Tímarit iðnaðarmanna


Tímarit iðnaðarmanna - 20.12.1941, Blaðsíða 17

Tímarit iðnaðarmanna - 20.12.1941, Blaðsíða 17
Jólahefti Tímarits iðnaðarmanna 1941 Ársæll Árnason Bækurntir ©g Jnlín Einhverjar fyrstu minningar minar uni jólin eru í sambandi við bækur. Systrum mínum, sem voru eldri en ég og orðnár læsar, vorn gefnar bækur í jólagjöf, Rauðhetta og Stígvélaði kötturinn, liáðar með litmyndum, og man ég enn glöggt, hvilík dásemdarverk mér fannst þetta vera. Myndirnar munu liafa verið erlend- ar og prentaðar erlendis, íslenzka textanum að- eins bætt inn i, en þetta voru furðuverk, sem ég fékk rétl fyrir náð að líta á. Ég held, að ég hafi keppzt við að læra að lesa, til þess að geta lesið textann sjálfur, ef ég gat náð i bæk- urnar, bvort heldur var með leyfi eigendanna eða í leyfisleysi. Man ég vel eftir sumum setn- ingum, er ég gat ekki vel áttað mig á, eins og t. d. er úlfurinn i Rauðhettu liafði ekki bragðað „vott né þurrt“ í þrjá daga; ég gat ekki gert mér Ijóst, hvaða fæða það mundi vera, setti þetta lielzt í samband við það, að sagan gerðist i útlöndum og væri því um eitthvað það að ræða, er ég þekkti ekki. Á þessu sést, að skilningurinn liefir ekki verið mikill, enda mun ég ekki bafa verið gamall. Ekki þótti mér það neitt undarlegt, þó að gamla konan, amma Rauðhettu, kæmi lifandi úr kviði úlfsins, en liitt man ég, að mér fannst hún furðu ungleg á myndinni og miðaði ég þar við þær ömmur, er ég þekkti. Þá voru ekki siður margar merkilegar hug- leiðingar í sambandi við Stigvélaða köttinn. Mest fannst mér lil um viðureignina við galdia- karlinn, þegar liann breytti sér í ljón og költ- urinn varð svo hræddur, að hann stökk upp í glugga; þegar svo galdrakarlinn, fvrir áeggjan kattarins, breytti sér í mús og kötturinn stökk á músina og át liana, þá var þetta i mínum augum ekki annað en eðlilegur lilutur og fannst mér það frekar hafa verið heppni bjá kettin- um heldur en að liann befði verið svona slung- inn. Þetta eru einhverjar skýrustu endurminning- ar mínar frá jólum á barnsárunum, en slíkt gerðist ekki á öllum jólum. Bæði var minna um bókakost þá en nú, sérstaklega af þessu tæi, því að það ég bezt veit voru þetta einu barna- bækurnar með litmyndum, sem gefnar voru út bér um langan tíma, og svo var ekki mikið um slíkan „lúxus“ í fátæku og þá tiltölulega afskekktu sjávarþorpi. Ég átti þó því láni að fagna að bafa aðgang að bókum frekar en flestir aðrir, því að faðir minn sá um lestrarfélag, og gat ég rýnt í bæk- urnar. A hverju ári, skömmu fyrir jól, kom „Siggi bóki“ (Sigurður Erlendsson farandbók- sali) til okkar, með kassa og skjóðu fullt af bókum, er liann hafði borið á bakinu alla leið innan úr Reykjavík. Það var einliver mesta bá- tíð ársins fyrir mig og okknr systkinin, er við stóðum í hring utan um liann og sáum liann taka upp liverja bókina af annarri, liver um sig í umbúðum, því að ekki vantaði natnina og umhyggjusemina bjá gamla manninum, og lil- um við þetta sem helga dóma, ef við fengum að snerta á þeim og líta í þær. Eftir að ég kom til Reykjavíkur og fór að vinna að iðn minni, bókbandi, kynntist ég bet- ur, eða öllu lieldur á annan liátt, bókum í sam- bandi við jóhn. Bækur komu þá aðallega eða nær eingöngu út á baustin, af eðlilegum ástæð- um eins og þá hagaði til. Strandferðirnar liættu, þegar kom fram á liaustið og urðu engar ferðir á smærri liafnirnar eftir það allan veturinn. Bækurnar áttu helzt að vera komnar út um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.