Tímarit iðnaðarmanna


Tímarit iðnaðarmanna - 20.12.1941, Blaðsíða 23

Tímarit iðnaðarmanna - 20.12.1941, Blaðsíða 23
Jólahefti Tímarits iðnaðarmanna 1941 ber grútartýra, en kveikurinn var áður fyrr fífa, en seinna snúinn úr líni. A tyllidögum og hátíðum, svo sem jólunum, var lil liátíðabrigðis kveikt á tólgarkertum, sem steypt voru í þar til gerðum mótum. Á jólunum féklt hver heim- ilismaður sitt kerti, stundum tvö, sem honum voru færð með jólamatnum, samanber hina gömlu vísu: Það á að gefa hörnum hrauð að híta í á jólunum, kertaljós og klæðin rauð svo komist þau úr bólunum. Seinna komu olíutýrurnar og olíulamparnir til sögunnar. Týrurnar voru notaðar i fram- hýsum og útihúsum við kvöldstörf, en á olíu- lömpunum var, og er ennþá víða í sveitum liér á landi, kveikt i baðstofunni að loknum rökkur- svefni, en svo kallaði gamla fólkið dúr, sem það fékk sér í skammdeginu seinni hluta dags, áður en kveikt var í baðstofu. í gömlu kirkjunum var kveikt á kertum á altarinu og stundum var Ijósahjálmur, einn eða fleiri, með kertaljósum um miðja kirkju, ]iví að ekki mátti vera dimmt í kirkjunni. Nú á dögum má segja, að rætzt hafi goð- sögnin um Promeþeif, sem náði eldinum frá guðunum. Stór vatnsföll eru beizluð og orka þeirra leidd svo tugum kílómetra skiptir til kaupstaða þessa lands. Nægir í því sambandi að benda á Sogsvirkjunina með leiðslu til Reykjavíkur og virkjun Laxárfossa, þar sem raforkan er leidd til Akureyrar. Og ef lieimur Altari háskólakapellunnar. í stað altaris- töflu eru sjö stúr rafmagnskerti á lágum stjaka. Annarsstaðar sjást ekki tjós í þessari litlu, en yndislegu kirkju. Hvelfingin er lýst með ósýnilegum rafmagnslömpum. Akureyrarkirkja. í kórboganum hangir kross úr silfurbergi, sem lýstur er með miklum fjölda rafljósa. Öll kirkjan er uppljómuð af rafmagnsljósum og til þess var varið miklu fé. ferst ekki í þeim Surtarloga styrjaldarfárs, sem nú geisar um heiminn, er víst um það, að heilar sveitir og sýslur verða raflýstar og hitaðar upp með rafmagni í tiltölulega náinni framtíð. Og víða í sveitum landsins eru þegar komnar ofur- litlar einkarafstöðvar fyrir heimilið. Alls staðar er mannsandinn og mannshöndin að verki. Það er í senn furðuleg og fögur sjón að koma um dimmt kvöld ofan af reginheiðum og sjá yfir raflýsta horg. Allt virðist vera eitt logandi ljóshaf. Þegar nær kemur greinast ljósin i sundur. Sumt eru götuljós, sumt ljós í gluggum íhúða eða verzlana. Um jólaleytið eða rétt fyrir jólin er ljósadýrðin mest. Þá er hjart í hverjum krók og kima í verzlununum og úti í gluggun- um eru marglitar ljósaperur, sem varpa ævin- týrabjarma yfir margskonar jólavarning. Verzl- unarhyggjan liefir haft lag á því, að taka raf- ljósin í þjónustu sína. Gluggarnir eru ljósum skreyttir, til þess að lokka vegfarendur að verzl- ununum, enda má sjá fjölda fólks flykkjast að gluggum þeirra verzlana, sem mesta smekkvísi 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.