Fréttablaðið - 12.11.2009, Blaðsíða 58
42 12. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR
tonlist@frettabladid.is
TÓNNINN GEFINN
Trausti Júlíusson
Hljómsveitirnar Agent Fresco, FM Belfast
og Seabear munu allar spila á hinni árlegu
Eurosonic-hátíð sem verður haldin í Hol-
landi 14. til 16. janúar. Allar þessar sveitir
teljast með þeim efnilegri á landinu. Meðal
annars fékk Agent Fresco titilinn Bjartasta
vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum
fyrr á árinu. Á Eurosonic gefst hljómsveit-
unum tækifæri til að spila fyrir útsendara
frá öllum helstu tónlistarhátíðum Evrópu,
þar á meðal Hróarskelduhátíðinni, Glaston-
bury og Reading. Auk þess standa allar rík-
isútvarpsstöðvarnar í Evrópu að sameigin-
legum útsendingum frá hátíðinni.
Í byrjun þessa árs spiluðu fjórir íslensk-
ir flytjendur á hátíðinni, eða Dísa, Helgi
Hrafn Jónsson, Hjaltalín og For a Minor
Reflection. Í fyrra stigu þar á svið Mugi-
son, Bloodgroup, Jakobínarína og Ólafur
Arnalds.
„Þetta er poppað − „Skærbjart draumapopp“ − sagði
einhver. Músíkin er búin að léttast mjög mikið frá
síðustu plötu,“ segir Elíza Newman – Elíza úr Kol-
rössu krókríðandi – um lögin á nýju plötunni sinni,
Pie in the sky, sem Smekkleysa hefur gefið út.
„Þetta er önnur sólóplatan mín, en sjöunda stóra
platan í allt. Uss, helvíti er maður orðinn gamall!“
segir Elíza og hlær.
Tíu frumsamin lög eru á Pie in the Sky. Platan
var tekin upp í London og á Íslandi með upptöku-
stjóranum Gísla Kristjánsyni sem á og rekur hljóð-
verið Goodbeating í London. Þetta er sami Gísli og
bjó lengi í Noregi og gerði plötuna How about that
á vegum EMI árið 2007. „Hann kom mjög mikið inn
í þetta. Gerði allar útsetningar og spilaði á tromm-
ur, gítar, bassa, hljómborð og alls kyns glingur. Ég
mætti bara með demó þar sem ég spilaði á píanó og
söng og svo unnum við úr því. Þó þetta sé poppað,
er þetta þó engin venjuleg poppplata. Lögin eru öll
pínulítið skrýtin.“
Elíza býr þessa dagana í London þar sem hún
er í mastersnámi í kennslufræði tónlistar. „Það er
skrýtið að vera úti og vera að gefa út plötu á Íslandi.
Ég stefni á að koma heim að spila, þó líklega ekk-
ert fyrr en á næsta ári. Ég er ekkert að æsa mig of
mikið fyrir jól.“ - drg
Pínulítið skrítið popp
BAKA Á HIMNUM Ný plata með Elízu inniheldur skærbjart
draumapopp.
Suðræn tónlistarsprengja
úr norðri springur í Nor-
ræna húsinu um helgina.
Finnska hljómsveitin Shava
er ein sérstakasta hljóm-
sveit hátíðarinnar.
Heimstónlistarhátíðin Suðræn tón-
listarsprengja frá norðri fer fram í
Norræna húsinu nú um helgina. Á
hátíðinni verða margar áhugaverð-
ar hljómsveitir og er þetta hvalreki
fyrir þá sem hafa gaman af heims-
og þjóðlagatónlist. Alls koma sjö
hljómsveitir fram og líklega hefur
finnska sveitin Shava mesta aðdrátt-
araflið og sérstöðuna. Shava spilar
bhangra-tónlist í anda Bollywood
og syngur á finnsku. Þessi ein-
staki menningarbræðingur Shava
er gerður til þess að skemmta sér
og yfir og dansa með, en textarnir
fjalla um allt frá lífinu í úthverfum
Vestur-Helsinki að ást sem nær yfir
öll menningarlandamæri.
Finnsk melankólía í hressandi
Bollywood-gír
„Gamlar finnskar kvikmyndir
og Bollywood eru ekki svo fjarri
hvort öðru. Auk þess er melan kólía
og angurværð álíka í bhangra
og finnskri alþýðutónlist,“ sagði
söngvarinn Kiureli Sammallahti
nýlega í finnsku sjónvarpsviðtali.
Hann nemur alþýðutónlist við hina
finnsku Sibelius-akademíu. Líkt og
flestir meðlimir Shava hefur hann
dvalið lengi á Indlandi.
Nafn hljómsveitarinnar hefur
enga heimspekilega skírskotun. Að
hrópa „Shava, Shava“ er hin punjab-
íska (hérað í Pakistan og Indlandi)
hefð til þess að sýna að fólk sé að
skemmta sér; hefð sem bandið vill
gjarnan kenna vestrænum aðdáend-
um sínum.
Shava er lokanúmerið á föstu-
dagskvöldið og hefur leik kl. 22.
Dagskráin hefst tveimur tímum fyrr
með leik dúettsins Trans-Nations,
sem seiðir fram tóna úr framandi
hljóðfærum undir gambískum og
evrópskum áhrifum. Hljómsveitina
skipa hin danska Inga Thommesen
og Basiru Suso frá Gambíu. Helgi
og hljóðfæraleikararnir frá Eyja-
firði koma líka fram, en þessi aldna
eðalsveit spilar pönkskotið þjóðlaga-
rokk af mikilli ákefð.
Áfram bland í poka
Veislan heldur áfram á laugardags-
kvöldið þegar fjórar sveitir stíga á
svið. Hin grænlenska Dida hefur
leikinn kl. 19. Hún syngur græn-
lensk þjóðlög sem hún hefur sjálf
útsett á nýstárlegan hátt. Næst
er það sextettinn Another World,
sem spilar djass undir áhrifum frá
Vestur-Afríku. Hljómsveitina skipa
nokkrir af þekktustu djassistum
Danmerkur. Klukkan 21 er komið
að hljómsveitinni Skrå frá Álands-
eyjum. Hún hefur alltaf verið með
annan fótinn í hefðbundinni nor-
rænni þjóðlagatónlist en innblást-
urinn kemur hvaðanæva að svo úr
verður skemmtileg blanda, hefð-
bundin en um leið framandi. Loka-
atriði kvöldsins er hin norska sveit
DJ Nad Jee, sem spilar fjöruga
bhangra-tónlist, eins og má heyra í
Bollywood-myndum. Sveitin bland-
ar líka áhrifum frá rappi og house-
tónlist í músík sína.
Hægt verður að gæða sér á fram-
andi mat frá suðlægum löndum
fyrir tónleikana og á milli atriða.
Miðasala stendur nú yfir á midi.is.
Verð á bæði kvöldin er 4.500 kr. en
2.500 kr. á hvort kvöld um sig. Frek-
ari upplýsingar má finna á www.
norrraenahusid.is.
drgunni@frettabladid.is
Finnsk Bollywood-melan-
kólía í Norræna húsinu
ANGURVÆRÐ OG STUÐ Finnska hljómsveitin Shava spilar í Norræna húsinu á föstu-
dagskvöldið.
ÞJÓÐLAGAPÖNK! Helgi mætir í bæinn
með hljóðfæraleikurunum.
Ísland á Eurosonic
> Plata vikunnar
Hjálmar - IV
★★★★
„Alvöru reggí á bestu plötu
Hjálma, sem er jafnframt ein
besta plata ársins.“ - kg
> Í SPILARANUM
Hjaltalín - Terminal
Megas & Senuþjófarnir - Segðu ekki frá (Með
lífsmarki)
Julian Casablancas - Phrazes for the Young
Slayer - World Painted Blood
HJALTALÍNJULIAN CASABLANCAS
Nú er kominn sá tími þegar tónlistarpressan setur sig í stellingar til
að velja plötur ársins. Listarnir birtast yfirleitt í janúarheftum helstu
tímaritanna sem koma í verslanir um mánaðamótin nóv/des. Dagblöð og
netmiðlar birta sína lista svo yfirleitt þegar nær dregur áramótum. Nú
ber hins vegar svo við að tímaritið Q tók forskot á sæluna og birti lista
yfir fimmtíu bestu plötur ársins í desemberblaðinu sem kom út seint í
október. Alltaf gaman að vera fyrstur, en er þetta nú ekki einum of?
Listi Q er að mestu leyti fyrirsjáanlegur. Plötur með breskum flytj-
endum eru áberandi og að venju eru þeir Q-menn hallir undir plötur
gefnar út af gömlu útgáfurisunum. Platan sem er í fyrsta sæti kemur
samt á óvart. West Ryder Pauper Lunatic Asylum með Leicester-sveit-
inni Kasabian. Plata sem fékk ekkert sérstaka dóma og sem mér hafði
ekki einu sinni dottið í hug að hlusta á. En það góða við svona lista er
að maður uppgötvar eitthvað sem maður hefði annars farið á mis við
og þessi Kasabian-plata er bara helvíti fín. Ekki plata ársins kannski,
en samt alveg þess virði að bæta henni í safnið. Fínar lagasmíðar, flott
sánd og hugmyndaríkar útsetningar. Annars er listi Q frá 2-10 svona:
2. Lungs - Florence & The Machine 3. It’s Bliss - Yeah Yeah Yeahs 4.
Merriweather Post Pavillion - Animal Collective 5. Journal for Plague
Lovers - Manic Street Preachers 6. Humbug - Arctic Monkeys 7. The
Resistance - Muse 8. It’s Not Me, It’s You - Lily Allen 9. No Line on the
Horizon - U2 10. Wolfgang Amadeus Phoenix – Phoenix.
Forskot á sæluna
KASABIAN Nýjasta platan var óvænt plata ársins hjá tímaritinu Q.
AGENT FRESCO Hljómsveitin Agent Fresco spilar á
Eurosonic-hátíðinni í Hollandi um miðjan janúar.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Stórhöfði 17 (gengið inn um Veggsport)
Sími: 695 8464 og 772 1025
www.jogastudio.bloggar.is
Hot jóga
Hatha Jóga
Byrjendanámskeið
Meðgöngujóga námskeið
Stakur tími 1.500 kr.
Mánaðarkort 9.265 kr.
3 mánaðakort 20.315 kr.
6 mánaðakort 30.600 kr.
15%
afsláttur af
öllum kortum
opnunartilboð
Byrjendanámskeið 12.665 kr.
Meðgöngujóga námskeið 9.265 kr.
Innifalið í kortum eru allir opnir tímar
ásamt þeirri þjónustu sem boðið er upp á
í Veggsport.
Ný og persónuleg jógastöð