Fréttablaðið - 12.11.2009, Blaðsíða 36
12. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR4
Nicolas Sarkozy Frakk-landsforseti er ekki einn um að stinga mannrétt-indabrotum kínverskra
stjórnvalda undir stól þegar pen-
ingar og viðskipti eru annars
vegar. Sama má segja um flesta
aðra þjóðarleiðtoga og víst er að
á krepputímum verður vald pen-
inganna enn meira. Lúxusiðnað-
urinn er þar engin undantekning
og hefur þessum markaði vaxið
fiskur um hrygg í Kína á síðustu
árum. Sífellt feiri Kínverjar hafa
nú efni á lúxusvarningi og tísku-
húsunum fjölgar um tugi ef ekki
hundruð á ári hverju. Til dæmis
opnar Balenciaga tvær búðir í
ár og tvær á næsta ári og Chan-
el fjölgar sínum sölustöðum úr
þremur í fimm á þessu ári. Louis
Vuitton sem hefur nú þegar opnað
32 búðir í Kína opnaði á dögun-
um sína fyrstu í Mongólíu, Gucci
er með 29 búðir og Cartier með
32. Tala franskra tískuhúsa hefur
þrefaldast á fjórum árum og eru
þær nú 1.600 í Kína, þar af 272 í
höndum tískuhúsanna sjálfra en
ekki í höndum heimamanna sem
kaupa lagerinn og selja í nafni
hönnuðarins. Þetta sýnir hversu
mikilvægur markaðurinn er tal-
inn af stjórnendum fyrirtækj-
anna. Tískuhúsin opna ekki leng-
ur á ríkari svæðum landsins eins
og í Peking eða Sjanghæ þar sem
bling-bling stíllinn ræður ríkjum
heldur einnig í fjarlægari lands-
hlutum þar sem enn má sjá vagna
dregna af nautum fara framhjá
útstillingargluggum fínu versl-
ananna. Annað sem hefur breyst
er að fínu merkin eru ekki aðeins
seld í stórum verslunarhúsum
heldur eru tískuhúsin nú sjáan-
leg á verslunargötum sem eru að
breytast í fínustu verslunargötur
á heimsmælikvarða.
Nú er ekki lengur talað um Jap-
ana sem mikilvægustu viðskipta-
vinina í Asíu, bæði vegna efna-
hagskreppunnar í Japan en ekki
síður því að Kína er á örfáum
árum orðinn annar stærsti lúxus-
markaðurinn í heimi hjá Vuitton
og Gucci svo dæmi séu tekin og
sá stærsti hjá öðrum. Tískuhús-
in prísa sig sæl um að hafa kín-
verska markaðinn í kreppunni.
Kínverjar eru 1,3 milljarðar í dag
og PIB í landinu hækkar um átta
prósent á árinu 2009. Það segir
sig því sjálft að fínu tískuhúsin
væru í erfiðari aðstöðu í heims-
kreppunni ef þessa markaðar
nyti ekki við. Meðan sala á ilm-
vötnum, töskum og úrum dregst
saman um 8-16 prósent í Evr-
ópu, Bandaríkjunum og Japan þá
eykst salan á sama tíma í Kína
um tíu prósent. Þessi þróun hófst
hægt og rólega upp úr 1992 en
síðan 2004 er hægt að tala um
sprengingu í lúxusgeiranum og þó
að búast megi við því að markað-
urinn verði á endanum mettaður
eru Brasilía og Indland í start-
holunum og verða sjálfsagt næsti
áfangastaður landkönnuða lúxus-
geirans.
bergb75@free.fr
Kína Eldóradó lúxusiðnaðarins
ÚR HÁBORG TÍSKUNNAR
Bergþór Bjarnason skrifar frá París
Umhverfið er tískuvörurisanum
Gucci hugleikið. Fyrirtækið hefur
heitið átakinu Rainforest Action
Network stuðning sinn.
Tískuvörufyrirtækið Gucci vill
vinna gegn eyðingu regnskóg-
anna samkvæmt heimasíðu tísku-
tímaritsins Vogue. Gucci, sem
á tískuvörumerkin Balenciaga,
Yves Saint Laurent og Alexander
McQueen, hefur lýst yfir stuðningi
við Rainforest Action Network og
heitið því að nota ekki pappír úr
indónesískum regnskógum eða
aðrar plöntuafurðir þaðan í tösk-
ur sínar.
Mimma Viglezio, talsmað-
ur Gucci, segir regnskóga ekki
vera lúxus heldur lífsnauðsyn ef
stöðva á hlýnun jarðar og vonast
til að ákvörðun Gucci verði öðrum
tískuvörufyrirtækjum til eftir-
breytni.
Lafcadio Cortesi, formaður
Rainforest Action Network, segir
Gucci-samsteypuna sýna bæði
gott fordæmi og forsjálni með
stuðningi sínum.
Gucci vill
bjarga regn-
skógunum
Gucci hefur heitið því að nota ekki
pappír frá indónesískum regnskógum
eða aðrar plöntuafurðir þaðan í töskur
sínar.
Kjóllinn sem Marilyn Monroe klæddist
þegar hún söng afmælissönginn fyrir
John F. Kennedy var alsettur 6.000
gervidemöntum. Hann var seldur á upp-
boði árið 1999 fyrir 1,26 milljónir dollara.
af netinuTímapantanir 534 9600
Hlíðasmári 11, 201 Kópavogur -www.heyrn.is
Bjóðum úrval af döskum ReSound heyrnartækjum
* Heyrnarþjónusta
* Heyrnarvernd
* Heyrnarmælingar
* Heyrnartæki
* Ráðgjöf
Hjá Heyrn er veitt alhliða þjónusta til að bæta
úr heyrnarskerðingu undir faglegri ábyrgð
Ellisifjar K. Björnsdóttur, heyrnarfræðings.
Ellisif K . Björnsdóttir
heyrnar fræðingur
jóð rval af önskum ReSound heyrnat j
Ellisif K . Björnsdóttir
heyrnar fræðingur
Uppboðshúsið Christie’s heldur í næstu viku uppboð á munum úr eigu
Yves Saint-Laurent. Þetta er í annað sinn sem slíkt uppboð fer fram. Í sept-
ember í fyrra, fjórum mánuðum eftir lát Saint-Laurent, tilkynnti ástmað-
ur hans, Pierre Bergé, að hann ætlaði að selja flesta þá listmuni sem þeir
félagarnir hefðu safnað að sér á fimmtíu árum. Uppboðið var haldið í
febrúar 2009 og var kallað uppboð aldarinnar af mörgum. Þar voru 700
munir úr eigu þeirra boðnir upp og seldir fyrir 342 milljónir evra. Nú verða
boðnir upp fjölmargir listmunir á borð við málverk eftir Fernand Leger auk
annarra hluta eins og ferðatöskur frá Hermes og Mercedes Benz-bifreið
Saint-Laurent. Uppboðið fer fram dagana 17. til 19. nóvember og er áætl-
að að munirnir muni hala inn milli þrjár og fjórar milljónir evra. - sg
Bifreið Saint-Laurent boðin upp
Í FEBRÚAR SELDUST MUNIR TÍSKUHÖNNUÐARINS FYRIR 340 MILLJÓNIR EVRA.
NÚ VERÐA BOÐNIR UPP ENN FLEIRI MUNIR.
Kínverskur vasi frá
sextándu öld sem
metinn er á 60
þúsund evrur. Gotneskt billjardborð af heimili Saint-Laurent og Bergé.
stÓrviÐburÐur
Þú og Ég dúettinn Helga Möller og Jóhann Helgason mæta á 80´s Club Grensásvegi 5-7 og skemmta gestum okkar
á ljósagólfinu í tilefni 30 ára starfsafmælis Þú og Ég. Taka þau öll sín vinsælustu lög sem þau gerðu á ljósagólfinu í
Hollywood fyrir 30 árum ásamt Villa Ástráðs sem spilar öll bestu 80´s lögin langt fram á nótt.
“Þú og Ég“ föstudagskvöldið 13 nóv 2009.
Forsala miða í dag og á morgun frá kl. 17:00 til 22:00 á 80´s Club Grensásvegi 5-7. Miðaverð er í forsölu aðeins 1,000 kr og 1,900 kr við innganginn.
Þú og Ég byrja stundvíslega kl. 01:00. Muna 30 ára aldurstakmarkið og snyrtilegur klæðnaður ! Sjáumst brosandi hress á 80´s Club um helgina.
B o l t i n n a l l t a f í b e i n n i . K a l d u r á k r a n a á t i l b o ð i .
fÖstudaginn 13. nÓv.