Tímarit iðnaðarmanna


Tímarit iðnaðarmanna - 20.12.1941, Blaðsíða 10

Tímarit iðnaðarmanna - 20.12.1941, Blaðsíða 10
Jólahefti Tímarits iðnaðarmanna 1941 Séra Páll Sigurðsscm: SKILYRÐI FYRIR FARSÆLD OG FRELSI Þessi ræða er tekin upp úr Helgidagaprédik- unum séra Páls Sigurðssonar^ sem Sigurður Kristjánsson gaf út í Ileykjavík 1894. Ilæðan er samin og flutt í Gaulverjabæ 1882, mislinga- og harðindaárið mikla. Þótt nú ári vel í landi voru, er hollt að beina huganum að liðnum hörm- ungum um leið og hugleiddur er sígildur kristi- legur sannleiki, sem séra Páll hefir svo meist- aralega flutt sóknarbörnum sínum fyrir hálfri öld. Prédikanabók hans var mjög mikið lesin um aldamótin og lengi þar á eftir, en er nú í fárra höndum. Hún hafði mikil áhrif á trúarlífið í landinu og menn fundu að í ræðum hans var fólginn „heilagur, almennur, kristilegur sann- leiki“, eins og séra Eggert Briem komst að orði um þær. Myndin af prestshjónunum, sem fylgir ræð- unni, lánaði mér sonur þeirra, Árni Pálsson, prófessor, en myndin af Gaulverjabæ og kirkj- unni, sem séra Páll messaði í, er fengin hjá Jóni biskupi Helgasyni og hafði hann sjálfur teiknað hana 18. sept. 1892. S. J. Guðspjall: Matt. 9, 1—8. Vér höfum, bræður mínir, fyrir guðs náð, séð ennþá ein tímamót æfi vorrar; því að sumarið er á enda, en veturinn fer í liönd. Vér getum ekki annað en fundið til þess, að þau hin síð- ustu misseri, sem yfir oss liafa liðið og ekki sizt ltið útliðna sumarmisseri, liafa verið oss liarla erfið sökum þeirra harðinda, er gengið liafa yfir landið af völdum náttúrunnar. Sum- arið gekk í garð með óvenjulegum harðviðrum, er gengu svo nærri eign og atvinnu vorri, að margur mun að ]>ví húa. Það leikur varla efi á, að undanfarin misseri hafi, að því er tíðar- farið snertir, náð hinu harðasta, sem hér er um að gjöra; enda fullyrða þeir, er þekkja til sögu landsins, að tæplega muni finnast i ann- álum dæmi þess, að óblíða náttúrunnar skari fram úr því, sem vér höfum nú átt að venjast um hríð. Og þó liefir ekki verið „ein báran stök“, þar eð ofan á óhlíðu tíðarfarsins hefir hætzl landplágu sótt, er þjáði landsfólkið i sumar, einkum hina yngri kynslóð, og færði mörgu heimili hæði tjón og sorg. Þessi eru þau tíðindi, sem helzt hafa gerzt vor á meðal, og þýðir ekki að draga úr því, er satt er eður segja ástandið hetra en það er. Hitt er annað mál, að þetta getur gefið oss efni til ýmislegra hug- leiðinga. Ég vil taka það fram, að þetta harð- æri, sem gengur yfir landið, sýnir tvennt, sem hvorttveggja er athugavert. Fyrst sýnir það, að vér erum að ýmsu leyti betur á vegi staddir nú, en forfeðui-nir voru á fyrri öldum, þegar fólk dó úr hungri nálega hvenær, sem árferði hall- aði. Að þessu leyti er þá sönnun komin fyrir því, að ])jóð vor er að endurlifna til nýs lífs og liefir náð þeirri framför i ýmsu, sem fvrri aldirnar höfðu ekki af að segja. Þessum sann- leika má ekki neita; þvi að hann er of gleðileg- ur til þess. Það getur ekki dulizt, að andlegir kraftar eru farnir að hreyfa sig í þjóðlíkaman- um, kraftar, sem miða til að Iialda lionum uppi og verja hann áföllum og óförum fyrri tím- anna. Þetta er nú annað af því tvennu, sem ár- ferðið sýnir. Hitt, sem það sýnir jafnglögglega, er það, að þótt framförin sé óneitanlega nokk- ur, ])á er hún enn sem komið er hvergi nærri til hlítar eða viðunandi. Sá hnekkir, sem vér 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.