Fréttablaðið - 12.11.2009, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 12. nóvember 2009 19
ALÞINGI Málefni Schengen voru
rædd á fundi allsherjarnefnd-
ar Alþingis á þriðjudag í kjölfar
blaðaumfjöllunar um kosti og
galla aðildar. Spannst hún af efa-
semdum sem
Lögreglufélag
Vestfjarða lýsti
í ályktun.
Að sögn
Steinunnar V.
Óskarsdótt-
ur, formanns
nefndarinnar,
er niðurstaðan
sú að kostirnir
séu fleiri en
gallarnir.
Sérfræðingar voru fengnir til
álitsgjafar og bentu þeir á gagn-
semi gagnabanka sem Schengen-
aðild fylgir. Þeir veiti lögreglu
aðgang að upplýsingum um
brotamenn í öðrum ríkjum sem
gefi færi á að hafa eftirlit með
viðkomandi. - bþs
LÖGGÆSLA „Þjófafælurnar eru
farnar að tínast út,“ segir Hauk-
ur Hannesson, framkvæmdastjóri
verslunarinnar Glóeyjar sem selur
nú nýtt tæki í baráttunni við inn-
brotsþjófa. Þetta er svokölluð
FakeTV þjófafæla, sem gefur frá
sér sams konar flöktandi birtu og
sjónvarpstæki.
Verslunin hóf sölu á þjófafælun-
um fyrir um það bil hálfum mán-
uði. Tilgangur þeirra er að fá inn-
brotsþjófa til að halda að einhver
sé heima að horfa á sjónvarpið og
fæla þá þannig frá frekari aðgerð-
um.
Að sögn Hauks er þjófafælan
hugsuð sem viðbót við aðrar ráð-
stafanir til að draga úr hættu á
innbrotum.
„Þegar fólk er að heiman er
mikilvægt að láta líta út sem ein-
hver sé heima, meðal annars með
því að nota tímarofa til að kveikja
og slökkva á ljósum,“ segir hann.
„Þjófafælan bætir svo um betur og
gefur til kynna að einhver sé heima
að horfa á sjónvarpið. Áhersla er
lögð á að tækið sjálft sjáist ekki
utan frá, heldur aðeins sjónvarps-
glampinn sem frá því kemur.“
Þjófafælan er með birtu-
skynjara, sem kveikir sjálfkrafa á
tækinu þegar dimmir. Einnig má
stilla hana með tímarofa.
- jss
STEINUNN VALDÍS
ÓSKARSDÓTTIR
Schengen rætt í þingnefnd:
Kostir aðildar
fleiri en gallar
DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur
ákært karlmann á þrítugsaldri
fyrir brot gegn valdstjórninni.
Manninum er gefið að sök að
hafa ráðist með ofbeldi gegn lög-
reglumanni sem var að gegna
skyldustörfum á Lækjartorgi í
Reykjavík. Maðurinn tók lög-
reglumanninn hálstaki. Við það
féll lögreglumaðurinn í blóma-
beð og árásarmaðurinn féll ofan
á hann.
Atvikið átti sér stað aðfaranótt
sunnudagsins 21. desember á síð-
asta ári. - jss
Árásarmaður ákærður:
Datt á lögreglu-
þjón í blómabeði
VERSLUN Hagkvæmara er að versla
í Hlíðarkaupum á Sauðárkróki en
í verslun Kaupfélags Skagfirð-
inga, Skagfirðingabúð, samkvæmt
nýlegri verðkönnun ASÍ.
Vörukarfan kostaði 11.459
krónur í Hlíðarkaupum en 12.084
krónur í Skagfirðingabúð. Sama
karfa kostaði 9.161 krónu í Bónus
á Akureyri og 9.911 krónur í Nettó
á Akureyri.
Í ljósi niðurstöðunnar telur
ASÍ fulla ástæðu fyrir neytendur
í Skagafirði að vega vel og meta
hvort það standi undir kostnaði
að keyra langar vegalengdir til að
kaupa í matinn. - bþs
Vöruverðskönnun ASÍ:
Ódýrara í Hlíð-
arkaupum en í
Kaupfélaginu
LÖGREGLUMÁL Um kvöldmatar-
leytið í fyrradag var piltur um
tvítugt handtekinn í Háaleitis-
hverfi. Hann var akandi og undir
áhrifum fíkniefna. Rétt um ell-
efuleytið var sautján ára piltur
handtekinn í Hafnarfirði en í bíl
hans fundust fíkniefni. Skömmu
síðar voru tveir karlmenn á fer-
tugsaldri stöðvaðir í Reykjavík.
Þeir voru báðir með fíkniefni í
fórum sínum.
Tveir menn til viðbótar, annar
um fertugt en hinn um sextugt,
voru svo handteknir í borginni í
fyrrinótt. Þeir eru grunaðir um
innbrot og fíkniefnamisferli.
- jss
Höfuðborgarsvæðið:
Sex handteknir
vegna fíkniefna
FÉLAGSMÁL Aðalfundur Heimssýn-
ar – hreyfingar sjálfstæðissinna í
Evrópumálum – verður haldinn á
sunnudag.
Meðal ræðumanna verða
Styrmir Gunnarsson, fyrrver-
andi ritstjóri Morgunblaðsins,
Brynja Björg Halldórsdóttir sem
mun flytja ávarp um unga fólkið
og ESB-aðild og Ásmundur Einar
Daðason alþingismaður sem fjall-
ar um rök gegn ESB.
Í frétt frá Heimssýn segir að
félögum hafi fjölgað nokkuð að
undanförnu, nú síðast með stofn-
un félaga í Þingeyjarsýslum,
Húnavatnssýslum og á Suðurnesj-
um. - bþs
Heimssýn eflir starfsemi sína:
Félög stofnuð
víða um land
Viðbót við baráttuna gegn innbrotsþjófum:
Ný þjófafæla er nú fáanleg
ÞJÓFAFÆLAN Haukur Hannesson með
þjófafælu sem lætur ekki mikið yfir sér.
J lagjafabréf
Gefðu góða ferð í jólagjöf
Kauptu jólagjafabréf fyrir 13.900 kr.* á alla áfangastaði innanlands.
*Innifalið: Flug fram og til baka og flugvallarskattar.
flugfelag.is
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
F
L
U
4
79
77
1
1.
20
09
Skilmálar:Jólapakkatilboð gildir til allra áfangastaða Flugfélags Íslands
innanlands.Ferðatímabil er frá 7. janúar til og með 31. maí 2010.
Bókun á jólapakkatilboðinu skal fara fram í síðasta lagi
28. febrúar 2010.
Ef jólapakkinn er ekki notaður fyrir þann tíma, þ.e. ekki
gerð bókun, þá gildir hann sem inneign og má nota sem
greiðslu upp í önnur fargjöld.
Eftir 28. febrúar er aðeins hægt að breyta upp í dýrara
fargjald og greiða mismun á fargjaldi og 1.500 kr.
breytingargjald.
Við bókun þarf að gefa upp númer á gjafabréfi.
Eingöngu bókanlegt báðar leiðir.
Gjafabréfið gildir til 1. desember 2010.
Endurgreiðslur eru ekki heimilaðar.
Takmarkað sætaframboð.
Engir Vildarpunktar eru veittir
Bókanlegt í síma 570
Nafn
Áfangastaður
Jón JónssonAkureyri
Gjafabréf nr.
Flest flugslys í Afríku
Þriðjungur allra flugslysa í heiminum
verður í Afríku, að því er fram kom á
þriggja daga fundi um flugöryggismál
í höfuðborg Tógó og greint er frá í
tímariti Þróunarsamvinnustofnunar.
SAMGÖNGUR