Tímarit iðnaðarmanna


Tímarit iðnaðarmanna - 20.12.1941, Blaðsíða 43

Tímarit iðnaðarmanna - 20.12.1941, Blaðsíða 43
Jólahefti Tímarits iðnaðarmanna 1941 læt ég nota ykkur fyrir forlilað í fallbyssurnar mínar, næst þegar ég fer í strið. Út með ykkur!“ Læknarnir tóku til fótanna, liver sem betur gat. Þá langaði elcki lil þess að verða fallbyssu- fæða. Þegar þeir komu lieim til sín, læstu þeir á eftir sér til vonar og vara. Gamli kóngurinn var jafn fokreiður eftir sem áður, þó að bann væri búinn að reka læknana burtu, og skipaði nú svo fyrir, að enginn mætti sofna í öllu ríkinu. Lúðrar voru þeyttir og bumbur barðar úti fyrir öllum gluggum, svo að enginn skyldi sofna. Það gekk svo mikið á, að menn urðu að troða upp í eyrun til þess að ærast ekki. Gamli kóngurinn sat í liásæti sínu, fölur og fár. Hann var bæði rauðeygður og voteygður, því að vitanlega svaf hann ekki fremur en aðrir. Færi bann að dotta, álti hirðþjónninn að vta við honum, og ef það dugði ekki, átti hann að stinga hann með títuprjónum. Ástandið í landinu var blátt áfram hörmu- legt. Þá tók gamli kóngurinn sig til og lét aug- lýsa um gjörvallt ríki sitt, að sá, sem gæti fengið kóngsdótturina til að sofna, skyldi fá bæði hana og hálft kóngsríkið á móti sér. II. Einn af þegnum kóngsins, sem var bóndi uppi i sveit, átti þrjá syni. Sá elzti hét Goðmundur, annar Guðmundur og sá þriðji bara Gvendur. Elzti bróðirinn lék snilldarlega vel á hljóðpípu. Þeir, sem hlustuðu á, gátu flestir unað við það, þangað lil þeir sofnuðu. Annar bróðirinn kunni alla lesbókina og hálfa landafræðina utanbók- ar, og þetta gat liann þulið svo hratt, að flestir sofnuðu, sem á hlustuðu. Báðir eldri bræðurnir höfðu mestu skömm á yngsta bróðurnum og sögðu, að hann kynni ekkert. Það var reyndar ekki satt. Hann var bæði lipur og léttur á fæli og gat hlaupið þind- arlaust. Alla daga vann liann baki brotnu að heimilisstörfunum. Æfinlega var hann syngj- andi og æfinlega í himnaríkisskapi. Þegar hann kom lieim frá vinnu sinni á kvöldin, var hann ekki fyrr kominn með annan fótinn upp í rúm- ið, heldur eu hann var steinsofnaður. Eldri bræðurnir fóru ríðandi i bónorðsförina, en Gvendur fór gangandi með staf i liendi og varð þó nærri því eins fljótur og þeir. Allir vildu þeir freista gæfunnar og reyna að krækja i kóngsdótturina og hálft kóngsríkið. Prinsessan ló ó legubekk í stærsta sal hallar- innar með sand af svæflum undir sér og allt í kringum sig. Hún var náföl og tekin í andliti eftir allar vökurnar. Gamli kóngurinn sat í hæg- indastólnum með gullkórónuna á höfðinu. Hirð- þjónninn varð að standa við ldið hans og liafa gætur ó, svo að kórónan dytti ekki á gólfið. Aumingja gamli kóngurinn var orðinn svo úr- vinda af svefnleysi, að Iiann var sídottandi. Mesti sægur manna var þarna kominn til þess að freista hamingjunnar, þvi að kóngsdótt- irin var forkunnar fríð, eins og áður er sagt, og þá var ekki margt að þvi að fá hálfl kóngs- ríkið i kaupbæti. Einn var látinn fara inn til prinsessunnar í einu, og þar fékk hann að tala, þangað til prins- essan sagði: „Út“. En þá varð hann Iika að hypja sig í skyndi, því að annars tóku her- mennirnir í skankana á honum og köstuðu hon- um á dyr. Nú kom Goðmundur inn. „Góðan daginn," sagði hann. „Ég heiti Goð- mundur og kann að leika á hljóðpípu, og yfir- leitt er ég mesti efnismaður.“ „Hvað er liann að segja?“ sagði aumingja gamli kóngurinn, sem var hættur að heyra eða sjá vegna svefnleysis. „Hann kann að leika á hljóðpípu,“ æpti þjónn- inn í eyra hans. „Já, en ég heyri ckkert i hljóðpípunni, hann verður að gera svo vel og blása hærra, sá góði maður.“ „llann er alls ekki byrjaður ennþá,“ æpti þjónninn aflur í evrað á honum. „Flýttu þér þá að byrja!“ kallaði kóngurinn. Svo byrjaði Goðmundur að blása. „Út!“ sagði prinsessan. „Út með þig,“ hrópaði gamli kóngurinn um leið og Iiann hrökk upp, því að honum hafði óvart runnið í hrjóst augnablik. „Út með þig!“ æpti hann, því að engan mátti gruna, að hann hefði sofnað. Hirðþjónarnir sneru sér undan og létu eins og þeir liefðu ekkert séð. 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.