Fréttablaðið - 12.11.2009, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 12.11.2009, Blaðsíða 24
24 12. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR hagur heimilanna Siður er að senda jólakort til vina og ættingja með ljósmynd af fjölskyldunni eða börnunum. Að senda sextíu slík kort getur hlaup- ið á bilinu ríflega 8.000 krónur til 15.000 krónur eft- ir því hvaða leið er farin. Þegar sex vikur eru til jóla eru eflaust margir farnir að leiða hugann að ýmsu sem tengist und- irbúningi hátíðarinnar. Margir senda jólakort til ættingja og vina. Þeir sem eiga börn hafa gjarnan mynd af þeim á kortunum og leyfa þannig velunnurum að fylgjast með ungviðinu. Samkvæmt óformlegri könnun Fréttablaðsins kosta sextíu kort með mynd á bilinu 4.000 til 11.000 krónur komin í frímerkt umslag og eru þau ódýrustu heimagerð með framkallaðri ljósmynd en þau dýrustu, dýrasti möguleikinn á til- búnum kortum hjá þeim verslun- um sem upp á það bjóða. Við þetta bætist svo kostnaður við frímerki sem er 70 krónur stykkið. Ýmsar leiðir eru færar þegar búið er til jólakort með mynd. Ein sú allraeinfaldasta er að velja mynd af fjölskyldunni eða börn- unum, sem er kannski algeng- ara. Þegar jólamyndin í ár hefur verið valin þá er hægt að fara inn á vefi verslana og fyrirtækja sem bjóða upp á prentuð jólakort með fjölbreytilegu útliti. Næsta skref er að velja kortið sem fellur að smekk fjölskyldunnar. Þá er hægt að fara að fikta í textanum en flest fyrirtækin bjóða upp á að textinn sé einnig prentaður, ekki bara hin klassíska jólakveðja. Þá fá ætt- ingjar og vinir sannarlega sömu jólakveðjuna en verkið er auðunn- ið og þægilegt. Fréttablaðið hafði samband við Hans Petersen, Odda, Samskipti og Ljósmyndavörur ehf. við gerð þessarar greinar og komst að því að verð á kortum með mynd fer eftir fjölda korta sem er pantað- ur. Lágmarkspöntun eru tíu til tut- tugu kort. Sérstaklega var kannað hvað sextíu kort kosta og var verð á þeim fjölda á bilinu 7.500 krónur til 10.740 krónur hjá þessum fyrir- tækjum, dýrast hjá Odda, en ódýr- ast hjá Ljósmyndavörum og Sam- skiptum, en þar á reyndar eftir að bæta við umslögum þannig að verðið er ekki sambærilegt. Einnig er úrval á útliti og korta- stærðum mismunandi og ljóst að fólk þarf að skoða vefina til að finna hvaða kort að sínum smekk. Þess má geta að ekki er búið að setja upp jólakortavefinn hjá Ljósmyndavörum ehf. Yfirleitt tekur nokkra daga að fá kortin afgreidd. Önnur og ódýrari leið sem hægt er að fara er að láta fram- kalla myndir og líma þær á heima- gert kort úr kartoni. Hjá verslun Eymundsson í Hallarmúla fengust þær upplýsingar hjá Önnu Jensen að þar væri hagkvæmt að kaupa pakka með 50 blöðum í A4 stærð sem skorin í tvennt gefa efni í 100 samanbrotin kort. Slíkur pakki kostar 1.640 krónur, þannig er stykkið af kortinu strípuðu á rúmlega 16 krónur. Umslög af ódýrustu gerð kosta svo 385 krón- ur 25 stykki. Þannig er tiltölulega einföld leið að líma mynd inn í kortið, skreyta forsíðuna og skrifa textann einnig inni í. Hún bendir þó á að mynd í stærð 10x15 pass- ar ákkúrat inn í svona kort sem sumum þykir ekki nógu fallegt. Anna segir kortagerðafólk þegar farið að huga að jólunum og viða að sér efni. Hún bendir fólki sem gerir kortin sín sjálft á að passa upp á að þau passi í hefð- bundin umslög, stór umslög geti verið ansi dýr og þannig hleypt verðinu upp. Óformlegur verðsamanburður Fréttablaðsins leiðir í ljós að þessi kort eru töluvert ódýrari en kort verslananna en þau kosta vita- skuld miklu meiri vinnu. Verð á frímerkjum fyrir jóla- kort innanlands eru 70 krónur og er síðasti öruggi skiladagur þeirra 19. desember. sigridur@frettabladid.is Nánari upplýsingar um tölvugerð jólakort með mynd: www.samskipti.is www.hanspetersen.is www.ljosmyndavorur.is www.oddi.is Heimagerð jólakort með ljósmynd mun ódýrari UPPÁHALDS JÓLASKRAUTIÐ Margir stilla jólakortum upp til að gestir og gangandi geti virt þau fyrir sér. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES ■ 60 heimatilbúin kort með mynd og í ódýru umslagi, 4.150** ■ 60 kort og myndir, kaupandi þarf sjálfur að líma myndina inn, 7.500 krónur í Hans Petersen (Verð í fyrra, ekki komið nýtt verð). ■ 60 kort hjá Hans Petersen, neytandi velur útlit í tölvunni og pantar í gegnum hana, 7.800 krónur, með umslögum. ■ 60 kort hjá Samskiptum, ýmiss konar útlit og stærðir. Verð á bilinu 7.500 til 8.500 krónur, án umslaga. ■ 60 kort hjá versluninni Ljósmyndavörum, verð á bilinu 7.500 kr. til 8.400 kr. með umslögum. ■ 60 kort hjá Odda, verð á bilinu 9.540 kr. til 10.740 kr. með umslögum. ■ 60 frímerki innanlands, 4.200 kr. * Upplýsingar eru ekki tæmandi og ekki var um formlega verðkönnun að ræða heldur hringt í fyrirtækin og heimasíður þeirra skoðaðar. ** Verð á kartoni og umslögum er fengið hjá Eymundsson, miðað við 100 kort. Hér vantar hins vegar efniskostnað vegna penna, líms og skrauts á kortin. VERÐDÆMI Á 60 JÓLAKORTUM MEÐ MYND* JÓLAKORT Efniviður til heimagerðra korta fæst til dæmis í ritfangaverslunum. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA Shell hefur nú bæst í hóp olíufélaga sem birta aðeins algengasta verð á eldsneyti á heimasíðu sinni. Þetta telja Neytendasam- tökin bagalegt og gagnrýna á heimasíðu sinni, www.ns.is. Greint er frá því að N1 hafi tekið upp þennan sið fyrir nokkrum árum og Olís einnig. Nú hafi Shell bæst í þennan hóp og birti ekki lengur verð á einstökum stöðvum og birti einnig algengasta verðið. Neytendasamtökin segja þróunina slæma, því með þessu séu stóru olíufé- lögin að draga úr verðupplýsingum og þar með möguleikum neytenda til að fylgjast með verði. Það skal tekið fram að Atlantsolía, Orkan og ÓB birta verð á öllum stöðvum sínum á heimasíðum sínum. ■ Neytendasamtökin gagnrýna skort á upplýsingum: Shell birtir bara algengasta eldsneytisverð Fimm svefnherbergja íbúð í Hong Kong seldist nýverið á hæsta fermetraverði sem um getur í heiminum að því er norska dagblaðið Aftenposten greinir frá. Fermetraverðið var ríflega 12 milljónir íslenskra króna og íbúðin, sem er 572 fermetrar, kostaði því ríflega sjö milljarða króna. Íbúðin er í fjölbýlishúsi sem er eins og gefur að skilja í glæslegri kantinum. Sex hæðir eru bílastæði, ein hæð er undir klúbb og 39 eru með íbúðum. Íbúðin umrædda er til að mynda með eigin útisundlaug og líkamsræktarsal. Þess má geta að íbúðin á hæðinni fyrir ofan verður brátt seld og vonast eigandinn eftir 17 milljónum á fermetrann. ■ Hvað kostar? Dýrasta íbúð í heimi Metnaðarfullir kortagerðarmenn geta viðað að sér þekkingu á ýmsum námskeiðum í nóvember. Næstkomandi þriðjudag verður eitt slíkt haldið í Garðheimum. Það hefst klukkan sjö og stendur í klukkutíma. Námskeiðið kostar 1.000 krónur og felst í sýnikennslu og fræðslu. Boðið er upp á kaffi og afslátt á vörum meðan á námskeiði stendur. Verslunin Föndra stendur fyrir kortagerðarnám- skeiði 17. og 24. nóvember. Það kostar 3.500 kr. en efni er innifalið. Í Garðheimum verður og námskeið í aðventu- og hurðakransa- gerð laugardaginn 21. nóvember og sunnudaginn 22. nóvember frá eitt til tvö. ■ Námskeið sem tengjast jólaskreytingum: Kortagerð og kransar Útgjöldin > Verðþróun kílóverðs af hveiti frá árinu 2005, miðað við verð í ágústmánuði hvers árs. „Ég sker alltaf niður sveppi með eggjaskera, það svínvirkar. Þá er snilld að setja hráa laukinn undir kalt vatn áður en maður brytjar hann niður svo maður tárist ekki. Það virkar alltaf. Ég lærði líka um daginn að setja kalt vatn beint ofan í pottinn þegar maður er búin að sjóða spagettí, þá festast þau aldrei við pottinn. Af hverju vissi ég þetta ekki fyrr? Hef alltaf verið að lenda í vandræðum með fast spagettí.“ HÚSRÁÐIÐ VÆTI Í PAPPÍRNUM ■ Magnús Hlynur Hreiðarsson, garð- yrkju- og fréttamaður á Selfossi, lumar á aðferðum sem virka í eldhúsinu. 2005 2006 2007 2008 2009 74 kr. 86 kr. 85 kr. 112 kr. 144 kr. Heimild: Hagstofa Íslands. „Sófi Einars Benediktssonar sem ég fékk á eina krónu er tvímælalaust bestu kaupin mín um ævina,“ segir Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur. Hún sá sófann fyrst þegar hún fór í viðtal í menntamálaráðuneytinu fyrir um tólf árum og var boðið að setjast í hann. Hún féll fyrir sófanum, sem er þriggja sæta, og var boðið að kaupa hann. „Maðurinn sem ég talaði við vildi ekki gefa mér hann en sagðist myndu selja mér hann fyrir eina krónu. Elísabet telur sófann hljóta að vera um hundrað og fimmtíu ára gamlan. Hann hafi verið fallegur í ráðuneytinu á sínum tíma en nú sé hann slitinn og lúinn. „Þetta er nú orðið rónasófi,“ bendir Elísabet á. Þrátt fyrir góða kosti telur Elísabet sófann jafnframt verstu kaup sín. „Ég fékk einu sinni bólstrara í heimsókn til að kíkja á hann. Bólstrun hefði kostað tvö hundruð þúsund. Það var of dýrt fyrir mig og því velti ég því fyrir mér að gefa hann útrásarvíkingum, þeir hefðu efni á að gera hann upp. En ég var feimin við það og sit uppi með sófann,“ segir Elísabet sem um árabil hefur staðið frammi fyrir því að eiga illa farinn og snjáðan sófa sem hún vill ekki eiga á sama tíma og hún fær bestu hugmyndirn- ar þegar hún sest í hann. „Við sófinn erum í tilfinningasam- bandi,“ segir hún. NEYTANDINN: ELÍSABET JÖKULSDÓTTIR RITHÖFUNDUR Sófi Einars Ben sá besti og versti Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.