Falks ofursta seinni hluta
dagsins.
Hann haíði í fyrstu hugsað sér, að pabbi
lians ætti að hjálpa Henny. En þegar Stíg-
ur var búinn að segja honum frá henni
og hafði með því vakið áhuga föður síns,
sem sérstaklega haf'ði beint athygli sinni
að þess háttar sjúkdómum, varð það úr,
að Bang læknir heimtaði, að bæði Stígur
og Elsa skyldu fara með honum, og aö
Stígur skyldi segja »sögu sína« sjálfur og
ástæðuna tii þess, að hann hefði »siglt
undir fölsku flaggi«.
Og’ þó að þetta hefði reynst auðvelt hjá
Júlíu frænku, þá fannst Stíg samt afar
óþæg'ilegt að eiga það fyrir höndum hjá
Henny og föður hennar.
Þeim þremur varð því eigi skrafdrjúgt
á leiðinni til ofurstans. Hermaðurinn opn-
aði hliðið fyrii’ þeim, og þar eð læknirinn
og Stígur. gengu á undan, spjallaði hinn
p;óði »42« við Elsu, sem hann hélt að væri
gamli kunningi sinn, og Elsa hafði garn-
an af að láta hann lifa í þeirri trú.
Játningar-raunin gekk þó- betur, en bú->
i'st var við. Ofurstinn skellihló að öllu and-
streymi og óhöppum Stígs, og- Henny var
alveg í loftinu yfir þessum ævintýralegu
atburðum, að systir skyldi hafa orðið að
bróður. Hún hafði til þessa aldrei lifaö
annað eins.
Meðan Stígur og Elsa spjölluðu glaðlega
við Henny úti á svölunum, héf Bang' lækn-
ir máls á því við föður hennar inni í stof-
unni, hvort hann mætti ekki fá að taka
Henny til læknismeðferðar, en þetta var
viðkvæmt málefni og' erfitt.
Ofurstinr, var í fyrstunni mjög tregur
til ]?essa. Hann skýrði frá því, að fyrst eft-
ir áfalli'ð hefði læknirinn gefið upp alla
von með hana, af því h,ann hélt, að mæn-
an hefði s'kaddast, og því næst, hvernig
hún smám saman hefði styrkst aftur, en
var svo í sífellu pínd og kvalin með ein-
tómum rannsóknum og tilraunum með aö
láta hana reyna að stíga í veika fótinn,
en það h.vorki gat hún né þorði.
En allar mótbárur ofurstans strönduðu
á þrálátri bejðni læknisins um að fá að
skoða barnið. Hann lofaði því, að ef ekk-
ert væri við þessu aí^ gera, skyldi hún
ekki verða ónáðuð nema í þetta eina, sinn.
Loksins stóð ofurstinn upp og fylgdi lækn-
Snum inn ril Henny.
Lækniri'nn var sérlega laginn að um-
gangast börn og nú var það alveg eins
Cig fjórði' maður bættist við í kátan hóp-
inn, og loksins drap hann á, eins og’ i
spaugi, að eiginlega gæti það nú verið gam-
an að líta á þessa mjöðm, sem hinir lækn-
arnir hefðu sagt að væri alveg ófær, og að
þó það væri bæði gott og' skemmtilegt að
sitja hérna á svölunum innan um rósii',
þá væri þó ennþá skemmtilegra að ganga
um í garðinum. Henny horfði á föður sinn
og sagði, að svona skemmtilegur læknir
gæti nú reyndar feng'ið að líta á mjöðnr-
iha — hvað sem öðru liði. Læknirinn hafði
spurt hana út um tilfinnmgar hennar og
líðan í veika fætinum, og það kom alveg
heim við það, sem hann hafði vænst.
• Ofúrstinn stóð upp og var mjög fölur
af geðshræringu, en hann brosti til Henny
og sagði, að úr því hún sjálf vildi þetta,
þá skyldi það svo vera. Svo hringdi liann
á ráðskonuna. Systkinin fóru út í garð-
inn, og læknirinn skoðaði nákvæmlega
mjöðmina á Henny.
Þegar.búið v.ar að kalla á Stíg' og Elsu
inn aftur, hló Henny til þeirra og sag'ði,
að það hefði ekkert verið; pabbi þeirra
hefði tekið svo létt og gætilega á sér, að
hún hefði næstum ekkert fundið til.
»Eg h.efi nú sag't ofurstanum«, sagði
læknirinn, »að mjöðmin á Henny sé úr liði.
Það var hún líka á drengnum hans Jens
smiðs, og þú, Stígur, hafðir því getið
rétt til. Þess vegna ættir þú nú að flýta
þér að leggja niður þína hræðilegu leti
og leitast við að verða einhvern tíma dug-