Fréttablaðið - 12.11.2009, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 12.11.2009, Blaðsíða 60
44 12. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR bio@frettabla- Hinn 76 ára leikari Michael Caine vill að ungir Bretar verði kallaðir í herinn eins og gert var á árum áður. „Það ætti að vera einhver allsherjaráætlun í gangi til að endur mennta þessi ungmenni,“ sagði Caine, sem barðist á sínum tíma í Kóreu- stríðinu. „Þeim finnst öllum eins og þjóð- félagið hafi níðst á þeim. Það ætti að setja þau í herinn í sex mánuði. Þar læra þau að verja landið sitt og þau tilheyra því. Síðan þegar krakkarnir ljúka herskyldunni líður þeim frekar eins og þeir tilheyri einhverju í stað þess að hugsa sífellt um ofbeldi,“ sagði leikarinn. Nýjasta mynd Caines nefnist Harry Brown og fer hún í almennar sýningar í Bretlandi á morgun. Þar leikur hann fyrr- verandi hermann sem þarf að glíma við eiturlyfja- og glæpagengi sem vaða uppi í hverfinu hans í London. Caine vill herskyldu á ný MICHAEL CAINE Breski leikarinn vill að ungir landar sínir verði kallaðir í herinn í sex mánuði. > SNILLINGURINN WILL Framleiðslufyrirtæki Wills Smith er að undirbúa nýja kvikmynd byggða á bók Daniels Keyes, Flowers for Algernon. Bókin fjall- ar um heimskingja sem gengst undir tilraunir sem breyta honum í snilling. Líklegt má telja að Smith fari með aðalhlutverkið. Rómantíska gamanmyndin My Life in Ruins og spennumyndin Horse- men verða frumsýndar á morgun. My Life in Ruins fjallar um konu sem ferðast til Grikklands til að gerast leiðsögumaður með það að leiðarljósi að ferðast um landið og heimsækja gamlar heimaslóð- ir. Fljótlega fer hún að sjá lífið í allt öðru ljósi með ferðamanna- hópi sínum sem hún myndar traust tengsl við. Nina Vardalos, sem sló í gegn í myndinni My Big Fat Greek Wedding, fer með aðalhlutverkið. Richard Dreyfuss er einnig í einu aukahlutverkanna. Í Horsemen leikur Dennis Quaid rannsóknarlögreglumanninn Aidi- an Breslin. Lítið hefur gengið upp hjá honum að undanförnu og er hann bitur út í lífið og tilveruna. Hann hefur nýlega misst konu sína og nær litlum tengslum við syni sína. Hann tekur að sér mál þar sem röð hrottalegra morða hefur verið framin og skyndilega tekur líf hans allt aðra stefnu. Hann kemst að því að hann hefur tengsl við fórnarlömbin og að morðin eru byggð á spádómi Biblíunnar um reiðmennina fjóra sem leiða heims- endi á eftir sér. Rómantík og morð MY LIFE IN RUINS Nina Vardalos fer með aðalhlutverkið í rómantísku gamanmynd- inni My Life in Ruins. Þjóðverjinn Roland Emmerich leikstýrir stór- slysamyndinni 2012 sem verður frumsýnd á morgun. Hann á að baki aðrar mynd- ir í svipuðum dúr en sjálfur býst hann ekki við að geta toppað þessa. Í 2012 verða sólargos af áður óþekktri stærðargráðu til þess að jarðskorpan gliðnar með tilheyr- andi jarðskjálftum og flóðum. Mitt í öllum látunum þarf hinn fráskildi faðir Jackson Curtis (John Cusack) að bjarga fjölskyldu sinni og reyn- ist það hægara sagt en gert. Hugmyndin að baki 2012 var að búa til nútímaútgáfu af sögunni um örkina hans Nóa. Fyrst um sinn vildi Roland Emmerich ekki taka þátt í verkefninu, enda þegar búinn að gera tvær stórslysamynd- ir; Independence Day og The Day After Tomorrow. Á endanum tókst að sannfæra hann um ágæti þess- arar nýju myndar. „Ég setti mér það markmið að gera eitthvað sem væri svo ótrúlegt að enginn gæti leikið það eftir í langan tíma, ekki einu sinni ég,“ sagði Emmerich. „Maður á aldrei að segja aldrei en þetta verður líklega síðasta stór- slysamyndin mín.“ Hann segir að brellurnar í mynd- inni hafi auðveldað sér verkið til mikilla muna. „Þegar ég gerði The Day After Tomorrow sá ég að þessi frábæra tölvutækni var að ryðja sér til rúms. Núna er hægt að gera allt í tölvu og engin módel eru leng- ur nauðsynleg. Maður getur fram- kvæmt allt sem hugurinn girnist.“ Roland Emmerich fæddist í Stuttgart árið 1955. Hann gekk í kvikmyndaskóla í München og þótti fljótt afar efnilegur. Holly- wood bankaði á dyrnar og fyrsta stórmyndin hans var Universal Soldier með belgíska buffinu Jean- Claude Van Damme í aðalhlutverki. Í framhaldinu leikstýrði hann ævintýramyndinni Stargate. Þrátt fyrir að þessar tvær myndir gengju vel voru það smámunir miðað við velgengni næstu tveggja mynda. Geimveruhasarinn Independence Day naut gríðarlegra vinsælda úti um allan heim og gerði Emmerich að einum eftirsóttasta leikstjóran- um í Hollywood. Næst var röðin komin að bandarísku útgáfunni af japanska skrímslinu Godzilla og sú mynd hlaut góða aðsókn þrátt fyrir misjafna dóma. Emmerich breytti um gír fyrir næsta verkefni sitt, sem var stríðs- myndin The Patriot með Mel Gibs- on í aðalhlutverki, og fékk hún einnig fína aðsókn. Henni fylgdi hann eftir með stórslysamynd- inni The Day After Tomorrow, sem gerðist eftir að ný ísöld hafði skollið á. Áður en Emmerich réðst í gerð 2012 sendi hann frá sér enn eina risamyndina, 10.000 BC. Þótt gagnrýnendur hafi ekki verið sér- lega hrifnir af henni, eins og raun- in hefur verið með margar myndir hans, flykktist fólk á hana í bíó. Enn ein stórslysamyndin ROLAND EMMERICH Þýski leikstjórinn Roland Emmerich við tökur á stórslysamyndinni 2012 sem kemur í bíó á morgun. HELSTU MYNDIR EMMERICH: 2012 (2009) 10.000 BC (2008) The Day After Tomorrow (2004) The Patriot (2000) Godzilla (1998) Independence Day 2004 Stargate (1994) Universal Soldier (1992) Kvikmynd Einars Þórs Gunnlaugs- sonar, Heiðin, verður sýnd í fimm borgum í þremur heimsálfum í nóvember og desember. Myndin ferðast til Indlands þar sem hún tekur þátt í Indian Internation- al Film Festival í flokknum Male Voice. Þetta verður í fyrsta sinn sem íslensk mynd er sýnd á þess- ari hátíð, sem verður haldin 15. til 22. desember. Heiðin verður einnig sýnd í Scandinavia House í New York í desember. Þar verða níu aðrar íslenskar myndir sýnd- ar í tilefni af þrjátíu ára afmæli Kvikmyndasjóðs Íslands. Að auki verður Heiðin tekin til sýninga á norrænum kvikmyndadögum í Minneapolis í Bandaríkjunum 21. til 23. nóvember ásamt myndunum Skrapp út, Góðir gestir, Bræðra- bylta og Síðasti bærinn í dalnum. Sömuleiðis verður myndin sýnd í Kulturhus í Berlín og í kvikmynda- hátíð í Terni á Ítalíu þar sem þemað er Fólk og trú. Með aðalhlutverkin í Heiðinni, sem var frumsýnd hérlendis í fyrra, fara Gunnar Eyjólfsson, Gísli Pétur Hinriksson, Jóhann Sigurðarson og Ísgerður Gunn- arsdóttir. Myndin hefur verið sýnd á hinni alþjóðlegu A-hátíð Shanghai International Film Festi- val og hlotið lofsamlega dóma í hinu virta kvikmyndariti Variety. Leikstjórinn Einar Þór er um þess- ar mundir að ljúka við gerð heim- ildarmyndarinnar Norð Vestur, sem segir m.a. frá snjóflóðunum á Vestfjörðum 1995. Á næsta ári mun hann taka sér stutt hlé frá kvikmyndum og skrifa fyrir leik- hús, en hann hefur fengið styrk úr leikritunarsjóði Þjóðleikhússins til að skrifa verkið Pinsilon. Sýnd í fimm borg- um og heimsálfum HEIÐIN Kvikmyndin Heiðin verður sýnd í fimm borgum í þremur heimsálfum á næstunni. Jennifer Aniston mun leika á móti stjörnunum úr The Hang- over, Bradley Cooper og Zack Gaifianakis, í rómantísku gaman- myndinni You Are Here. Leikstjóri verður Matthew Weiner, höfund- ur sjónvarps- þáttanna Mad Men. Langt er í að myndin fari á hvíta tjaldið því tökur hefjast ekki fyrr en 2011. Rómantísk Aniston JENNIFER ANISTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.