Fréttablaðið - 12.11.2009, Blaðsíða 75
FIMMTUDAGUR 12. nóvember 2009 59
Iceland Express-deild kvk
Hamar-KR 51-62 (24-33)
Stig Hamars: Kristrún Sigurjónsdóttir 19, Sigrún
Sjöfn Ámundadóttir 13 (14 fráköst), Koren
Schram 9, Hafrún Hálfdanardóttir 4, Fanney
Guðmundsdóttir 3, Guðbjörg Sverrisdóttir 2, Íris
Ásgeirsdóttir 1.
Stig KR: Margrét Kara Sturludóttir 23, Hildur
Sigurðardóttir 15 (10 fráköst), Guðrún Gróa
Þorsteinsdóttir 9, Helga Einarsdóttir 6, Signý
Hermannsdóttir 5 (15 fráköst), Jóhanna
Sveinsdóttir 2, Unnur Tara Jónsdóttir 2.
Valur-Grindavík 48-60 (22-27)
Stig Vals: Hrund Jóhannsdóttir 12, Hanna S.
Hálfdanardóttir 10, Sakera Young 8, Birna
Eiríksdóttir 5, Berglind Karen Ingvarsdóttir 5,
Ragnheiður Benónýsdóttir 4, Sigríður Viggósd. 4.
Stig Grindavíkur: Michele De Vault 19,
Petrúnella Skúladóttir 11, Helga Hallgrímsdóttir 5,
Jovana Lilja Stefánsdóttir 4, Berglind Anna
Magnúsdóttir 4, Alma Rut Garðarsdóttir 4,
Ingibjörg Jakobsdóttir 3, Mary Jean Lerry F. Sicat 2
Njarðvík-Haukar 95-80 (76-76)(31-43)
Stig Njarðvíkur: Shantrell Moss 45 (17 fráköst),
Ólöf Helga Pálsdóttir 15, Ína María Einarsdóttir
11, Harpa Hallgrímsdóttir 7, Helga Jónsdóttir 5,
Heiða Valdimarsdóttir 4, Sigurlaug Guðmunds-
dóttir 4, Jóna Guðleif Ragnarsdóttir 2, Anna María
Ævarsdóttir 2.
Stig Hauka: Heather Ezell 36, Guðrún Ósk
Ámundadóttir 15, Telma B. Fjalarsdóttir 12,
Ragna Margrét Brynjarsdóttir 10, Kristín Fjóla
Reynisdóttir 5, María Lind Sigurðardóttir 2.
Keflavík-Snæfell 83-56 (41-24)
Stig Keflavíkur: Kristi Smith 21, Birna Valgarðs
dóttir 15, Bryndís Guðmundsdóttir 11, Hrönn
Þorgrímsdóttir 11, Svava Ósk Stefánsdóttir 9,
Marín Rós Karlsdóttir 7, Sigrín Albertsdóttir 4, Eva
Rós Guðmundsdóttir 3, Árný Sif Gestsdóttir 2.
Stig Snæfells: Kristen Green 18, Gunnhildur
Gunnarsdóttir 17, Berglind Gunnarsdóttir 6,
Hildur Björg Kjartansdóttir 5, Hrafnhildur Sif
Sævarsdóttir 3, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 2,
Sara Andrésdóttir 2, Rósa Indriðadóttir 2, Björg
Guðrún Einarsdóttir 1.
STAÐAN Í DEILDINNI
1. KR 6 0 0 436-297 12
2. Hamar 6 4 2 427-413 8
3. Haukar 6 3 2 431-391 7
4. Grindavík 6 3 3 379-379 6
5. Keflavík 6 2 4 400-412 4
6. Valur 6 2 4 362-409 4
7. Snæfell 6 2 4 330-417 4
8. Njarðvík 6 2 4 393-440 4
Þýski handboltinn
Melsungen-Lemgo 28-31
Vignir Svavarsson skoraði 3 mörk fyrir Lemgo en
Logi Geirsson lék ekki með liðinu.
Balingen Weilstetten-Göppingen 28-32
Hamburg-Magdeburg 35-27
Meistaradeildin í handbolta
RN Löwen-RK Gorenje 33-30
Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 7 mörk fyrir RN
Löwen og Ólafur Stefánsson skoraði 6 mörk.
Snorri Guðjónsson komst ekki á blað í leiknum.
ÚRSLIT
SAGA SEM VERÐUR AÐ SEGJA!
WWW.LEIKFELAG.IS
Örfá sæti laus
Umræður með leikhópnum og Kolbrúnu
Halldórs dóttur að lokinni sýningu.
Uppselt
Uppselt
Örfá sæti laus
Umræður með leikhópnum og mennta- og
menningarmálaráðherra að lokinni sýningu.
Sýning v. málþings
Aukasýning
Örfá sæti laus
Örfá sæti laus
ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA!
ALLRA SÍÐASTA SÝNING
MANSAL Á ÍSLANDI - VIÐBRÖGÐ?
17. nóv. kl. 17.20
4 600 200
FÓTBOLTI Nú er komið í ljós hversu
alvarleg meiðsli portúgalska
landsliðsbakvarðarins, Jose Bos-
ingwa hjá Chelsea, eru. Boswinga
hefur ekki leikið með Lundúnafé-
laginu síðan um miðjan október.
Chelsea staðfesti í gærkvöldi
að leikmaðurinn verði líklega frá
vegna meiðsla næstu þrjá mánuði
eftir að hafa gengist undir aðgerð
á hné.
„Búist er við því að Bosingwa
verði í um þrjá mánuði að jafna
sig eftir aðgerðina,“ segir á opin-
berri heimasíðu Chelsea.
Hinn serbneski Branislav Ivan-
ovic hefur leyst hægri bakvarð-
arstöðuna hjá Chelsea í fjarveru
Bosingwa og staðið sig með mik-
illi prýði. - óþ
Bosingwa fór í uppskurð:
Þrír mánuðir á
hliðarlínunni
BOSINGWA Getur ekki leikið með
Chelsea fyrr en í febrúar vegna meiðsla
á hné. NORDIC PHOTOS/AFP
KÖRFUBOLTI KR hélt sigurgöngu
sinni áfram í Iceland Express-
deild kvenna í körfubolta í gær-
kvöldi þegar liðið vann Hamar,
51-62, í toppliðaslag. KR var allt-
af skrefinu á undan í gærkvöldi og
hefur unnið alla sex leiki sína til
þessa í deildinni.
KR var að spila grimman varn-
arleik, sérstaklega framan af leik
í gærkvöldi og náði fljótt góðri
forystu en staðan var 10-19 eftir
fyrsta leikhluta og 24-33 í hálf-
leik.
KR fór inn í lokaleikhlutann með
tólf stiga forskot 35-47 en Hamar
náði að minnka muninn niður í sex
stig þegar um fimm mínútur voru
eftir af leiknum en KR hélt haus og
sigldi góðum sigri í land en loka-
tölur urðu 51-62. Margrét Kara
Sturludóttir var stigahæst hjá KR
með 23 stig en Hildur Sigurðar-
dóttir kom næst með 15 stig og 10
fráköst. Hjá Hamri var Kristrún
Sigurjónsdóttir stigahæst með 19
stig en Sigrún Sjöfn kom næst með
13 stig og 14 fráköst.
„Við höfum verið að byggja
þetta fyrst og fremst á góðum
varnarleik og náð að halda lið-
unum í kringum fimmtíu stigin
og það eykur vitanlega líkurnar
á að vinna. Við náðum 8-10 stiga
forystu snemma leiks og héld-
um henni meira og minna út leik-
inn. Við erum búin að byrja vel en
erum ekkert að tapa okkur yfir því
og við verðum að halda áfram að
spila góða vörn og þá eru líkurnar
alltaf með manni,“ sagði Benedikt
Guðmundsson, þjálfari KR, í leiks-
lok í gærkvöldi.
Liðin mætast að nýju í 16-liða
úrslitum Subway-bikarsins í DHL-
höllinni í Vesturbænum og þá gefst
Hamri möguleiki á að hefna ófar-
anna. - óþ
Heil umferð fór fram í Iceland Express-deild kvenna í körfubolta þar sem hæst bar leik KR og Hamars:
KR vann toppliðaslaginn í Hveragerði
BARÁTTA KR hafði betur gegn Hamri í
slag toppliða Iceland Express-deildar
kvenna. Hér er Hildur Sigurðardóttir að
búa sig undir skot. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI