Fréttablaðið - 12.11.2009, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 12.11.2009, Blaðsíða 43
FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2009 7nærfatnaður & náttföt ● fréttablaðið ● Garðastræti 17 Í undirfataversluninni Línserí er boðið upp á frönsk og ítölsk nærklæði og náttföt af bestu gerð. „Íslenskar konur eiga að geta keypt sér úrvalsundirfatnað innan land- steinanna. Þær eiga það sannar- lega skilið. Þær eiga ekki að þurfa að fara til útlanda til þess,“ segir Sif Jónsdóttir, sem ásamt Katr- ínu systur sinni opnaði undirfata- verslunina Línserí í Garðastræti 17 sumarið 2008. Línsérí leggur áherslu á vönduð vörumerki. „Við erum með topp- inn á undirfötum í dag: La Perla frá Bologna á Ítalíu. Kjörorðið hjá Ada Masotti, sem stofnaði La Perla, var að fórna aldrei gæðum á efni og hönnun fyrir verð. Allt sem frá La Perla kemur, hvort sem það eru náttkjólar eða -föt, undirkjólar eða undirföt, ber þess skýr merki,“ segir Sif og tekur sem dæmi að ákveðinn hluti undirfatnaðarins sé úr silki og alsettur ítölskum blúnd- um. „Þetta eru einstaklega falleg, vönduð og rómantísk undirföt.“ Þá er Línsérí með nýjasta nýtt í undirfatnaði frá París. „Við erum með undirföt, sokkabuxur, sokka- bönd og annað frá Chantal Thom- ass sem er mjög „chic“. Ungu stelpurnar kaupa mikið af Chantal Thomass en annars hentar þetta konum á öllum aldri. Fyrirtækið heitir eftir stofnanda þess, sem enn í dag hannar allt sjálf. Í versl- uninni eru líka flottar regnhlífar frá Chantal Thomass sem eru frá- bærar til gjafar.“ Sif segir að fyrirtækin La Perla og Chantal Thomass hafi verið stofnuð af konum sem byrjuðu með lítinn rekstur heima hjá sér sem síðan hefur þróast út í umsvifa- mikil fyrirtæki. Bæði njóti mik- illar velgengni sem megi þakka þeirri alúð sem konurnar hafa lagt í hönnun sína. Línsérí leggur áherslu á ein- staklingsbundna þjónustu. „Hér er opið þriðjudaga til föstudaga frá klukkan 11 til 18 og á laug- ardögum frá 11 til 16. Í desem- ber verður opið lengur. Ef ekki hentar fólki að versla þegar opið er, getur fólk hringt og fengið að koma eftir lokun. Við tökum vel á móti einstaklingum, klúbbum eða pörum, þar sem herrann getur sopið á koníaki á meðan frúin mátar falleg undirföt. Enda er þetta gjöf sem gleður bæði.“ Þess skal getið að þeir sem ger- ast aðdáendur Línsérí á Facebook fyrir 10. desember fara í lukku- pott. Einnig lenda í lukkupottin- um þeir sem þegar eru á póst- lista hjá Línsérí. Dregið verður 15. desember og fær vinningshafi undirfatasett frá Chantal Thom- ass að eigin vali. Gjöf sem gleður bæði Línsérí er í Garðastræti 17, við hliðina á Klausturvörum, verslun með vörur unnar af munkum og nunnum í Evrópu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ● NÆRFÖTIN UTAN YFIR Almenn hefð er fyrir því að vera í nærfatnaði innan klæða. Þó hafa ólíklegustu menn reyndar tekið upp á því að klæð- ast honum utan yfir. Poppsöngkonan Madonna er sjálfsagt einna þekktust þeirra sem það hafa stundað, en hún hefur verið iðin við að koma fram í nærfatnaði einum klæða eða þá utan yfir ýmsum öðrum fatnaði. Sölufulltrúi: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is sími 512 5473 Laugardaga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.