Tímarit iðnaðarmanna - 20.12.1941, Blaðsíða 14
Jólahefti Tímarits iðnaðarmanna 1941
aldrei að hlýða svo, að vér berum ekki málið
fyrst undir guð og samvizku vora og skynsemi
vora. Eður segið mér: hvað er það annað en
vanbrúkun valdsins á aðra bönd, og misskiln-
ingur lýðsskyldunnar á hina, sem etur þjóðun-
um saman i fjandskap, styrjaldir og blóðsút-
bellingar, sem enn í dag eru kristninni svívirði-
leg? Vei þeirri þjóð, er ofurselur málefni sín
öðrum á vald, sem „treystir mönnum“, eins og
ritningin segir, „og gerir holdið að sinni sloð“,
þeirri þjóð, sem gengur í taumbandi leiðtoga
sinna, hugsunarlaus og rænulaus. Vei þeirri
þjóð, sem hegðar sér eins og Israel forðum
daga, þegar hann lysti meira til kjötkatlanna
í Egiplalandi, þar sem hann var í þrældómi,
beldur en að blýða guðs rödd og fullnægja
þeim skyldum, sem frelsið krafði. Það hafa ver-
ið og eru enn til framfaralausar þjóðir, en
hverjar eru þær? Einmitt þær, sem slá slöku
við baráttu frelsisins, þær, sem vanrækja sjálfs-
menntun og sjálfsafneitun, og sem verið hafa
frá kyni til kyns ofurseldar myrkri fáfræði og
hjátrúar. Sjálfur guð fer ekki fram á neina
blinda blýðni af vorri hendi; hann þvert á móti
bannar alla þrælslund, en áskilur óskabarna
hugarfar, áskilur, að vér blýðum af sannfæring
og elsku sem frjálsar verur; bann vill ekki
þiggja af oss aðra hlýðni, bann vill, að vér
hlýðum boðum sínum, einungis fvrir þá sök,
að vér sjálfir sjaum gjörla, hversu þau eru á
vísdómi og kærleika byggð.
En livern sannleik fyrir lífið fáum vér þá
út úr öllu þessu? Þann, að það, sem helzt má
gæfu stýra fyrir land og lýð, er frjáls sam-
verkun og samvinna yfirboðinna og undirgef-
inna. Það, sem mestu varðar, er það, að sjálf
þjóðin vaki og gefi gætur að tíma og takmarki.
Hvert heimili þarf að vita í hverja ált stefnan
horfir; hvert heimili þarf að vera gróðrar-
reitur þeirra dyggða, sem lil guðs ríkis leiða,
þarf að geta sýnt fagran vísi framtiðarinnar.
Hvert lieimili þarf að lila út yfir sjálft sig, þarf
að undirbúa hið ókomna og „seilast eftir því,
sem fyrir framan er“, þarf að sá fræjum, er
bera skulu ávöxt til ókominnar aldar. Á liverju
heimili eigum vér að gcta séð vott um fyrir-
hyggju húsföðurins, þolinmæði húsmóðurinnar
og dyggð hjúanna. A hverju heimili eigum vér
að sjá ungdóm þannig innrættan, að hann hvíli
sig ekki löðurmannlega við það framfaratak-
mark, sem fengið er, heldur seilist eftir æðri
fullkomnun en þeirri, sem feðrunum gafst kost-
ur að ná. Bróðurelska, sjálfsafneitun og kost-
gæfni, sjálfsmenntun og framfarahugur, —
þessi er sá eldur, sem þarf að lifna og loga í
hvers manns brjósti. Þessir eru þeir kraftar,
sem einir geta fært oss áleiðis og gefið náttúru-
öfl landsins á vald vort. Þessar lífsreglur einar
munu leiða ibúa landsins til farsældar. Vér
þurfum að þekkja það land, sem vér búum í,
og bafa ætíð hugfast, að fyrsta skilyrðið til að
sigra náttúrukraftana er að þekkja þá, og eftir
því ber oss að leggja grundvöll framtiðarinnar.
Að endingu skal ég taka það fram, þar sem
ég ræði á þessum slað slík málefni, er kunna
að verða kölluð veraldlegs efnis, að þær hug-
myndir, sem hér að lúta, eru í mesta máta sam-
kvæmar kristindóminum. Þvi að hvað vill krist-
indómurinn, ef ekki menntun heimsins? Hvað
vill hann annað en framfarir og farsæld þjóð-
anna? Er bann ekki einmitt sá andi, sem út-
sendur er til að sigra heiminn, sigra náttúruna,
sá andi, sem út er sendur til „að lækka fjöllin
og hækka dalina, gjöra krókótta vegi beina og
hrjóstruga slétta?“ Eða skyldum við eiga að
halda fast við þá skoðun, að annar sannleikur
eigi að gilda á prédikunarstólnum en í mann-
lífinu? Hvor kennimaðurinn er þarfari, sá, sem
kemur fram á jörðinni og talar við mennina
í heimkynnum þeirra, eða hinn, sem kemst
varla niður úr skýjunum? Það verður seint nóg-
samlega tekið fram, að kristindómurinn er trú
fyrir lífið, trú frelsis og framfara, og hefir
fyrirheit bæði fyrir þetta lif og hið tilkomanda.
Kristindómurinn er bið sanna fræ heimsmennt-
unarinnar, og þar sem hann fer yfir löndin,
þar bi-egzt ekki að allsháttar menntun og fram-
för, bæði andleg og líkamleg, fylgi honum. Af
öllum þjóðum jarðarinnar geta ekki framfara-
þjóðir heitið, nema hinar kristnu, og meðal
sjálfra hinna kristnu þjóða gildir staðfastlega
sú regla, að því betur kristin sem þjóðin er,
jiví betur sem hún hefir lileinkað sér anda
Krists sjálfs, því lengra cr bún áleiðis komin