Fréttablaðið - 12.11.2009, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 12.11.2009, Blaðsíða 72
56 12. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR ÍS LE N SK H Ö N N U N O G F R A M LE IÐ SL A Í 7 4 Á R w w w . a x i s . i s FATASKÁPADAGAR HELGINA 12.- 15. nóvember Smiðjuvegi 9 200 Kópavogi Sími: 535-4300 Fax: 535-4301 Netfang: axis@axis.is Opið: fimmtudag: 9:00-18:00 föstudag: 9:00-18:00 laugardag: 10:00-16:00 sunnudag: 11:00 - 14:00 Axis býður glæsilega fataskápa í mörgum gerðum. Hefðbundnar hurðir eða rennihurðir. Miklir möguleikar í uppröðun, viðartegundum, forstykkjum, skúffum og ýmsum auka- og fylgihlutum. Boðið verður m.a. upp á útlitsgallaða fataskápa með miklum afslætti. Stuttur afgreiðslutími. 12-70% afsláttur !! NÝTT KORTATÍMABIL HJÁ AXIS FÓTBOLTI Markvörðurinn Robert Enke fyrirfór sér á þriðjudags- kvöldið er hann kastaði sér fyrir lest skammt frá heimili sínu rétt utan við Hannover í Þýskalandi. Enke var 32 ára gamall og lék með Hannover 96 í þýsku úrvals- deildinni. Hann var einnig aðal- markvörður þýska landsliðsins en meiðsli og erfið sýking í maga gerðu það að verkum að hann hafði ekki getað spilað með liðinu í haust. Enke lætur eftir sig eiginkonu og átta mánaða gamla dóttur, Leilu, sem hjónin ættleiddu síð- astliðið vor. Fljótlega eftir að fregnir bárust af fráfalli Enke var staðfest að um sjálfsvíg hefði verið að ræða. Lög- reglan í Þýskalandi hefur einnig staðfest að hann hafi skilið eftir sig kveðjubréf. Þá sagði lögreglan að rannsókn málsins yrði senni- lega lokið innan örfárra daga. Samkvæmt því sem fram kom í þýskum fjölmiðlum lagði Enke bíl sínum um tíu metrum frá brautar- teinunum og skildi veski sitt eftir í farþegasætinu á ólæstum bílnum. Því næst mun hann hafa gengið á brautarteinunum í nokkur hundr- uð metra áður en hann varð fyrir lestinni. Hún var á leið frá Brem- en til Hannover og var á 160 kíló- metra hraða á klukkustund. Enke og eiginkona hans, Teresa, misstu tveggja ára gamla dóttur sína, Löru, fyrir þremur árum. Hún þjáðist af alvarlegum hjarta- galla og lést í miðri aðgerð hinn 17. september 2006. Teresa sagði á blaðamannafundi í Hannover að Enke hefði þjáðst af miklu þunglyndi. Það hafði aldrei áður verið opinberað. „Það voru mjög erfiðir tímar þegar hann gekk í gegnum sín þunglyndisköst. Hann skorti allan vilja og von,“ sagði hún. Fyrir örfáum árum neydd- ist landsliðsmaðurinn Sebastian Deisler, leikmaður Bayern München, til að leggja skóna á hill- una vegna þunglyndis. Enke vildi hins vegar ekki að barátta hans við sjúkdóminn yrði opinberuð og ótt- aðist afleiðingar þess mjög. „Hann vildi einnig gera allt til að forðast að þetta yrði dregið fram í sviðsljósið. Hann óttaðist að hann myndi missa allt. Hann óttaðist að missa Leilu. Eftir á að hyggja var það algjört brjálæði,“ sagði Teresa. Enke gekk í gegnum erfitt tíma- bil á sínum knattspyrnuferli er hann var samningsbundinn Bar- celona og lánaður þaðan til Fener- bahce í Tyrklandi árið 2002. „Við höfum gengið í gegnum svo margt saman,“ sagði Teresa. „Tíminn eftir Istanbúl og Barce- lona var erfiður. Eftir það héldum við að við gætum komist yfir allar raunir. Svo dó Lara en dauði henn- ar gerði okkur enn nánari. Þá héld- um við að með ástinni gætum við yfirstigið allar hindranir. En það tókst okkur ekki.“ Hún reyndi ýmislegt til að hjálpa honum. „Ég reyndi að segja honum að lífið snerist um meira en fótbolta og að það væri margt fal- legt í lífinu. Við áttum Löru og við eigum Leilu. Ég vildi gera allt sem ég gat til að koma honum í gegnum sínar raunir.“ Enke gekk fyrst til sálfræðings vegna þunglyndis og þar sem hann óttaðist að ferillinn væri á niður- leið eftir dvöl hans í Barcelona og Istanbúl. „Ástand hans var betra eftir að honum gekk betur á Spáni vorið 2004 og kom svo til Hannover þar sem honum leið vel, bæði hjá félag- inu og í einkalífinu,“ sagði sálfræð- ingurinn Valentin Markser. „Svo hitti ég hann aftur í byrjun októb- er. Hann hringdi í mig vegna þess að hann var að sökkva í þunglyndi í tengslum við magasýkingu sína,“ bætti hann við. Hann greindi einnig frá því hvað hefði staðið í kveðjubréfi Enke, að hluta til. „Hann baðst afsökunar á því að hafa staðið í þessum blekk- ingarleik.“ eirikur@365.is Þunglyndi varð Robert Enke að falli Robert Enke, markvörður Hannover 96 og þýska landsliðsins, fyrirfór sér á þriðjudagskvöldið er hann kast- aði sér fyrir lest. Fréttirnar komu knattspyrnuheiminum í opna skjöldu og ríkir mikil sorg í Þýskalandi. AFLÝSTU LANDSLEIK Þjóðverjar aflýstu í gær landsleik við Chile sem átti að vera um helgina. Hér eru þjálfararnir Oliver Bierhoff og Joachim Löw ásamt fyrirlið- anum Michael Ballack við minningarat- höfn í gær. NORDIC PHOTOS/BONGARTS EKKJAN Teresa Enke ræddi við fjölmiðla í gær sem reyndist henni vitaskuld erfitt. Í UPPÁHALDI Robert Enke var fyrirliði þýska úrvalsdeildarfélagsins Hannover 96 og í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum þess. NORDIC PHOTOS/BONGARTS ENKE SYRGDUR Fjölmargir lögðu leið sína að heimavelli Hannover 96 til að votta Enke virðingu en viðbrögðin við dauða hans hafa verið mikil. Leikmenn allra liða í efstu tveimur deildum Þýska- lands munu leika með sorgarbönd í næstu umferð. NORDIC PHOTOS/BONGARTS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.