Fréttablaðið - 12.11.2009, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
Nærfatnaður og náttfötSérblað • fimmtudagur 12. nóvember 2009
Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473
OPRAH situr ávallt fyrir á forsíðu tímaritsins síns, O. Stund-
um fá stjörnurnar þó að deila plássinu með henni. Í desem-
ber hlýtur grínleikkonan Ellen DeGeneres þann heiður og
ríkir mikil gleði á forsíðunni í það skiptið.
„Ég er með mjög fjölbreyttan fatasmekk og fer ekki eftir nein-um sérstökum reglum. Hverju ég klæðist fer allt eftir því h ðfíla h
Ég hef líka gaman af því að skoða hverju stjörnurnar klæðast oelska til dæ i
gaman að fara í
Langar mikið í leðurkjól
Elín Lovísa Elíasdóttir Verzlunarskólanemi hefur gaman af því að fylgjast með tísku. Hún skoðar gjarnan
tímarit og finnst Olsen-systurnar og Nicole Richie vera flottar fyrirmyndir þegar kemur að klæðaburði.
Elín Lovísa klædd bol, buxum og skóm úr Zöru. Beltið er úr „second hand“-búð í Svíþjóð, armbandið keypt á Portobello Road í
London, hálsmenin úr Top Shop og H&M, en hringurinn frá Hendrikku Waage.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
FIMMTUDAGUR
12. nóvember 2009 — 268. tölublað — 9. árgangur
VEÐRIÐ Í DAG
NÆRFATNAÐUR OG NÁTTFÖT
Kynæsandi, klassísk,
vönduð og þægileg
Sérblað um nærfatnað og náttföt
FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG.
MÓTMÆLI Í HAFNARFIRÐI Unglingar í Hafnarfirði mótmæltu í gær skerðingu á framlögum til félagsmiðstöðva bæjarins fyrir utan ráð-
húsið á Strandgötu. Unglingarnir létu vel í sér heyra og fór svo að Lúðvík Geirsson bæjarstjóri kom út og ræddi við þá. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
ELÍN LOVÍSA ELÍASDÓTTIR
Sækir innblástur í
tískublogg og tímarit
• tíska
Í MIÐJU BLAÐSINS
HANDBOLTI Þeir Jóhann Gunn-
ar Einarsson og Daníel Berg
Grétars son eru báðir staddir í
Amman í Jórdaníu þessa dagana.
Þeir skrifuðu undir þriggja vikna
samning við arabískt félag og
spila með því í asísku meistara-
deildinni.
„Þetta er vel borgað og við
fáum það sama hér á þremur
vikum og við myndum fá á 4-5
mánuðum í Þýskalandi,“ sagði
Daníel Berg en báðir eru þeir á
láni frá þýska félaginu Kassel.
„Hér kemur margt spánskt
fyrir sjónir og menn reykja meira
að segja í klefanum eftir leiki,“
sagði Daníel. - hbg / nánar á síðu 54
Handboltamenn í Jórdaníu:
Reykja í bún-
ingsklefanum
JÓHANN GUNNAR Er hræddur við að fara
út í Amman. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Messa mánaðarlega
Félag fyrrum þjónandi
presta er sjötíu ára
á árinu. Á sunnudag
verður hátíðarguðs-
þjónusta á
Grund.
TÍMAMÓT 34
Opið til 21
Nýtt kortatímabil
Jólablað MS
-kemur til þín
á morgun
HVESSIR Það hvessir er líður á
daginn og síðdegis verða víðast
austan 8-18 m/s, hvassast sunn-
anlands. Þurrt og bjart norðan til,
en væta suðaustan- og austan-
lands. Hiti víða 2-8 stig.
VEÐUR 4
3
4
5
6
6
SAUÐFJÁRRÆKT „Margir af við-
skiptavinum okkar halda lömb
sem gæludýr enda eru þau ljúf
og góð,“ segir bóndinn Brianna
Schneider.
Brianna og Doug, eiginmað-
ur hennar, rækta íslenskt sauðfé
á bænum Bridosha í Michigan í
Bandaríkjunum. Hún segir ullina
og kjötið njóta vaxandi vinsælda,
en lítur sjálf á féð sem gæludýr á
vissan hátt. „Við erum alltaf með
litlar eða meðalstórar hjarðir.
Jafnvel þótt rollurnar sem henta
ekki til undaneldis fari til slátr-
arans, þá gefum við þeim öllum
nöfn ásamt mikilli athygli og
alúð,“ segir Brianna.
- afb/sjá síðu 62
Sauðfjárrækt í Ameríku:
Íslenska rollan
er fjársjóður
EFNAHAGSMÁL Tímabundinn skattur
á fjármagnstekjur lífeyrissjóða
hefur verið ræddur í efnahags- og
skattanefnd Alþingis. Lífeyrissjóð-
irnir hafa ekki verið skattlagðir
með þeim hætti áður.
Tryggvi Þór Herbertsson, þing-
maður Sjálfstæðisflokks, sem sæti
á í nefndinni segir hugmyndina
góða í því að auðvelt sé að hafa
skattinn tímabundinn. „Gallinn er
hins vegar sá að einungis hluti kyn-
slóðanna er að borga fyrir þetta,“
segir hann.
Helgi Hjörvar, formaður efna-
hags- og skattanefndar, segir hug-
myndina hafa verið rædda í nefnd-
inni nýverið í tvígang. Málið hafi
ekki farið lengra en það.
Í nýjasta tölublaði vikuritsins
Vísbendingar er bent á að eignir líf-
eyrissjóðanna nemi nú nálægt 1.700
milljörðum króna, verðbólga sé 10
prósent og að raunávöxtun eigna
þeirra hafi verið nokkur flest ár.
„Segjum að ávöxtun lífeyrissjóð-
anna verði 10 prósent eða 170 millj-
arðar króna. Nú er fjármagnstekju-
skattur 15 prósent. Hann gæfi því
um 25 milljarða króna á ári. Tíma-
bundinn fjármagnstekjuskattur
í þrjú ár yrði veruleg búbót fyrir
ríkissjóð,“ segir í Vísbendingu.
Þá er á það bent að fjármagns-
tekjuskatti á lífeyrissjóði fylgi
ekki þær tæknilegu flækjur sem
sumir forsvarsmenn lífeyrissjóða
hafi bent á varðandi skattlagn-
ingu iðgjalda. Í grein Vísbending-
ar segir að innheimta skattsins
yrði einföld, engin tilfærsla yrði
á fjármunum milli kynslóða. Þá
næðist líklega betri samstaða um
hugmynd af þessu tagi en skatt-
lagningu iðgjalda. „Tekjurnar
eru kannski um fimm milljörðum
króna minni með þessu móti, en
það væri vel til vinnandi að ná sátt
um málið,“ segir þar og áréttað að
ekki verði um tvísköttun að ræða
því fjármagnstekjur lífeyrissjóða
hafi ekki verið skattlagðar.
„Með þessu móti væri búið að
minnka þörf á því að skattleggja
almenning og kaupmáttur rýrnar
því mun minna en ella. Það er mik-
ill ábyrgðarhluti að snúast gegn
slíkum hugmyndum í því óyndis-
ástandi sem nú ríkir,“ segir í Vís-
bendingu. - óká/ - jab
Ræða tímabundinn
skatt á lífeyrissjóði
Í efnahags- og skattanefnd Alþingis hafa verið ræddar hugmyndir um að taka
upp tímabundinn fjármagnstekjuskatt á lífeyrissjóði. Þeir eru núna undan-
þegnir fjármagnstekjuskatti. Árlegar tekjur gætu numið 25 milljörðum króna.
Þjóðverjar
syrgja
Landsliðsmark-
vörðurinn Robert
Enke fyrirfór sér í
fyrrakvöld.
ÍÞRÓTTIR 56
Gefur út ókeyp-
is matartímarit
Ljósmyndarinn
Hari stoppar
í matargöt
þjóðarinnar.
FÓLK 52
Að horfa jafnt
til sýknu og sektar
Sigríður Hjaltested skrifar um
meðferð nauðgunarmála í
„kerfinu“.
UMRÆÐAN 28
HUGRÚN OG MAGNI
Skólínan Kron
slær í gegn
Skórnir fást í Kína, Japan og víða í Evrópu.
FÓLK 62
HEILBRIGÐISMÁL Í heilbrigðisráðuneytinu er nú unnið
að því að breyta reglum um notkun ljósabekkja með
því að banna börnum átján ára og yngri að nota þá.
Geislavarnastofnanir Norðurlandanna hafa varað
við notkun ljósabekkja, sérstaklega hjá ungu fólki.
„Það er verið að kanna hvaða leiðir þarf að fara
til þess að verða við þessum tilmælum. Spurningin
er hvort lagabreytingu þurfi eða hvort reglugerðar-
breyting sé nóg,“ segir Álfheiður Ingadóttir heil-
brigðisráðherra.
Hún segir rannsóknir hafa sýnt ótvírætt að ljósa-
bekkir valdi húðkrabbameini. Hættan sé slík að til
greina komi að takmarka einnig aðgang eldra fólks
að bekkjunum. „Í mínum huga þarf að minnsta kosti
að vara mjög sterklega við notkun ljósabekkja,“ segir
heilbrigðisráðherra. - gar / sjá síðu 4
Heilbrigðisráðuneytið vinnur að því að breyta reglum um ljósabekki:
Unglingum bannað að fara í ljós