Tímarit iðnaðarmanna


Tímarit iðnaðarmanna - 20.12.1941, Blaðsíða 44

Tímarit iðnaðarmanna - 20.12.1941, Blaðsíða 44
Jólahefti Tímarits iðnaðarmanna 1941 Giiðmundur kom inn. „Hvað er nú þetta?“ sagði gamli kóngurinn, „mér sýnist ekki betur en þeir séu tveir.“ „Það kemur til af því, að yðar liátign er syf j- uð,“ svaraði hirðþjónninn, sem næstur stóð. „Það er ekki satt,“ svaraði kóngurinn og brást reiður við. „Haltu þér saman og segðu mér svo, livað þessi náungi kann. Blæs hann líka á bljóðpípu?“ „Hann kann alla lesbókina og bálfa landa- fræðina utanbókar,“ svaraði þjónriinn. „Hann ætlar að þylja.“ „Æb,“ sagði gamli kóngurinn og fór brollur um hann. „Náðu i títuprjón, ég er að verða eitthvað svo einkennilegur yfir böfðinu.“ Hirðþjónninn náði í gulltítuprjón, en aum- ingja gamli kóngurinn dró að sér fæturna, því að honum þótti svo vont að láta stinga sig með tíluprjónum. „Þú mátt ekki stinga mig nema í ýtrustu nauðsyn,“ sagði bann og glennti upp augun. „Og láttu svo strákinn fara að þylja.“ „Hvort á ég heldur að byrja á lesbókinni cða landafræðinni?“ sagði Guðmundur og lmeigði sig ósköp hæversklega. Prinsessan settist upp. „Hvað beitir böfuðborgin á tunglinu?" sagði liún. „Ég er ekki kominn svo Iangt í landafræð- inni, yðar bátign," sagði Guðmundur og hneigði sig nú hálfu dýpra en áður. „Hvað er langt héðan til Parísar?“ spurði prinsessan. „Það er. .. . ja, ég veit það ekki, yðar bátign,“ sagði Guðmundur og titraði í hnjáliðunum. „Út með þig,“ sagði prinsessan, og hermenn- irnir tóku í skankana á honum og sveifluðu bonum út fyrir dyrnar. Nú kom Gvendur inn. „Góðan daginn, gamli kóngur! Góðan dag- inn, fagra prinsessa! Það er reyndar sagl um mig, að ég kunni ekkert, en samt held ég, að mér muni takast að svæfa prinsessuna, en auð- vitað verður bún þá að bætta að velta sér i hundrað svæflum um hádaginn. Það kemur manni í slæmt skap, svei attan. Nei, prinsess- an verður að liypja sig á fælur og koma með mér.“ „Er manngarmurinn geggjaður eða hvað?“ sagði gamli kóngurinn og glaðvaknaði. „Heyrðu nú,“ sagði prinsessan. „Ég skal koma með þér, ef þú getur svarað þremur spurningum, sem ég ætla að leggja fyrir þig. En getir þú ekki svarað þeim, verður þér varp- að í svartliolið fyrir montið og merkilegheitin. Heyrðu! hver er fríðasta stúlkan í heiminum?“ „Það ert þú sjálf,“ sagði Gvendur og hneigði sig fallega fyrir prinsessunni. „Rélt er það, drengur minn,“ sagði gamli kóngurinn, en prinsessan stokkroðnaði al' gleði. „Hver er þá voldugasti maður beimsins?“ sagði prinsessan. „Það er gamli kóngurinn þarna,“ sagði Gvendur og lineigði sig aftur. „Gott, ágætt!“ sagði gamíi kóngúrinn, en leit undan um leið, því að það var ekki laust við, að hann væri feiminn við að vera voldugasti maður heimsins. „En hver er þá liamingjusamasti maður i heiminum?“ spurði prinsessan. „Það verð ég sjálfur, þegar ég er búinn að svæfa prinsessuna,“ sagði Gvendur, „og það skal ekki standa á því, að mér takist það. Gerið þið svo vel og komið þið bara með mér, svo skul- uð þið sjá.“ III. Nú var öllum kóngsvögnunum ekið fram. Hirðmeyjarnar komu allar með. Gamli kóngur- inn tók ofan gullkórónuna og setti upp der- húfuna sina. Hann ætlaði líka að fara. Her- mennirnir seltust á hestbak. Svo lagði öll hers- ingin af stað heim til Gvendar. „Hvað á nú að gera?“ sagði prinsessan ósköp bnuggin, þegar þangað var komið. „Þú átt bara að smala kindunum hans pabba, þær eru ekki nema hundrað og þú átt að halda þeim á beit þarna yfir á Sauðhæðunum.“ Prinsessan fór að hágráta. „Það þýðir ekkert að vatna músum, heillin mín,“ sagði Gvendur. Aumingja prinsessan lagði nú af slað með féð, og gamli kóngurinn staulaðist á eftir. Hirð- meyjarnar og hermennirnir þrömmuðu svo þar á eftir. Það ætlaði allt að horfa á, en ekki mátti það bjálpa til. Prinsessan bljóp, þegar kindurn- 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.