Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1971, Blaðsíða 29

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1971, Blaðsíða 29
viðeigandi undirbúningi, sbr. ofanritað, en til viðbótar því veiti garðyrkjuskóli tveggja ára tæknamenntun og útskrifi garðyrkjutækna. 9. Póst- og símaskóli. 9.1. Símvirkjun. Nefndin leggur til, að rafeindavirkjun verði samheiti nokkurra iðngreina í útvarps-, símvirkjun- ar-, fjarskipta-, sjálfvirkni-, rafreikna-, skriftvéla- og sjúkratækjagreinum, og verði þessar greinar felldar inn í iðnfræðslukerfið. Skv. þessu yrði símvirkjun ein iðngrein- in úr hópi rafeindavirkjunargreina. Nefndin gerir ráð fyrir því, að nám í símvirkjun fari að mestu eða jafnvel öllu leyti fram á vegum Póst- og símamálastjórnar, og yrði Póst- og símaskólinn þar með iðnskóli að því, er varðaði nám í símvirkjun. Náminu lyki með sveinsprófi skv. iðnfræðslukerfinu. Námsskipan og námstími í símvirkjun, svo og öðrum greinum rafeindavirkjunar, er kenndar yrðu í iðnskóla eða e. t. v. að einhverju leyti í Póst- og símaskóla, yrðu hliðstæð almennu iðnnámi skv. því kerfi, sem nefndin mælir með, sbr. lið 1.1. Sama er að segja um inntöku- skilyrði og réttindi til framhaldsnáms. 9.2. Línumenn, símsmibir, símritarar. Nefndin telur eðlilegt, að Póst- og símamálastjórn myndi í samráði við fræðsluyfirvöld námsbraut til undirbúnings þessum sér- hæfðu störfum, og tengist þær námsbrautir við símvirkja- námið. Nám í þessum greinum fari algerlega fram á vegum Póst- og símaskólans. 9.3. Póstafgreiðslumenn. Eðlilegt virðist, að sérmennt- un póstafgreiðslumanna fari algerlega fram á vegum Póst- og símamálastjórnar, þ. e. í Póst- og símaskólanum. 11. Nokkrar sérstakar námsbrautir. 11.1. Iðjuþjálfun. Nefndin leggur til, að iðnskólum verði falið að láta í té iðjuþjálfun í einstökum greinum í samráði við samtök atvinnuveganna. Verði hér um að ræða hreina handbragðaþjálfun, ásamt í vissum tilvikum nokkru tilheyrandi tæknibóknámi, og verði slík þjálfun að jafnaði skipulögð sem allt að eins skólaárs nám. 11.3. Pcekniteiknun. Iðnskólinn í Reykjavík heldur nú námskeið fyrir tækniteiknara, og er það um 700 stundir alls. Nefndin leggur til, að námsbraut þessi verði gerð að reglulegu námi við iðnskóla, er standi í fullt skólaár, og verði lengingin einkum fólgin í að auka við þátt hag- nýtrar stærðfræði í náminu, svo og því að sérhæfa námið lítillega í lokin. Jafnframt verði á árunum 1972-1973 gerð sérstök athugun á þörfinni fyrir tækniteiknara og skyldar greinar aðr.toðarfólks og gerðar tillögur til ráðu- neytisins um fram íðaruppbyggingu þessa náms. 11.4. Iðnhönnun. Nefndin leggur til, að sérstök at- hugun verði gerð, er miði að stofnun námsbrautar fyrir iðnhönnuði innanlands. Þyrfti þá að áthuga m. a. þörf þjóðfélagsins fyrir sérhæfða iðnhönnuði og greina þörf- ina eftir sviðum þessarar greinar (málm-, leirkera-, hús- gagna-, fatnaðar-, auglýsinga- og e. t. v. ljósmyndunar- sviðs). Einnig þyrfti að athuga heppilegasta staðsetn- ingu námsbrautarinnar í íslenzku skólakerfi, en umrætt svið virðist liggja einna næst Myndlista- og handíðaskól- anum. Jafnframt þyrfti að athuga möguleika á að opna þessa námsbraut fyrir iðnaðarmönnum á skyldum svið- um, svo og hugsanlega samræmingu á hluta af viðkom- andi námsefni iðnskóla við nám x Myndlista- og hand- íðaskólanum til að auðvelda nemendum framhaldsnám í iðnhönnun. 11.5. Nám arkitekta. Nefndin leggur til, að stjórnskip- uð verði sérstök nefnd, er fjalli um skýrgreiningu á verksviði arkitekta og athugun á myndun námsbrautar fyrir arkitekta innanlands. 12. Verknám í gagnfrceðaskóla. Nefndin leggur til, að auk skyldunáms í verklegum greinum verði nemendum gefinn kostur á valnámi í slíkum greinum frá og með 7. bekk skyldunámsstigs. Markmið valnámsins verði einkum að efla almennt verks- vit nemenda og þjálfa handlagni þeirra og formskyn, svo og að kynna nemendum tiltekin verkleg störf. Nefndinni þykir hæfilegt, að í 7. bekk nemi slíkt valnám 2 viku- stundum, í 8. bekk 4, og í 9. bekk 7 vikustundum. Ætla má, að þær verklegu valgreinar, er veita mundu nem- endum aukinn undirbúning að verknámi á framhalds- skólastigi, verði einkum á sviði tré- og járniðnaðar, véla- meðferðar og matvælaiðnaðar. 13. Námsskrárgerð, námseiningar, punktakerfi, námsmat. Nefndin leggur til, að allar námsskrár á framhalds- skóla- og háskólastigi verði framvegis þannig samdar, að unnt sé að meta námsefnið samkvæmt samræmdu ein- ingamati eða námsstigagjöf. Telur nefndin eðlilegast, að námsefnið verði metið þannig, að hver námseining eða námsstig samsvari einni námsviku í fullu starfi. Er þetta í samræmi við það kerfi, sem þegar er komið til fram- kvæmda í viðskiptadeild og verkfræði- og raunvísinda- deild Háskóla íslands. Slíkar námsskrár verði lagðar til grundvallar við gerð áætlana um fjármögnun, byggingu og tækjabúnað skóla- lxúsnæðis, bæði fyrir bóklegar og verklegar námsgreinar. í námsskrá fyrir hverja námsgrein skal koma fram al- mennur tilgangur með kennslu í greininni á viðkomandi skólastigi, námsefni og skipting þess í þætti, svo og ein- ingafjöldi hvers þáttar. Fyrir hvern þátt verði ýtarlega skilgreint markmið, og verði reynt að setja skilgreining- una þannig fram, að auðvelt sé að prófa, hvort markmið- inu hafi verið náð í kennslunni. Þá skal námsskrá til- greina gerð og fyrirkomulag prófa. Ábendingar um kennsluaðferðir og kennslutæki skulu jafnframt vera í námsskrá, og loks skal námsskráin gefa leiðbeiningar um æskilegan undirbúning kennara fyrir kennslu í grein- ini, og er þá átt við almenna grundvallarmentun, sér- menntun og hugsanlega endurmenntun (þjálfunarnám- TÍMARIT IÐNAÐARMANNA 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.