Tímarit iðnaðarmanna


Tímarit iðnaðarmanna - 20.12.1941, Blaðsíða 41

Tímarit iðnaðarmanna - 20.12.1941, Blaðsíða 41
Jólahefti Tímarits iðnaðarmanna 1941 „Innan úr bögglinum kom rúmfjöl, snilldarvel gerð“. „Ásmundur er að koma, niamma," sagði hún, og Gunnhildi fannst eins og glaða sólskin i mál- rómi hennar og fótataki, er hún liraðaði sér fram til dyra. En Gunnhildi var þungt fyrir brjósti. Nú var allt afráðið. Ásmundur barna- kennari bafði komið slcömmu eftir að hún fór til messunnar á Grundum, og beðið hana um hönd Snjólaugar. Ef öðruvísi hefði staðið á, mundi henni liafa geðjazl vel að þessum unga manni. En hún gat ekki ennþá að fullu fellt sig við þá hugsun, að hann ætti að verða tengda- sonur bennar. En nú var þetta fullráðið og ekki mátti áhyggja hennar skyggja á gleði Snjó- laugar, yngsta barnsins hennar, sólargeislans á lieimiJinu. Hún andvarpaði þungt, og kepptist við vinnu sína. Þegar húslestri var lokið á Efra-Núpi á jóla- nóttina og allir voru að setjast við kaffiborðið, þar sem jólagjöfunum Iiafði verið komið fyrir í fallegum hlaða á einu horninu — gekk Ás- mundur kennari fram og sótti eittlivað aflangt, vafið innan í bréf, og rétli það húsfreyjunni, þögull og prúður. Gunnhildur varð liálfráðalaus og forviða, þakkaði og lagði gjöfina hjá liinum. Bögglarnir voru aldrei opnaðir fyr en búið var að drekka kaffið. Hálfféimin rakti húsfreyjan utan af langa bögglinum sínum, um leið og liitt fólkið. Inn- an úr Iionuin kom rúmfjöl, snilldarvel gerð, og vers eftir Hallgrím Pétursson, með höfða- letri, lukti um útskurðinn i fögrum línum. Gunnhildur lnisfreyja kunni að lesa þetta forna letur, sem var grafið á hornspænina og brauðmótin í hennar ungdæmi, og las nú ó- hikað: „Fólk mitt og hús fel ég, Jesús, forsjón og verndan þinni. Höndin þín trú, herra Jesú, hún gevmi nú hvert eitt guðsbarn hér inni“. Fólkið lilustaði af fjálgleika og tárin komu fram í augu gamla .Tóns ráðsmanns. Gunnhild- ur gekk til Ásmundar og rétli lionum hönd sina á ný, en nú var hvorki hik né þvingun í liand- taki hennar. Hann brosti af einlægni. Og nú sá Gunnhildur húsfreyja, að hönd hans var ó- venju fögur og að enni hans var einkennilega fallegt og bjarl, eins og frá því stafaði endur- skini af geislum guðs blessunar. Hulda. 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.