Tímarit iðnaðarmanna


Tímarit iðnaðarmanna - 20.12.1941, Blaðsíða 34

Tímarit iðnaðarmanna - 20.12.1941, Blaðsíða 34
Jólahefti Tímarits iðnaðarmanna 1941 Arnór Sigurjónsson Oiamg eírsmíður og kcrin hans prji'i Kínverkst æfintýri endursagt Chang eirsmiður sat þungt liugsandi með leir í liöndum úti fyrir smiðju sinni. Borgarstjór- inn hafði hoðið lionum að gera það Völundar- smíð, er mætti verða Yan keisara verðug gjöf. Að þremur mánuðum liðnum skyldi guði regns- ins haldin þakkarhátíð fyrir það að láta regnið falla, ána flæða, gefa moldinni magn frjósem- innar og mönnunum hrauð. Á þessa jiakkar- liátíð ætlaði keisarinn mikli, Yan, að koma á leið sinni ofan með Gula fljótinu. En fyrst liann ætlaði að verða svo náðugur að koma, varð að gefa honum þvílíka gjöf, að lionum rynni lilýr liugur til borgarinnar og — því ekki það? — borgarstjórans sjálfs. Chang var hezti eirsmið- urinn i borginni og þó að viðar væri leitað. Chang steypti eirskálar sínar, eirker og eir- myndir og neytti lil þess furðulegrar hug- kvæmni. Stundum gerði hann myndir af dýr- um, t. d. froskum eða fiskum, svo vel, að þær voru eins og dýrið sjálft lifandi. Hann hafði fundið upp þá aðferð við þetta, að hann drap þessi dýr með eitruðu gasi frá smiðjueldi sín- um. Síðan smurði liann þau þunnu lagi af mjúk- um Ieir, þar eftir öðru lagi, og svo hverju lag- inu utan yfir annað eftir þvi sem leirinn storkn- aði og harðnaði, þangað til komið var sterkt og öruggt mót. Svo gerði liann ofurlítið gat á mótið, og setti það síðan í eldinn. Þá varð þetta fórnardýr hans að ösku. Öskuna hristi hann út úr mótinu og hellti síðan í það bræddum eiri. Þegar eirinn var storknaður, braut liann mótið, en eftir varð eftirmynd dýrsins. Þessa aðferð var ekki unnt að nota nema við það að gera myndir af smádýrum, helzt fisk- um og froskum. Ef Chang vildi gera myndir 32 af mönnum eða af hugmyndum sjálfs sin, varð hann að liafa aðra aðferð. Þá mótaði hann myndina fyrst í leir, lmoðaði leirinn og strauk, þar til hann varð ánægður með myndina. Eftir það gerði hann mót utan yfir hana á líkan hátt og fyrr, nema að einu leyti algerlega fráhrugð- ið. Leirinn varð ekki brenndur innan úr mót- inu eins og fiskur eða froskur. Því varð mótið að vera í tveimur helftum, sem taka mátti sundur og setja aftur saman, svo að vel félli. Þá var hægt að ná leirmyndinni út og liella síðan bræddum eir í mótið. Þetta var miklu vandasamara. Chang setti ekki fyrir sig smávegis vanda og erfiði. En i þetta sinn var honum meiri vandi á höndum en svo, að liann saéi, livernig vandann ætti að sigra. Chang hafði nefnilega ekki doltið í hug, hvernig sú gjöf, sém keisaranum væri makleg, mætti vera. Hér dugði ekki vel gerður froskur, eða fiskur, og jafnvel ekki fugl. Slíkt var allt of venjulegt, jafnvel borgarstjórinn átti marga því- líka gripi svo góða, að Chang treysti sér ekki lil að gera þá betri. Gjöfin, sem keisaranum yrði færð, þurfti að vera alveg sérstök í sinni röð. Um kvöldið gekk hann á fund borgarstjór- ans, Ho-wungs, hneigði sig og mælti: „Hvernig er keisarinn, Yan, og hvernig á gjöfin, sem lionum verður færð, að vera.“ Ho-wung, sem var að súpa teið sitt, setti þunnan tebollann á horðið og svaraði: „Vita mátt þú, ófróður maður, að Yan keis- ari er sonur liiminsins og mestur allra keisara, sem uppi hafa verið, að undanteknum keisur- unum þremur, Fu-hi, ShÖn-ung og Huang-ti,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.