Fréttablaðið - 12.11.2009, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 12.11.2009, Blaðsíða 32
32 12. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR UMRÆÐAN Sema Erla Serdar og Ingvar Sigurjónsson skrifa um Evr- ópumál Á Íslandi erum við það lánsöm að búa í heimsálfu þar sem lengi hefur ríkt friður. Þá eigum við ekki í erfiðleikum með að ferð- ast milli landa og það er auðveldara en nokkru sinni fyrr að stunda nám eða starfa nánast hvar sem er í álf- unni. Okkar kynslóð á það til að taka þessu sem gefnum hlut en fyrri kyn- slóðir sem muna tíma harðstjórn- ar kommúnista austar í álfunni og jafnvel tíma heimsstyrjalda gera það ekki. Þessum breyttu aðstæð- um Evrópubúa má meðal annars þakka stofnun Evrópusambandsins en það var stofnað í þeim tilgangi að stuðla að friði, frelsi og jafnrétti í álfunni með því að sameina ákveðna hagsmuni og auka samstarf á meðal þjóða Evrópu. Ísland hefur í langan tíma tekið þátt í samstarfi Evrópuþjóða. Hins vegar höfum við hingað til ekki óskað eftir því að taka skrefið til fulls þrátt fyrir að oft hafi komið upp umræða um slíkt. Nú höfum við hins vegar sótt um aðild að Evrópu- sambandinu og þar af leiðandi óskað eftir því að standa öðrum þátttak- endum samstarfsins jafnfætis. Af þeirri ástæðu var hreyfing Ungra evrópusinna stofnuð í sept- ember síðastliðnum. Um er að ræða þverpólitíska hreyfingu ungliða sem telja að hagsmunum Íslands geti verið best borgið með aðild að Evr- ópusambandinu, enda sé nauðsyn- legt fyrir þjóðina að taka fullan þátt í samstarfi Evrópuþjóða á efnahags- legum, menningarlegum, félagsleg- um og stjórnmálalegum grundvelli. Ungir evrópusinnar telja að Evr- ópusambandsaðild hafi margt að bjóða ungu fólki. Evrópusamband- ið rekur til dæmis sérstaka stefnu í málefnum ungs fólks, svokall- aða Ungmennaáætlun. Hún stuðlar meðal annars að auknu samstarfi og skilningi milli þjóða með því að auð- velda ungu fólki að öðlast reynslu í öðrum Evrópuríkjum, hvort sem það er með því að stunda nám, starfa eða vinna sjálfboðastörf innan Evrópu- sambandsins. Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi þess að unga fólk- ið okkar hafi kost á því að afla sér reynslu erlendis. Þrátt fyrir að Ísland sé nú þegar þátttakandi í ungmennaáætlun sambandsins njóta Íslendingar ekki allra sömu réttinda og íbúar Evrópu- sambandsins. Sem dæmi má nefna að þar sem við erum ekki aðildar- ríki ESB þurfum við að borga mun hærri skólagjöld meðal annars í Bretlandi, en þar getur munurinn verið allt að 10.000 pund fyrir árið. Aðild að Evrópusambandinu myndi því gera ungum Íslendingum auð- veldara með að mennta sig annars staðar í Evrópu. Aðild myndi þar að auki leiða til fjölbreyttara og öflug- ara atvinnulífs hér á landi og ungt fólk fengi því fleiri tækifæri til þess að nýta menntun sína og reynslu hér heima. Þetta er aðeins eitt dæmi af fjöl- mörgum um kosti aðildar að Evrópu- sambandinu, en mikilvægt þó. Ungir evrópusinnar munu á næstunni dreifa upplýsingum um Evrópusam- bandið og koma hugsjónum og hug- myndafræði sambandsins á fram- færi við unga fólkið. Þá vilja Ungir evrópusinnar hvetja til og stuðla að opinni og upplýsandi umræðu um samstarf Evrópuríkja, en það er mikilvægt að umræðan sé málefna- leg og heiðarleg til þess að auðvelda ungu fólki, og öðrum, að taka upp- lýsta ákvörðun þegar kemur að því að kjósa um aðild Íslands að Evrópu- sambandinu. Sema Erla er formaður og Ingv- ar varaformaður Ungra evrópu- sinna. Evrópusambandið fyrir unga fólkið UMRÆÐAN Sigurður Sigurðsson skrifar um kirkjuna Hér birtist skv. áskor-unum og að gefnu tilefni ræða, sem undir- ritaður hélt í Hraungerð- is- og Villingaholtskirkj- um árið 2000. Mér finnst rétt að taka fram eftirfarandi vegna nýlið- inna atburða í kirkjunni minni á Selfossi, að sóknarfólkið ætti alltaf að ræða saman opinskátt og í einlægni, þegar upp koma ágreiningsmál. Byrja þarf á því að leggja spilin á borðið og leita sátta og fyrirgefningar eftir því sem kostur er. Þögn og skortur á upplýsingum innan safnaða geta leitt af sér illindi og hugmyndir um undirróður að ástæðulausu. Hér fer á eftir fyrri hluti ræðu minnar, sem fjallaði um kirkjuna og þjóna hennar í desemberbyrj- un árið 2000. Mér finnst hún eiga við enn í dag, þótt vonandi hafi orðið breyting til hins betra. „Ég fékk kristilegt uppeldi hjá ömmu minni og móður og bjó að því lengi, vaknaði með bæn á vörum og árum saman las eg mig í svefn að kvöldi með falleg- um bænum og versum, 33 urðu þau flest í einni runu, en fleiri kunni eg. Þetta var mín barna- trú. Sambandið, eitt sinn svo heitt og hjartanlegt milli mín og trúar- innar hefur kólnað. Ég hef hægt og bítandi orðið viðskila við boð- skap kirkjunnar. Ýmsir munu því kalla mig trúleysingja. Í von um betri tíð hef eg þó ekki sagt mig úr kirkjunni minni ennþá, en hef yfirvegað slíkt. Kirkjutónlistin seiðir mig til sín með sama undra- krafti og forðum. Mér finnst að kirkjan sé annað en það sem hún á að vera, að of fáir prestar noti predikunarstól- inn til að tala um það sem máli skiptir, að ýmsir þjónar kirkjunn- ar séu ekki það fordæmi sem vera ber. Þó viðurkenni ég á sömu stundu, að í hópi dýrmætustu vina minna eru prestar, sómakærir heiðurs- menn og huggarar, yndislegir græðarar hyldjúpra sálarsára. Ég met þá öðrum mönnum meira. Eg veit reyndar líka, að flestir hinna eru líka heiðursmenn. Mér stend- ur þó ekki á sama um allt, sem, fram fer og fer framhjá kirkjunn- ar þjónum. Ég bið menn nú að halda sér fast, því að nú segi ég kirkjunni minni og ófullkomnum þjónum hennar til syndanna. Á sama hátt á kirkjan að tyfta mig og aðra ófullkomna syndaseli, þegar ástæða er til. Ég átel: Óeiningu, óreiðu, orða- gjálfur og dreissugheit, sýndar- mennsku og siðleysi, makræði og græðgi, hégóma og helgislepju – innan kirkjunnar – fleira mætti telja, en nóg er komið í bili. Ég geri miklu meiri kröfur til presta en til almennings. Þeir eiga að vera fyrir- myndir og leiðtogar æsk- unnar. Prestar þurfa þó ekki að ganga á víxl með helgisvip og sútarsvip alla daga. Þeir eiga að vera eðlilegir, hreinlynd- ir, tala mál sem skilst, safaríkt og kjarngott, standa við hlið fólksins og deila kjörum með því en hreykja sér ekki. Kirkjan má ekki réttlæta óvandaða breytni og ólifnað sinna þjóna með því að segja að þeir séu bara menn. Finnist þar einn syndabelgur, sem hvorki iðrast né bætir fyrir brot sitt strax, skal víkja honum úr musterinu, út fyrir garð í ábyrgð- arminna hlutverk. Læknar dýra og manna, sem byrla ólyfjan lenda úti á köldum klaka. Ég vil að prestar láti ógert, að byrla óspilltum sálum and- legri ólyfjan með breytni sinni. Þeir eiga að temja skap sitt, örva og hvessa viljann, leggja niður hégómlegar deilur í eigin hópi um mál sem engu skipta, fægja eigið siðferði og horfa ekki aðgerðar- lausir á á siðferði landsmanna hrapa í verði eins og nú gerist. Óregla, óhamingja, mannleg eymd og rugl vex í sífellu sökum afskiptaleysis, skorts á hvatningu, viðvörun og leiðsögn úr predikun- arstólum landsins og vegna skorts á aga og góðu fordæmi foreldra og annarra. Allt þetta ætti kirkjan að geta haft í hendi en gerir ekki eins og mætti. Á meðan fjölgar hjóna- skilnuðum og börnum með sár á sálinni. Þungur straumur eiturlyfja inn í landið eyðileggur æskufólkið og tryllir marga eldri. Hér á kirkj- an að láta að sér kveða svo að um munar. Prestar mega ekki hika við að koma fram með myndug- leika gagnvart siðblindu stjórn- valda og siðleysi almennings og einstaklinga og berja í brestina. Kirkjan þarf jafnframt að upp- ræta siðferðisbrestinn og illgres- ið úr eigin garði, svo að hún verði trúverðug. Hún þarf að skóla og sigta rækilegar en nú er gert þann hóp sem sleppt er lausum til að vera andlegir leiðtogar lýðsins. Ég vona að sr. Kristinn fari nú ekki að halda að ég eigi við hann með þess- um orðum. Mér finnst hann ein- mitt hæfilega alþýðlegur og mátu- lega skrýtinn eins og ég og fleiri hér inni til þess að ná til hjartans og heilans með boðun sína. Nauðsynlegasta boðorðið er aðeins eitt: Breyttu við aðra eins og þú vilt, að aðrir breyti við þig. „Eitt bros getur dimmu í dags- ljós breytt“ (Einræður Starkaðar, E.Ben.) Þetta erindi ættu menn, leikir og lærðir, vígðir og óvígðir að lesa oft og læra, hafa yfir hátt og í hljóði og draga af því lær- dóm til að bæta samskipti sín við aðra menn, stóra og smáa, háa og lága.“ Höfundur er dýralæknir. Aðventuræða á Árnesþingi 2000UMRÆÐAN Gerður A. Árnadóttir skrifar um málefni fatlaðra Í dag eru 185 fatlaðir ein-staklingar með þroska- hömlun, einhverfu og fjölfötlun á biðlista eftir nauðsynlegri þjónustu til að geta lifað fullgildu lífi til jafns við ófatlað fólk. Hér er um að ræða lögbundna þjónustu sem veita skal skv. lögum um málefni fatlaðra. Ef frumvarp til fjárlaga 2010 nær fram að ganga verður ekki komið til móts við þarfir þessara einstakl- inga. Frumvarpið gerir heldur ekki ráð fyrir því að brugðist verði við eðlilegri fjölgun þeirra sem á slíkri þjónustu þurfa að halda á hverju ári, þrátt fyrir þá augljósu staðreynd að fötluð börn fæðast hér á landi og vaxa fram á fullorðinsár eins og önnur ungmenni. Að ári má því áætla að fjöldi einstaklinga á bið- listanum verði a.m.k. 220. Hér er að hluta um að ræða fortíðarvanda. Frá árinu 2006 hefur fjármagn til þess- arar þjónustu ekki verið í samræmi við þörf og nýliðun og því fjölgaði þeim einstaklingum sem ekki fengu nauðsynlega, lögbundna þjónustu. Í tíð Jóhönnu Sigurðardóttur sem félagsmálaráðherra varð nokkur breyting til betri vegar þó ekki væri nóg gert eins og núverandi biðlisti vitnar um. Hér er um að ræða lögbundna þjónustu við fólk sem fötl- unar sinnar vegna er háð aðstoð til að geta lifað líf- inu. Þegar slík þjónusta er ekki veitt eru brotin lög á þessum einstaklingum og mannréttindi þeirra ekki virt. Af hverju þykja stjórn- völdum mannréttindi fatl- aðs fólks minna virði en annarra? Núverandi ríkisstjórn hefur lagt áherslu á að við byggjum á Íslandi norrænt velferðarkerfi. Norræn vel- ferð felur í sér aðgang að menntun óháð efnahag, grunnþjónustu í heil- brigðiskerfinu og félagsþjónustu í samræmi við þarfir einstaklinga. Á Íslandi stendur menntakerfið vel og í kreppunni hefur verið stuðlað að auknum menntunartækifærum. Heilbrigðiskerfið okkar er gott og þó að þar hafi komið fram sparnað- arkröfur njóta allir Íslendingar heil- brigðisþjónustu þegar þeir þurfa á henni að halda. Þjónusta við fatlað fólk er hins vegar ekki í neinu sam- ræmi við fyrirliggjandi þörf. Þjón- ustu við fatlaða virðist alltaf mega skera niður gagnrýnislaust. Hvern- ig samrýmist það áherslunni á nor- rænt velferðarkerfi? Af hverju er í lagi að hunsa þarfir fatlaðs fólks fyrir lögbundna grunnþjónustu? Hvaða siðferði og áherslur vitna slík viðhorf um? Er íslenskur almenn- ingur sáttur við þær áherslur? Núverandi stjórnvöld voru kosin til að breyta forgangsröðuninni í samfélagi okkar, setja fólk fram- ar fjármagni og tryggja velferð. Frumvarp ríkisstjórnarinnar til fjárlaga ársins 2010 gengur gegn áherslunni um norrænt velferðar- kerfi, jöfnuð og réttlæti þegar litið er til þjónustu við fatlað fólk. Fjár- hagsvandi íslensku þjóðarinnar er þar engin afsökun. Þegar frumvarp- ið er lesið er augljóst að með ann- arri forgangsröðun er til nægilegt fjármagn til að mæta þörfum fatl- aðs fólks fyrir nauðsynlega þjón- ustu. Þá er þjónusta við fatlað fólk atvinnuskapandi verkefni því slík þjónusta kallar á fjölda starfa fyrir fólk á öllum aldri. Með bættri þjón- ustu við fatlað fólk felast því aug- ljós samfélagsleg tækifæri öllum til góðs. Sú ákvörðun að veita fötluðu fólki góða þjónusta snýst því um pól- itískan vilja og rétta forgangsröðun. Hefur ríkisstjórn Samfylkingar og VG slíkan vilja? Undirrituð skorar á Alþingi og ríkisstjórn að gera þær breytingar á fjárlagafrumvarpi næsta árs sem tryggja fötluðu fólki þjónustu í sam- ræmi við íslensk lög og sýna þannig í verki að fatlað fólk á Íslandi njóti mannréttinda, jafnréttis og eðli- legra lífsgæða til jafns við aðra íbúa þessa lands. Höfundur er formaður Lands- samtakanna Þroskahjálpar. Stendur Íslendingum á sama? SEMA ERLA SERDAR INGVAR SIGURJÓNSSON GERÐUR A. ÁRNADÓTTIR SIGURÐUR SIGURÐARSON mbósamlok 33 cl psí dós alltaf í leiðinni! ú og Pe J299kr. ÓDÝRT ALLA DAGA!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.