Fréttablaðið - 12.11.2009, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 12.11.2009, Blaðsíða 58
42 12. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Hljómsveitirnar Agent Fresco, FM Belfast og Seabear munu allar spila á hinni árlegu Eurosonic-hátíð sem verður haldin í Hol- landi 14. til 16. janúar. Allar þessar sveitir teljast með þeim efnilegri á landinu. Meðal annars fékk Agent Fresco titilinn Bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum fyrr á árinu. Á Eurosonic gefst hljómsveit- unum tækifæri til að spila fyrir útsendara frá öllum helstu tónlistarhátíðum Evrópu, þar á meðal Hróarskelduhátíðinni, Glaston- bury og Reading. Auk þess standa allar rík- isútvarpsstöðvarnar í Evrópu að sameigin- legum útsendingum frá hátíðinni. Í byrjun þessa árs spiluðu fjórir íslensk- ir flytjendur á hátíðinni, eða Dísa, Helgi Hrafn Jónsson, Hjaltalín og For a Minor Reflection. Í fyrra stigu þar á svið Mugi- son, Bloodgroup, Jakobínarína og Ólafur Arnalds. „Þetta er poppað − „Skærbjart draumapopp“ − sagði einhver. Músíkin er búin að léttast mjög mikið frá síðustu plötu,“ segir Elíza Newman – Elíza úr Kol- rössu krókríðandi – um lögin á nýju plötunni sinni, Pie in the sky, sem Smekkleysa hefur gefið út. „Þetta er önnur sólóplatan mín, en sjöunda stóra platan í allt. Uss, helvíti er maður orðinn gamall!“ segir Elíza og hlær. Tíu frumsamin lög eru á Pie in the Sky. Platan var tekin upp í London og á Íslandi með upptöku- stjóranum Gísla Kristjánsyni sem á og rekur hljóð- verið Goodbeating í London. Þetta er sami Gísli og bjó lengi í Noregi og gerði plötuna How about that á vegum EMI árið 2007. „Hann kom mjög mikið inn í þetta. Gerði allar útsetningar og spilaði á tromm- ur, gítar, bassa, hljómborð og alls kyns glingur. Ég mætti bara með demó þar sem ég spilaði á píanó og söng og svo unnum við úr því. Þó þetta sé poppað, er þetta þó engin venjuleg poppplata. Lögin eru öll pínulítið skrýtin.“ Elíza býr þessa dagana í London þar sem hún er í mastersnámi í kennslufræði tónlistar. „Það er skrýtið að vera úti og vera að gefa út plötu á Íslandi. Ég stefni á að koma heim að spila, þó líklega ekk- ert fyrr en á næsta ári. Ég er ekkert að æsa mig of mikið fyrir jól.“ - drg Pínulítið skrítið popp BAKA Á HIMNUM Ný plata með Elízu inniheldur skærbjart draumapopp. Suðræn tónlistarsprengja úr norðri springur í Nor- ræna húsinu um helgina. Finnska hljómsveitin Shava er ein sérstakasta hljóm- sveit hátíðarinnar. Heimstónlistarhátíðin Suðræn tón- listarsprengja frá norðri fer fram í Norræna húsinu nú um helgina. Á hátíðinni verða margar áhugaverð- ar hljómsveitir og er þetta hvalreki fyrir þá sem hafa gaman af heims- og þjóðlagatónlist. Alls koma sjö hljómsveitir fram og líklega hefur finnska sveitin Shava mesta aðdrátt- araflið og sérstöðuna. Shava spilar bhangra-tónlist í anda Bollywood og syngur á finnsku. Þessi ein- staki menningarbræðingur Shava er gerður til þess að skemmta sér og yfir og dansa með, en textarnir fjalla um allt frá lífinu í úthverfum Vestur-Helsinki að ást sem nær yfir öll menningarlandamæri. Finnsk melankólía í hressandi Bollywood-gír „Gamlar finnskar kvikmyndir og Bollywood eru ekki svo fjarri hvort öðru. Auk þess er melan kólía og angurværð álíka í bhangra og finnskri alþýðutónlist,“ sagði söngvarinn Kiureli Sammallahti nýlega í finnsku sjónvarpsviðtali. Hann nemur alþýðutónlist við hina finnsku Sibelius-akademíu. Líkt og flestir meðlimir Shava hefur hann dvalið lengi á Indlandi. Nafn hljómsveitarinnar hefur enga heimspekilega skírskotun. Að hrópa „Shava, Shava“ er hin punjab- íska (hérað í Pakistan og Indlandi) hefð til þess að sýna að fólk sé að skemmta sér; hefð sem bandið vill gjarnan kenna vestrænum aðdáend- um sínum. Shava er lokanúmerið á föstu- dagskvöldið og hefur leik kl. 22. Dagskráin hefst tveimur tímum fyrr með leik dúettsins Trans-Nations, sem seiðir fram tóna úr framandi hljóðfærum undir gambískum og evrópskum áhrifum. Hljómsveitina skipa hin danska Inga Thommesen og Basiru Suso frá Gambíu. Helgi og hljóðfæraleikararnir frá Eyja- firði koma líka fram, en þessi aldna eðalsveit spilar pönkskotið þjóðlaga- rokk af mikilli ákefð. Áfram bland í poka Veislan heldur áfram á laugardags- kvöldið þegar fjórar sveitir stíga á svið. Hin grænlenska Dida hefur leikinn kl. 19. Hún syngur græn- lensk þjóðlög sem hún hefur sjálf útsett á nýstárlegan hátt. Næst er það sextettinn Another World, sem spilar djass undir áhrifum frá Vestur-Afríku. Hljómsveitina skipa nokkrir af þekktustu djassistum Danmerkur. Klukkan 21 er komið að hljómsveitinni Skrå frá Álands- eyjum. Hún hefur alltaf verið með annan fótinn í hefðbundinni nor- rænni þjóðlagatónlist en innblást- urinn kemur hvaðanæva að svo úr verður skemmtileg blanda, hefð- bundin en um leið framandi. Loka- atriði kvöldsins er hin norska sveit DJ Nad Jee, sem spilar fjöruga bhangra-tónlist, eins og má heyra í Bollywood-myndum. Sveitin bland- ar líka áhrifum frá rappi og house- tónlist í músík sína. Hægt verður að gæða sér á fram- andi mat frá suðlægum löndum fyrir tónleikana og á milli atriða. Miðasala stendur nú yfir á midi.is. Verð á bæði kvöldin er 4.500 kr. en 2.500 kr. á hvort kvöld um sig. Frek- ari upplýsingar má finna á www. norrraenahusid.is. drgunni@frettabladid.is Finnsk Bollywood-melan- kólía í Norræna húsinu ANGURVÆRÐ OG STUÐ Finnska hljómsveitin Shava spilar í Norræna húsinu á föstu- dagskvöldið. ÞJÓÐLAGAPÖNK! Helgi mætir í bæinn með hljóðfæraleikurunum. Ísland á Eurosonic > Plata vikunnar Hjálmar - IV ★★★★ „Alvöru reggí á bestu plötu Hjálma, sem er jafnframt ein besta plata ársins.“ - kg > Í SPILARANUM Hjaltalín - Terminal Megas & Senuþjófarnir - Segðu ekki frá (Með lífsmarki) Julian Casablancas - Phrazes for the Young Slayer - World Painted Blood HJALTALÍNJULIAN CASABLANCAS Nú er kominn sá tími þegar tónlistarpressan setur sig í stellingar til að velja plötur ársins. Listarnir birtast yfirleitt í janúarheftum helstu tímaritanna sem koma í verslanir um mánaðamótin nóv/des. Dagblöð og netmiðlar birta sína lista svo yfirleitt þegar nær dregur áramótum. Nú ber hins vegar svo við að tímaritið Q tók forskot á sæluna og birti lista yfir fimmtíu bestu plötur ársins í desemberblaðinu sem kom út seint í október. Alltaf gaman að vera fyrstur, en er þetta nú ekki einum of? Listi Q er að mestu leyti fyrirsjáanlegur. Plötur með breskum flytj- endum eru áberandi og að venju eru þeir Q-menn hallir undir plötur gefnar út af gömlu útgáfurisunum. Platan sem er í fyrsta sæti kemur samt á óvart. West Ryder Pauper Lunatic Asylum með Leicester-sveit- inni Kasabian. Plata sem fékk ekkert sérstaka dóma og sem mér hafði ekki einu sinni dottið í hug að hlusta á. En það góða við svona lista er að maður uppgötvar eitthvað sem maður hefði annars farið á mis við og þessi Kasabian-plata er bara helvíti fín. Ekki plata ársins kannski, en samt alveg þess virði að bæta henni í safnið. Fínar lagasmíðar, flott sánd og hugmyndaríkar útsetningar. Annars er listi Q frá 2-10 svona: 2. Lungs - Florence & The Machine 3. It’s Bliss - Yeah Yeah Yeahs 4. Merriweather Post Pavillion - Animal Collective 5. Journal for Plague Lovers - Manic Street Preachers 6. Humbug - Arctic Monkeys 7. The Resistance - Muse 8. It’s Not Me, It’s You - Lily Allen 9. No Line on the Horizon - U2 10. Wolfgang Amadeus Phoenix – Phoenix. Forskot á sæluna KASABIAN Nýjasta platan var óvænt plata ársins hjá tímaritinu Q. AGENT FRESCO Hljómsveitin Agent Fresco spilar á Eurosonic-hátíðinni í Hollandi um miðjan janúar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Stórhöfði 17 (gengið inn um Veggsport) Sími: 695 8464 og 772 1025 www.jogastudio.bloggar.is Hot jóga Hatha Jóga Byrjendanámskeið Meðgöngujóga námskeið Stakur tími 1.500 kr. Mánaðarkort 9.265 kr. 3 mánaðakort 20.315 kr. 6 mánaðakort 30.600 kr. 15% afsláttur af öllum kortum opnunartilboð Byrjendanámskeið 12.665 kr. Meðgöngujóga námskeið 9.265 kr. Innifalið í kortum eru allir opnir tímar ásamt þeirri þjónustu sem boðið er upp á í Veggsport. Ný og persónuleg jógastöð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.