Fréttablaðið - 12.11.2009, Blaðsíða 38
12. NÓVEMBER 2009 FIMMTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● nærfatnaður & náttföt
Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík s. 512 5000 l
Umsjónarmaður auglýsinga: Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is Sími: 512 5439
● Í MARILYN MONROE-
STÍL Mynd sem tekin var á Langa-
sandi í Kaliforníu af keppendum
um titilinn Miss Universe árið 1957
sýnir að þær klæddust efnismikl-
um sundbolum miðað við það sem
síðar komst í tísku. Síddin minnir á
minipils nútímans. Þetta snið var
vinsælt þá af þorra stúlkna, meðal
annars af hinni kynþokkafullu leik-
konu Marilyn Monroe.
Fulltrúi Íslands í keppninni á Langa-
sandi árið 1957 var Bryndís Schram.
Hún er fimmta frá vinstri í fremstu röð,
hávaxnari en flestar hinna.
MYND/ÚR BÓKINNI BROSAÐ GEGNUM TÁRIN
Lífstykkjabúðin á sér hátt í ald-
arlanga sögu sem er ótvírætt
merki um að íslenskar konur
hafa alla tíð kunnað að meta
þá vöru sem þar hefur verið á
boðstólum og svo er enn.
Huggulegur heimafatnaður,
brjóstahöld, sundbolir, samfellur
og sloppar eru meðal þess sem
vinsælt er í Lífstykkjabúðinni á
Laugavegi 82 og úrvalið er fjöl-
breytt. Við erum með flottan fatn-
að fyrir konur á öllum aldri, bæði
smáar og stórar, og gefum okkur
út fyrir að vera með vandaða vöru
en ekki eitthvað sem þarf endur-
nýjunar við eftir nokkra mánuði,“
segir Berglind Sverrisdóttir versl-
unarstjóri. Hún bendir meðal ann-
ars á fatnað fyrir þær sem vilja
líta enn betur út en áður með því
að lyfta upp brjóstum eða forma
þau á annan hátt. „Margar konur
vilja enga sauma á brjóstahöldum
en átta sig ekki á því að saumarn-
ir gera mikið fyrir þær,“ tekur hún
fram.
Lífstykkjabúðin var stofnuð
1916 af Elísabetu Kristjánsdóttur
Foss sem hafði stundað nám í líf-
stykkjasaumi í Kaupmannahöfn,
aðallega hjá Illum, og
byrjaði í Hafnarstræti
9 í Reykjavík með
eina saumavél að
vopni. Reksturinn
dafnaði og óx og
eftir flutninga frá
Hafnarstræti yfir
í Kirkjustræti og
þaðan í Austurstræti
kom að því að hún byggði
yfir starfsemina í Hafn-
arstræti 11 og var þar
með sex til níu stúlkur í
vinnu við saumaskap og
afgreiðslu. Einu erfiðleikarnir
við að reka fyrirtækið stöfuðu
af efnisskorti vegna gjaldeyris-
skorts og innflutningshamla.
Þessa sögu alla kann Guðrún
Steingrímsdóttir, eigandi versl-
unarinnar í dag. „Ég keypti Líf-
stykkjabúðina 1993. Tók við henni
af Þóri Skarphéðinssyni og Guð-
jóni Hólm,
þekktum
kaupsýslu-
mönnum í mið-
borginni. Þá hafði
hún flutt úr Hafn-
arstrætinu á Skóla-
vörðustíg og þaðan
að Laugavegi 4.
Þar fékk hún ekki að
vera því það átti að friða
húsið en hér á Lauga-
vegi 82 hefur hún verið síðustu
þrjú árin.“
Húsnæði búðarinnar er rúm-
gott og bjart og það er hannað í líf-
stykkjastíl af Guðrúnu Lilju Gunn-
arsdóttur hönnuði. Til dæmis sjást
sokkabönd í skermum og í mátun-
arklefum. Saumaskapur á vegum
verslunarinnar er löngu aflagður
en allar vörur eru fluttar inn frá
Frakklandi, Þýskalandi, Belgíu og
hinum Norðurlandaþjóðunum.
Nafn verslunarinnar er eitt af
því sem alltaf hefur fylgt henni
og Guðrún Steingrímsdóttir segir
aldrei hafa komið til greina að
breyta því þótt mikil alda hafi
gengið yfir af erlendum búðanöfn-
um á síðustu árum. „Það eru örfá
íslensk nöfn eftir hér við Lauga-
veginn fyrir utan Lífstykkjabúð-
ina,“ segir hún og bendir til dæmis
á Brynju, Vinnufatabúðina og Vísi.
- gun
Búð hönnuð í lífstykkjastíl
Glæsilegar innrétt-
ingar setja svip á
Lífstykkjabúðina.
FRÉTTA
BLA
Ð
IÐ
/H
RÖ
N
N
● SOKKABUXUR SLÁ Í GEGN Sokkabuxur litu fyrst dagsins ljós á 7. áratugnum
en fram að því höfðu konur gengið í nælonsokkum. Afbrigði af þeim höfðu áður skotið
upp kollinum en það var ekki fyrr en með meiri gæðum, lækkuðu verði og tilkomu
mínípilsanna að þær urðu almennt vinsælar. Restin er flestum kunn.
Laugavegi 82