Fréttablaðið - 12.11.2009, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 12.11.2009, Blaðsíða 41
FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2009 5nærfatnaður & náttföt ● fréttablaðið ● Nýjasta undirfatatískan frá Triumph var sýnd á tískupöllum í Wuhan í Kína í haust við góðar undirtektir. Fyrirsæturnar sýndu sportleg nærföt, blúndunærfatasett, náttkjóla og þunna sloppa. Samkvæmt heimildum tískufyrirtækja fara átta prósent af því sem kínverskar konur eyða í tískufatnað á ári hverju í nærföt en tut- tugu prósent af því sem franskar konur eyða í föt, fara í nærfatnað. Engu að síður vakti tísku- sýning Triumph í Wuhan mikla lukku meðal kínverskra kvenna. - ag Klassísk hvít nær- föt eru sívinsæl. NORDIC- PHOTOS/AFP Leikmunir komu oftar en ekki við sögu á sýning- unni í Wuhan, eins og sjá má. Joe Boxer er engin venjuleg manneskja – reyndar er hann ekki manneskja heldur eitt af frægum nöfnum í náttfatageir- anum. Náttfötin frá Joe Boxer eru afar skemmtileg enda fer þar saman kímnigáfa og góð hönnun. „Flestir þekkja Joe Boxer-nátt- buxurnar,“ segir Sveinbjörg María, annar eigenda Joe Boxer- verslananna, sem eru í Kringlunni og Smáralind. „Þær eru úr 100 prósent bómull, raunar úr efni sem við köllum flónel og því mjög mjúkar. Þær hafa notið mikilla vinsælda bæði hjá konum og körl- um enda fjölnota. Fólk sefur ekki aðeins í þeim heldur finnst því ekki síður gott að smeygja sér í þær að loknum vinnudegi þegar það gerir húsverkin eða um helg- ar þegar það slappar af yfir lestri blaða og kaffibolla. Köflótt mynst- ur er einkennandi fyrir þessar buxur en þær eru einnig til með broskörlum og það er sko ekki verra í skammdeginu.“ Sveinbjörg María segir að við náttbuxurnar séu það T-bolir með ýmsum áletrunum og broskarl- inum góða sem einnig eiga upp á pallborðið hjá aðdáendum Joe Boxer. „Við erum með gott úrval af T-bolum með ýmsum áletrun- um eða skemmtilegum skrípa- myndum og táknum.“ Þeir sem vilja samsett náttföt úr léttara efni en mjúku þurfa ekkert að fara út úr Joe Boxer- búðinni því þau fást þar. „Við skiljum engan útundan. Vörulín- an hjá okkur er alltaf að breikka og það má segja að við bjóðum upp á vörur fyrir allt frá nýbur- um til níræðra. Við fengum ný- lega ungbarnanáttföt sem hafa verið rifin út en sú vörulína nefn- ist Happy goodnight. Þau eru þakin bros körlunum títtnefndu og til í þremur litum. Þau er hægt að fá í stærðum fyrir nýfædd börn og upp í þriggja til fjögurra ára aldur. Þegar börnin eru komin á skólaaldur, svona níu ára og eldri, eru það svokallaðar „lucky“ jogg- ing-buxur, sem heilla. Þær eru afar þægilegar og þeim finnst gott að vera í þeim bæði í leikskólan- um og skólanum. Þær fást í fjór- um til fimm litum og nær orðið „lucky“ niður á mitt lærið . Sveinbjörg María segir að næst- um tíu ár séu síðan hún og maður- inn hennar stofnuðu Joe Boxer hér á landi og Íslendingar hafi tekið vörumerkinu vonum framar. En hver er þessi Joe Boxer? Nú hlær eigandinn áður en hann svarar: „Joe Boxer er bara nafn sem bandaríski hönnuðurinn Nick Graham gaf vörumerkinu og vöru- línunni en margir halda að hönn- uðurinn heiti Joe Boxer, en svo er alls ekki. Markmið hönnunarinn- ar er hins vegar að hleypa gleði, kátínu og brosi inn í líf fólks.“ Hleypa gleði í líf fólks Sveinbjörg María opnaði ásamt manni sínum Joe Boxer á Íslandi fyrir áratug. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Blúndur, vængir og sloppar Þunnir slopp- ar komu vel út utan yfir nærfötunum- frá Triumph. 1. Herraboxer 2899 kr. 3. Herra köflóttar lógó náttbuxur 4980 kr. Rebel ermlaus bolur 2980 kr. 4. Dömu lucky hlírabolur 2680 kr. köflóttar lógó náttbuxur 4980 kr. 2. Barnanáttbuxur 4890 kr. 5. Dömu heimaföt Lucky bolur 2980 kr. Lucky buxur 4990 kr. 1. 2. 3. 4. 5.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.