Fréttablaðið - 12.11.2009, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 12.11.2009, Blaðsíða 4
4 12. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR 3 kr. afsl. af el dsne ytislít ranu m 2 kr. (1,5 %) af sl. í f ormi Vilda rpun kta Ic eland air Allta f með Stað greið sluko rtinu : 20–25% aukaafsláttur af ýmsum vetrarvörum og skyndibita með Staðgreiðslukorti Sæktu um Staðgreiðslukortið á olis.is, á næstu Olís-stöð eða í síma 515 1141 Við höldum með þér! HEILBRIGÐISMÁL Talið er nauðsyn- legt að banna ungmennum innan átján ára að nota ljósabekki vegna hættu sem þeim stafar af notkun þeirra. „Geislavarnastofnanir Norður- landa hafa áður sent frá sér ráð- leggingar þar sem mælt var gegn notkun ljósabekkja, sérstaklega hjá ungu fólki,“ segir Þorgeir Sigurðs- son hjá Geislavörnum ríkisins sem ásamt systurstofnunum sínum í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi leggja til ljósabekkjabann fyrir börn og unglinga. Álfheiður Ingadóttir heilbrigðis- ráðherra segir að í ráðuneytinu hafi verið fylgst náið með aðdraganda nýju samþykktar Geislavarnastofn- ananna. „Það er verið að kanna hvaða leiðir þarf að fara til þess að verða við þessum tilmælum. Spurn- ingin er hvort lagabreytingu þurfi eða hvort reglugerðarbreyting er nóg,“ segir Álfheiður sem bætir við að rannsóknir sýni ótvírætt að ljósabekkir valdi húðkrabbameini og hættan slík að til greina komi að takmarka einnig aðgang eldra fólks að bekkjunum. „Í mínum huga þarf að minnsta kosti að vara mjög sterklega við notkun ljósabekkja.“ Þorgeir minnir á að virt alþjóð- leg krabbameinsstofnun í Frakk- landi skilgreindi í sumar ljósabekki sem krabbameinsvaldandi. Lönd á borð við Frakkland, Spán, Skotland, Belgíu og Portúgal hafa þegar sett aldursmörk á notkun bekkjanna. Sama gildir um sex af sjö fylkjum Ástralíu. Geislavarnir ríkisins segja að áðurnefndum aldurshópi sé sérstök hætta búin af ljósabekkjum því sól- bruni á þessu æviskeiði auki hætt- una á því að viðkomandi einstakl- ingur fái illkynja sortuæxli síðar á lífsleiðinni. Slík mein séu talin alvarlegust allra húðkrabbameina. Þorgeir segir að sólbaðstofueig- endur hafi gjarnan borið við að fólk sólbrynni síður í ljósabekkjum en í sólbaði. „Rannsókn sem Lýðheilsu- stöð gerði sýnir hins vegar að fólk brennur allt eins í ljósabekkjum og ungt fólk varar sig síður á þeirri hættu en þeir sem eldri eru,“ segir hann. Geislavarnir ríkisins gáfu út sérstaka viðvörun vegna notkunar ljósabekkja á árinu 2005. Þorgeir segir að síðan hafi nokkuð dregið úr notkun bekkjanna meðal full- orðinna en minna hjá yngsta fólk- inu. Samkvæmt síðustu mælingum fór um fimmtungur barna á aldr- inum tólf til fimmtán ára einhvern tíma í ljós næstu tólf mánuðina þar á undan. Í aldurshópnum sextán til nítján ára var hlutfallið nærri fimmtíu prósent. . gar@frettabladid.is Ljósabekkir bannaðir börnum Geislavarnir ríkisins vilja að ungmennum innan átján ára sé bönnuð notkun ljósabekkja og heilbrigðis- ráðuneytið vinnur að undirbúningi þess. Hugsanlegt að takmarka einnig notkun eldra fólks á bekkjunum. Í LJÓSUM Ungu fólki er svo mikil hætta búin við sólbruna að heilbrigðisráðuneytið undirbýr nú að sett verði átján ára aldurstakmark á notkun ljósabekkja. VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 23° 9° 7° 7° 12° 9° 8° 6° 6° 24° 14° 25° 12° 21° 1° 14° 15° 4° Á MORGUN 8-15 m/s, hvassast syðst. LAUGARDAGUR Stífur vindur NV-til og við SA-ströndina. 6 8 6 4 3 4 4 5 5 7 2 17 11 8 7 7 5 7 6 13 15 10 6 6 4 4 5 6 4 4 2 5 STREKKINGS VINDUR Veðrið verður ekkert sérlega skaplegt næstu dagana og heldur stífar austlægar áttir ríkjandi. Hvassast verður sunnan- lands og með ströndum landsins. Úrkoman verður að mestu bundin við austanvert landið en ætlar þó ekki að verða mikil. Elísabet Margeirsdóttir Veður- fréttamaður Rangt var farið með nafn verslunar sem Hrefna Björk Sverrisdóttir rekur í Noregi í blaðinu í fyrradag. Nafn verslunarinnar er ER. LEIÐRÉTTING FÉLAGSMÁL „Hann var í fylgd með einum manni til miðnættis, en eftir það var hann einn á ferð,“ sagði svissneski blaðamaðurinn Attilla Szenogrady þegar Frétta- blaðið hafði samband við hann. Szenogrady var viðstaddur þegar kveðinn var upp dómur í Zürich í máli Pálma Jónssonar gegn framkvæmdastjóra nektar- staðarins Moulin Rouge í Zürich. Szenogrady segir dómsúrskurð- inn ekki gerðan opinberan fyrr en eftir tvo til þrjá mánuði. Í frásögn Szenogradys, sem birtist í svissneska netmiðlin- um „20 minuten online“, segir að þrjár rússneskar konur hafi verið í fylgd Pálma. Hann hafi keypt handa þeim hverja kampavíns- flöskuna á fætur annarri. Við réttarhöldin kom fram að 67 þúsund frankar voru teknir af kreditkorti Knattspyrnusam- bands Íslands þessa nótt, þar af níu þúsund frankar, eða ríf- lega milljón krónur á núverandi gengi, áður en hann kom á Moulin Rouge. Nærri helmingurinn, eða um 30 þúsund frankar, hafi verið tekinn af kortinu undir lokin, á rúmlega tveggja klukkustunda tímabili frá 4.30 til 6.40. Szenogrady segir í grein sinni að framkvæmdastjórinn hafi verið sýknaður af ákærum Pálma. Hins vegar hlaut hann skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir skjalafals og skattsvik, sem koma ákærum Pálma ekkert við. - gb Svissneskur blaðamaður staðfestir að Pálmi hafi verið einn á ferð eftir miðnætti: Úttektir dreifðust á fleiri staði SUÐUR-AFRÍKA, AP Vísindamenn í Suður-Afríku segjast hafa upp- götvað áður óþekkta tegund af risaeðlum. Þeir telja eðluna týnda hlekkinn á milli risaeðla og smærri afkomenda þeirra. Steingervingafræðingurinn Adam Yates, sem starfar við Wit- watersrand-háskóla í Suður-Afr- íku, kynnti niðurstöður rann- sóknar sinnar á blaðamannafundi í Jóhannesarborg í gær ásamt því að sýna nokkur beina eðlunnar. Hún hefur fengið heitið Aardonyx Celestae. Samkvæmt kenningu Yates og teymis hans voru eðlur af þess- ari tegund uppi fyrir tvö hundr- uð milljón árum. Þær voru jurta- ætur sem gengu á afturfótunum og voru 1,7 metrar á hæð. - jab Ný risaeðlutegund kynnt: Týndur hlekk- ur fundinn SVONA LEIT HÚN ÚT Steingervingafræð- ingurinn David Yates kynnti risaeðluna á blaðamannafundi í Suður-Afríku í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP UMFERÐARMÁL Skrifað verður undir samstarfssamning Umferðarstofu og sveitarfélaga á Suðurnesjum um bætt umferð- aröryggi í dag. Gerð verður umferðaröryggisáætlun og sem flestir virkjaðir til þátttöku. Reykjanesbær hefur þegar skrifað undir sams konar sam- komulag en önnur sveitarfélög á Suðurnesjunum fylgja nú í kjöl- farið. Sérstök áhersla verður lögð á öryggi óvarinnar umferð- ar, gangandi og hjólandi, og þá verður horft til umhverfis skóla, leikskóla, félagsmiðstöðva og íþróttamannvirkja. - kóp Sveitarfélög á Suðurnesjum: Samstarf um bætta umferð PÁLMI JÓNSSON Næturbrölt fjármálastjóra KSÍ átti sér stað árið 2005. Málinu virðist hins vegar ekki enn lokið. ÞORGEIR SIGURÐSSON ÁLFHEIÐUR INGADÓTTIR GENGIÐ 11.11.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 226,6297 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 123,84 124,44 206,3 207,3 186,13 187,17 25,011 25,157 22,226 22,356 18,182 18,288 1,3776 1,3856 198,49 199,67 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.