Fréttablaðið - 12.11.2009, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 12.11.2009, Blaðsíða 2
2 12. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR Friðrik, er þetta skötuselsfrum- varp í skötulíki? „Já, og manni verður nú ekki um sel að sjá ráðherra skripla svona á skötunni.“ Ríkisstjórnin vill selja 2.000 tonna kvóta af skötusel. Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍU, segir það ganga þvert á fyrri loforð ríkisstjórnarinnar. ÖRYGGISMÁL „Mér fannst sérkenni- legt þegar það pípti ekki í neinu og maður var búinn að gera allt eins og átti að gera að þá væri forseti Alþingis tekinn og þuklaður hátt og lágt,“ segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis. Ásta og fleiri fóru utan sunnu- daginn 1. nóvember í opinbera heimsókn til Króatíu í boði þings- ins þar. Eins og aðrir fór Ásta úr jakka og skóm og gekk á sokka- leistunum í gegnum öryggishlið í Leifsstöð. „Það pípti ekkert í hliðinu en ég var tekin til hliðar og leitað á mér hátt og lágt. Ég gerði enga athuga- semd við það en spurði hvort þetta væri venja þegar pípir ekki í neinu. Mér var sagt að þetta væri stund- um gert,“ segir þingforsetinn og ítrekar að öryggisverðir í Leifsstöð hafi einungis verið að sinna sínu starfi. „Það er virðingarvert og sjálfsagt að það sé leitað vel áður en fólk fer í flugvélar en þetta kom mér bara svolítið á óvart.“ Nánast enginn er undanþeginn leit í öryggishliðinu á Keflavíkur- flugvelli. Friðþór Eydal hjá Kefla- víkurflugvelli ohf. segir Flug- málastjórn gefa út hverjir séu undanþegnir öryggisleitinni. For- seti Alþingis sé ekki á þeim lista. „Þeir sem eru undanþegnir eru forseti og forsætisráðherra og makar þeirra, lögreglumenn og tollverðir á flugvellinum og erlendir þjóðhöfðingjar sem eru í boði íslenskra stjórnvalda og til- kynning berst um frá utanríkis- ráðuneyti,“ upplýsir Friðþór. Forseti Alþingis og forseti Hæstaréttar eru auk forsætis- ráðherra handhafar forsetavalds þegar forseti er ekki á landinu. Aðspurður segir Friðþór hand- hafana sem slíka ekki vera á áður- nefndum lista Flugmálastjórn- ar. Það sama eigi meðal annars við um sendiherra erlendra ríkja. „Starfsmenn flugvallarins, þar á meðal flugverndarverðirnir, eru sjálfir ekki undanþegnir,“ segir Friðþór sem kveður alls ekkert óvenjulegt við það að leitað sé á fólki þótt öryggishlið hafi ekki pípt á það. „Hér eru gerðar alls konar reglubundnar handahófsúttektir.“ gar@frettabladid.is Þuklað á þingforseta á Keflavíkurflugvelli Forseti Alþingis segir sérkennilegt að hafa verið tekinn í líkamsleit í Leifsstöð þótt öryggishlið hafi ekki gefið frá sér viðvörunarhljóð. Þingforsetinn er ekki undanþeginn öryggisleit eins og forseti og forsætisráðherra og makar þeirra. Í LEIFSSTÖÐ Friðþór Eydal hjá Keflavíkurflugvelli ohf. segir reglulega leitað á fólki við öryggishliðið í Leifsstöð þótt nemar í hliðinu gefi ekki frá sér hljóð. ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR FRIÐÞÓR EYDAL ÁSTA RAGNHEIÐUR JÓHANNESDÓTTIR STJÓRNSÝSLA Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu og Útlendinga- stofnun hafa stillt saman strengi og sameinast um skilning á þeim ákvæðum laga um útlendinga sem snúa að heimildum til að vísa fólki úr landi leiki grunur á að það hafi í hyggju að fremja lögbrot. Stefán Eiríksson lögreglustjóri lýsti þeirri skoðun sinni á Bylgj- unni í síðustu viku að Útlend- ingastofnun beitti ekki tiltækum úrræðum gagnvart glæpamönn- um sem kæmu hingað til lands í þeim tilgangi einum að fremja afbrot. „Lögreglan og Útlendingastofn- un hafa farið yfir verkferla með það að markmiði að þetta geti gengið hraðar og betur fyrir sig og ég vona að þetta skili því að heimildir til brottvísunar brota- manna verði fullnýttar,“ sagði Stefán í samtali við Fréttablaðið í gær. Í útlendingalögum segir að heimilt sé að vísa fólki úr landi ef það er nauðsynlegt með skírskotun til allsherjarreglu eða almannaör- yggis. Manni með refsidóm á bak- inu má vísa úr landi ef hann telst líklegur til að fremja lögbrot. Ákvörðun um brottvísun er í höndum Útlendingastofnunar og er það hennar að meta hvort grípa beri til úrræðisins. Stefán Eiríksson segir stofnun- ina annað slagið hafa vísað fólki úr landi á grundvelli þessa laga- ákvæðis en til þess megi grípa í mun meiri mæli. - bþs Lögreglan og Útlendingastofnun hafa farið yfir verkferla og stillt saman strengi: Oftar verði gripið til brottvísunar ALÞINGI „Nú eru reykingar bannaðar í öllu húsnæði þingsins og reyndar ríkisins líka. Þá er öll neysla matar og drykkjar annars en vatns bönnuð hér í þingsal og okkur þingmönnum gert að klæða okkur snyrtilega. Því finnst mér skjóta skökku við þegar háttvirtir þing- menn og hæstvirtir ráðherrar taka hér í nefið eins og ekkert sé sjálfsagðara,“ sagði Margrét Tryggvadóttir, þingkona Hreyf- ingarinnar, sem tók neyslu tóbaks fyrir í umræðum um störf þings- ins í gær. „Menn fara misdult með þetta og eru missnyrtilegir en aðrir eru hreinlega subbulegir og veifa vasaklútum með brúnum horklessum um þingsalinn og það á tímum svínaflensunnar,“ bætti Margrét við. Henni var ekki skemmt, ólíkt þingheimi, og minnti á að landlæknir hefði varað við neyslu nef- tóbaks enda væru á þriðja tug efna í tóbakinu sem sannað væri að væru krabbameinsvaldandi. Margrét, sem vildi ekki einungis benda á sóða- skapinn sem af tóbaksneyslu þingmanna hlýst, benti á að störf þingsins hefðu orðið fyrir truflun vegna tóbakskorna sem gert hafi kosningakerfi þingsins óvirkt á stundum. Margrét skoraði á forseta þings- ins að íhuga að setja reglur um tóbaksnotkun. - shá Margrét Tryggvadóttir, þingkona Hreyfingarinnar, vill reglur um tóbaksnotkun: Neftóbak truflar störf þingsins ÞINGHEIMUR Neftóbaksneysla þingmanna og ráðherra er gagnrýnd. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA MARGRÉT TRYGGVADÓTTIR Ég vona að þetta skili því að heimildir til brottvísunar brotamanna verði fullnýttar. STEFÁN EIRÍKSSON LÖGREGLUSTJÓRI HAPPDRÆTTI Íslendingur vann rúmar 107 milljónir króna í Vík- ingalottóinu í gær. Potturinn var tvöfaldur og skipti Íslendingur- inn vinningnum með Norðmanni Sá sem fékk milljónirnar 107 keypti miðann í Vídeómarkaðn- um Hamraborg. Þetta er í 15. skipti sem fyrsti vinningur í Víkingalottóinu kemur til Íslands og er þetta jafnframt stærsti vinningurinn til þessa. Vinningsmiðinn er 10 raða sjálfvalsmiði án Jókers sem kost- aði 500 krónur og var seldur í gær. - kh Heppinn Íslendingur: Vann 107 millj- ónir í lottóinu BIFRÖST Háskólaráðið vill að möguleikar til stuðnings háskólaþorpa séu auknir. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM MENNTUN Háskólaráð Borgar- byggðar hvetur stjórnvöld til að huga sérstaklega að háskólastofn- unum á landsbyggðinni. Taka verði tillit til þess að menntun sé mótvægisaðgerð í kreppu og atvinnuleysi. Skessuhorn greinir frá þessu. Þá ályktar ráðið sérstaklega um háskólastofnanir landsbyggð- arinnar; taka verði tillit til þess aukakostnaðar sem þær nú bera vegna þátttöku í rekstri grunn- þjónustu. Þá verði að auka mögu- leika sveitarfélaga til að byggja upp þjónustu við háskólaþorp, meðal annars með þátttöku jöfn- unarsjóðs sveitarfélaga. - kóp Háskólaráð Borgarbyggðar: Hugað verði að háskólunum TÆKNI Þúsundum tölvuleikjanot- enda hefur verið bannað að spila Xbox Live-leiki á Netinu eftir að þeir spiluðu sjóræningjaútgáfur af nokkrum vinsælum leikjum. Talið er að bannið nái til allt að 600 þúsund manns. Microsoft fyrirtækið staðfesti að fyrirtækið hefði bannað „litla prósentu“ af þeim 20 milljónum notenda sem spila Xbox Live úti um allan heim. Samkvæmt fyrir- tækinu fóru notendur á svig við notendaákvæði leikjanna. Fyrir vikið geta þeir ekki spilað. 600 þúsund tölvunördar: Bannað að spila Xbox á Netinu LOKAÐ Ferðaklúbburinn segir lokun einkavega hafa ágerst eftir að þéttbýlis- búar og eignarhaldsfélög fóru að kaupa jarðir. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FERÐALÖG Ferðaklúbburinn 4x4 lýsir ánægju sinni með að Þing- vallanefnd hyggist sporna við því að vegum sé lokað í þjóðgarðinum og aðgangur almennings þannig takmarkaður. Klúbburinn bendir á að í nátt- úruverndarlögum sé sérstaklega kveðið á um rétt almennings til að ferðast um landið, enda sé nátt- úra landsins sameign þjóðarinnar hvað sem líður eignarhaldi. Lengst af hafi verið skilningur hjá land- eigendum á þessum rétti, en á síð- ustu árum hafi læst hlið og keðjur illu heilli skotið æ oftar upp kollin- um, í kjölfar þess að þéttbýlis búar eða eignarhaldsfélög hafi keypt upp landeignir. - kóp Ferðaklúbburinn 4x4: Fagna opnun vega í þjóðgarði BANDARÍKIN, AP Barack Obama Bandaríkjaforseti nýtur stuðn- ings 54 prósenta Bandaríkja- manna, ef marka má niðurstöður nýrrar könnunar AP. Það er svip- aður stuðningur og hann naut í síðasta mánuði, en í janúar, þegar Obama tók við, studdu 74 prósent Bandaríkjamanna forsetann. Hlutfall þeirra sem telja Banda- ríkin ekki á réttri leið eykst jafnt og þétt, er nú 56 prósent, var 51 prósent í október og 49 prósent í janúar. Fjöldi erfiðra verkefna bíður Obama; efnahagsaðgerð- ir, stríðið í Afganistan, umbæt- ur á heilbrigðiskerfinu og frekari áhersla á umhverfismál. - kóp Bandaríkjamenn neikvæðari: Meirihluti styð- ur Obama enn SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.