Tímarit iðnaðarmanna


Tímarit iðnaðarmanna - 20.12.1941, Blaðsíða 5

Tímarit iðnaðarmanna - 20.12.1941, Blaðsíða 5
Jólahefti Tímarits iðnaðarmanna 1941 Sigurgeir Sigurðsson biskup: FRELSARINN FÆDDUR „Fæddi hún þá son sinn frumgetinn, vafði hann reifum og lagði hann í jötu“ (Lúk. 2, 7). Koma Jesú Krists í þenna heim minnir oss hetur en allt annað á kærleika Guðs til vor mannanna. Jólin koma og segja við oss: „Ver- ið óhræddir“. Guð vakir yfir oss í ást sinni og veitir oss líkn sína og miskunn, þegar vér þurfum mest á að halda. — Mennirnir á jörðu búa um þessar mundir við miklar þrautir. En það er til líkn í hinni stóru þraut heimsins. Frelsarinn er fæddur, og þar sem hann er, eru allar vorar vonir. Vér skiljum það betur nú en nokkru sinni áður, hve mikilvægur lcær- leikurinn er í lífi kynslóðanna. Kærleikurinn er sterkasti hljómurinn i boðskap Jesú Krists. „Guð er kærleikur“. „Án kærleiks sjálf er sólin köld“, sagði skáldið. Nú er kalt í þessum heimi, af því að mennirnir daufheyrðust við kærleiksboðskap Krists. Þess vegna eiga þúsundir heimila og miljónir einstaklinga nú um sárt að binda. Jólanóttin fyrsta, er birta drottins Ijómaði um Betlehemsvelli, var dýrðleg nótt, hún var bjart- asta og heillaríkasta nóttin í sögu mannsand- ans, þótt þá vissu engir, hvað var að gerast, nema nokkrir fátækir fjárhirðar. Þegar vér hugsum þangað, þá er eins og tífið allt verði b jart. Hann kom fram og tók að kenna. Margir undruðust, margir glöddust. Boðskapur lians virtist eiga ómgrunn í hjörtum þeirra, sem harðast höfðu orðið úti í lifinu. Hinir særðu læknuðust, hinir sorgbitnu hlutu huggun, hinir veiku nýjan mátt, hinir syndugu nýja von um fyrirgefning Guðs og náð. Við fætur hans var friður. Hver var hann, þessi maður, sem gjörði hin mörgu kraftaverk? spurðu ýmsir. Er hann ekki smiðurinn, sonur Maríu og bróðir Jakobs og Jóse og Júdasar og Símonar? Og eru ekki systur hans hér hjá oss? Jú, þannig var það einmitt. Hann lítillækk- aði sig og kom fram sem maður, til þess að geta sem bezt starfað fyrir oss, sýnt oss elsku sína og látið oss skilja liinn dásamlega boð- slcap, sem hann flutti oss, og þannig látið alla, sem áttu mannlegar tilfinningar, njóta bless- unar af lifi sínu og starfi. t>að er fögur saga, er Marteinn Lúther segir frá, af góðum biskupi, sem bað Guð þess að opinbera sér eitthvað meira um æsku Jesú en Ritningin hefði að geyma. Að lokum dreymdi hann draum. Hann sá trésmið vinna með sög sinni, hamri og hefli, alveg eins og hvern ann- an trésmið, og við hlið hans lítinn svein, sem tíndi upp tréspænina. Síðan kom kona ein fögur og yndisleg og kallaði þá báða til mið- degisverðar. Allt þetta sá biskupinn í draumi sínum og sjálfan sig standa fyrir utan dyrnar. En hinn ungi sveinn tók eftir honum og kall- aði upp: „Hvers vegna stendur þessi maður þarna? Á hann ekki að koma og neyta þessar- ar máltíðar með okkur?“ Um leið og biskup- inn heyrði þessi orð í draumi sínum, vaknaði hann. Þessi fallega draumsögn hefir i sér fólginn djúpan sannleika. Jesús Kristur þráði að láta alla öðlast þau gæði, sem hann flutti heimin- um, kærleika hins góða Guðs, líf og sáluhjálp. * * * Mættu jólin nú að þessu sinni flytja frið og blessun inn í þenna dapra heim og láta boðskapinn um fæðingu frelsarans gagntaka hjörtu vor allra. 1 þeirri bæn bjóðum vér hvert öðru GLEÐILEG JÓL! 3 L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.