Fréttablaðið - 12.11.2009, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 12.11.2009, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 12. nóvember 2009 19 ALÞINGI Málefni Schengen voru rædd á fundi allsherjarnefnd- ar Alþingis á þriðjudag í kjölfar blaðaumfjöllunar um kosti og galla aðildar. Spannst hún af efa- semdum sem Lögreglufélag Vestfjarða lýsti í ályktun. Að sögn Steinunnar V. Óskarsdótt- ur, formanns nefndarinnar, er niðurstaðan sú að kostirnir séu fleiri en gallarnir. Sérfræðingar voru fengnir til álitsgjafar og bentu þeir á gagn- semi gagnabanka sem Schengen- aðild fylgir. Þeir veiti lögreglu aðgang að upplýsingum um brotamenn í öðrum ríkjum sem gefi færi á að hafa eftirlit með viðkomandi. - bþs LÖGGÆSLA „Þjófafælurnar eru farnar að tínast út,“ segir Hauk- ur Hannesson, framkvæmdastjóri verslunarinnar Glóeyjar sem selur nú nýtt tæki í baráttunni við inn- brotsþjófa. Þetta er svokölluð FakeTV þjófafæla, sem gefur frá sér sams konar flöktandi birtu og sjónvarpstæki. Verslunin hóf sölu á þjófafælun- um fyrir um það bil hálfum mán- uði. Tilgangur þeirra er að fá inn- brotsþjófa til að halda að einhver sé heima að horfa á sjónvarpið og fæla þá þannig frá frekari aðgerð- um. Að sögn Hauks er þjófafælan hugsuð sem viðbót við aðrar ráð- stafanir til að draga úr hættu á innbrotum. „Þegar fólk er að heiman er mikilvægt að láta líta út sem ein- hver sé heima, meðal annars með því að nota tímarofa til að kveikja og slökkva á ljósum,“ segir hann. „Þjófafælan bætir svo um betur og gefur til kynna að einhver sé heima að horfa á sjónvarpið. Áhersla er lögð á að tækið sjálft sjáist ekki utan frá, heldur aðeins sjónvarps- glampinn sem frá því kemur.“ Þjófafælan er með birtu- skynjara, sem kveikir sjálfkrafa á tækinu þegar dimmir. Einnig má stilla hana með tímarofa. - jss STEINUNN VALDÍS ÓSKARSDÓTTIR Schengen rætt í þingnefnd: Kostir aðildar fleiri en gallar DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært karlmann á þrítugsaldri fyrir brot gegn valdstjórninni. Manninum er gefið að sök að hafa ráðist með ofbeldi gegn lög- reglumanni sem var að gegna skyldustörfum á Lækjartorgi í Reykjavík. Maðurinn tók lög- reglumanninn hálstaki. Við það féll lögreglumaðurinn í blóma- beð og árásarmaðurinn féll ofan á hann. Atvikið átti sér stað aðfaranótt sunnudagsins 21. desember á síð- asta ári. - jss Árásarmaður ákærður: Datt á lögreglu- þjón í blómabeði VERSLUN Hagkvæmara er að versla í Hlíðarkaupum á Sauðárkróki en í verslun Kaupfélags Skagfirð- inga, Skagfirðingabúð, samkvæmt nýlegri verðkönnun ASÍ. Vörukarfan kostaði 11.459 krónur í Hlíðarkaupum en 12.084 krónur í Skagfirðingabúð. Sama karfa kostaði 9.161 krónu í Bónus á Akureyri og 9.911 krónur í Nettó á Akureyri. Í ljósi niðurstöðunnar telur ASÍ fulla ástæðu fyrir neytendur í Skagafirði að vega vel og meta hvort það standi undir kostnaði að keyra langar vegalengdir til að kaupa í matinn. - bþs Vöruverðskönnun ASÍ: Ódýrara í Hlíð- arkaupum en í Kaupfélaginu LÖGREGLUMÁL Um kvöldmatar- leytið í fyrradag var piltur um tvítugt handtekinn í Háaleitis- hverfi. Hann var akandi og undir áhrifum fíkniefna. Rétt um ell- efuleytið var sautján ára piltur handtekinn í Hafnarfirði en í bíl hans fundust fíkniefni. Skömmu síðar voru tveir karlmenn á fer- tugsaldri stöðvaðir í Reykjavík. Þeir voru báðir með fíkniefni í fórum sínum. Tveir menn til viðbótar, annar um fertugt en hinn um sextugt, voru svo handteknir í borginni í fyrrinótt. Þeir eru grunaðir um innbrot og fíkniefnamisferli. - jss Höfuðborgarsvæðið: Sex handteknir vegna fíkniefna FÉLAGSMÁL Aðalfundur Heimssýn- ar – hreyfingar sjálfstæðissinna í Evrópumálum – verður haldinn á sunnudag. Meðal ræðumanna verða Styrmir Gunnarsson, fyrrver- andi ritstjóri Morgunblaðsins, Brynja Björg Halldórsdóttir sem mun flytja ávarp um unga fólkið og ESB-aðild og Ásmundur Einar Daðason alþingismaður sem fjall- ar um rök gegn ESB. Í frétt frá Heimssýn segir að félögum hafi fjölgað nokkuð að undanförnu, nú síðast með stofn- un félaga í Þingeyjarsýslum, Húnavatnssýslum og á Suðurnesj- um. - bþs Heimssýn eflir starfsemi sína: Félög stofnuð víða um land Viðbót við baráttuna gegn innbrotsþjófum: Ný þjófafæla er nú fáanleg ÞJÓFAFÆLAN Haukur Hannesson með þjófafælu sem lætur ekki mikið yfir sér. J lagjafabréf Gefðu góða ferð í jólagjöf Kauptu jólagjafabréf fyrir 13.900 kr.* á alla áfangastaði innanlands. *Innifalið: Flug fram og til baka og flugvallarskattar. flugfelag.is ÍS L E N S K A S IA .I S F L U 4 79 77 1 1. 20 09 Skilmálar:Jólapakkatilboð gildir til allra áfangastaða Flugfélags Íslands innanlands.Ferðatímabil er frá 7. janúar til og með 31. maí 2010. Bókun á jólapakkatilboðinu skal fara fram í síðasta lagi 28. febrúar 2010. Ef jólapakkinn er ekki notaður fyrir þann tíma, þ.e. ekki gerð bókun, þá gildir hann sem inneign og má nota sem greiðslu upp í önnur fargjöld. Eftir 28. febrúar er aðeins hægt að breyta upp í dýrara fargjald og greiða mismun á fargjaldi og 1.500 kr. breytingargjald. Við bókun þarf að gefa upp númer á gjafabréfi. Eingöngu bókanlegt báðar leiðir. Gjafabréfið gildir til 1. desember 2010. Endurgreiðslur eru ekki heimilaðar. Takmarkað sætaframboð. Engir Vildarpunktar eru veittir Bókanlegt í síma 570 Nafn Áfangastaður Jón JónssonAkureyri Gjafabréf nr. Flest flugslys í Afríku Þriðjungur allra flugslysa í heiminum verður í Afríku, að því er fram kom á þriggja daga fundi um flugöryggismál í höfuðborg Tógó og greint er frá í tímariti Þróunarsamvinnustofnunar. SAMGÖNGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.