Tímarit iðnaðarmanna - 20.12.1941, Blaðsíða 47
Jólahefti Tímarits iðnaðarmanna 1941
Pílviðurinn við Stjórnarráðshúsið
Hann var fluttur vorið 1929 frá skrúðgarð-
inum við gamla Tliomscnshúsið (nú Smjörhús-
ið Irma), þar sem nú stendur Aðalbílastöðin.
Mun D. Thomsen kaupmaður hafa flutt plönt-
una frá útlöndum og gróðursett liana i garð
sinn um aldamótin. Nú stendur pilviðurinn þar,
sem áður var hestasteinn þeirra landshöfðingj-
anna Hilmars Finsens, Bergs Thorbergs og
Magnúsar Stepbensens. Virðist hann kunna
mæta vel við sig og ber lauf sitt langt fram
eftir baustum. Þessi mynd var tekin síðastlið-
inn fyrsta vetrardag.
Stjórnarráðshúsið er ekki síður merkileg
bygging. Það var uppliaflega byggt sem fanga-
liús cða einskonar letigarður og tekið til þeirra
nota 1764. En 1819 var því breytt í bústað fvrir
stiftamtmanninn og liafa allir stiftamtmenn og
landshöfðingjar búið þar síðan, þar til 1904 að
stjórn innanlandsmála fluttist þangað. Síðan
bafa allar stjórnarráðsskrifstofurnar haft þar
aðsetur, þar til að ráðherrarnir urðu 5, árið
1939. Urðu þá tvær þeirra að flytjast í Arnar-
hvolsbygginguna.
Iiúsið er blaðið úr grásteini og límt með
dönsku kalki. Kvisturinn að vestan var settur
á það 1866, en að austan 1917 og því liefir marg-
oft verið breytt að innan.
Eins og gefur að skilja, hefir fjöldamargt
gerzt í þessari litlu, en ramgerðu byggingu,
sem haft liefir djúp áhrif á þjóðlífið. Það sögu-
legasta og afdrifarikasta hefir þó e. t. v. gerzt
þar síðustu missirin.