Fréttablaðið - 12.11.2009, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 12.11.2009, Blaðsíða 16
16 12. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR Bandaríkin frá: 14.900 kr. 24.900 kr. Aðra leið með sköttum og öðrum greiðslum. Aðra leið með sköttum og öðrum greiðslum. Evrópa frá: Bókað u núna! með ánægju Við hjá Iceland Express erum ekkert að velta okkur upp úr fortíðinni heldur kappkostum á hverjum degi að bjóða samkeppnishæft verð. Allt frá byrjun hefur Iceland Express veitt stöðuga samkeppni og haldið öðrum á markaðnum við efnið. Við sýnum aðhald í rekstri en gætum þess alltaf að halda þjónustustiginu háu. Bókaðu flug til Evrópu eða Bandaríkjanna á www.icelandexpress.is Rödd skynseminnar Þú flýgur ekki eftir á! www.icelandexpress.is F í t o n / S Í A F I 0 3 1 2 0 5 SKATTAMÁL Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður fjárlaganefndar, segir að afnám sjómannaafsláttar hafi ekki komið til umræðu í fjár- lagavinnu fyrir árið 2010. Þeirri hug- my nd hefur verið f leygt oftar en einu sinni að undan- förnu að eðli- legt væri að létta útgjöldum, sem námu 1,1 milljarði í fyrra, af ríkissjóði með afnámi eða tilfærslu sjómannaaf- sláttar. Björn Valur Gíslason, þing- maður Vinstri grænna og varafor- maður fjárlaganefndar, gerði svo í byrjun september. Stefán Aðal- steinsson, framkvæmdastjóri Bandalags háskólamanna, gerir slíkt hið sama. Stefán segir það með öllu ástæðulaust, og í raun fráleitt, að ríkið sé að niðurgreiða launa- kostnað útgerðarinnar. Sérstak- lega hljóti menn að líta til þessa þegar niðurskurðarhnífurinn er á lofti um allt samfélagið og laun séu lækkuð á almenna markaðnum jafnt sem hjá ríkinu. „Þetta er ein- faldlega spurning um skattalaga- breytingu. Þetta er svipuð upp- hæð og verið er að skera niður hjá Fæðingarorlofsjóði og menn eru að eltast við miklu lægri upphæðir en þetta í fjárlagavinnunni.“ Stefán telur það einnig koma til greina að tekjutengja sjómanna- afsláttinn eins og hverjar aðrar bætur. „Þá myndi greiðsla afslátt- arins lækka í hlutfalli við tekjur. Það verður jú að hafa hugfast að tekjur sjómanna eru misjafnlega góðar.“ Guðbjartur Hannesson bendir á að sjómannaafslátturinn sé kjara- samningsbundin réttindi og ljóst að útgerðarmenn verði að taka á sig greiðslu sjómannaafsláttar verði hann færður frá ríkinu. „Þetta var upphaflega frágangur kjarasamnings þar sem ríkið lagði til vissa upphæð til að liðka fyrir samningum. Ef menn ætla að taka þetta út verður útgerðin að taka þetta á sig.“ Það er kunnara en frá þurfi að segja að útgerðarmenn og sjómenn hafa aftekið með öllu að hróflað verði við sjómannaafslættinum í þeirri mynd sem hann er. Útgerð- armenn eru ekki til viðtals um að taka á sig kostnaðinn og sjómenn hafa sagt fráleitt að stjórnvöld hafi bein afskipti af kjörum einnar stéttar með þessum hætti. Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins, segir ekki koma til greina að breyta sjómannaafslættinum. Hugmyndin hafi lauslega verið rædd í hans eyru en „aldrei verið sett niður á blað með formlegum hætti“. svavar@frettabladid.is Sjómannaafslátturinn ekki til tals við fjárlagagerðina Spurt er hvort eðlilegt sé að ríkið greiði niður launakostnað útgerðarinnar í formi sjómannaafsláttar. Framkvæmdastjóri BHM segir fráleitt að hátekjumenn njóti skattafríðinda á niðurskurðartímum. GUÐBJARTUR HANNESSON VILHJÁLMUR EGILSSON STEFÁN AÐALSTEINSSON SNJÓR Í KÍNA Morgun einn nú í vikunni blasti við ljósmyndara í Peking sjón sem Íslendingum ætti að vera kunnugleg: maður að skafa snjó af bílnum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÓMSMÁL Tæplega tvítug stúlka hefur verið dæmd í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi, 150 þús- und króna sekt og til sviptingar ökuréttar í tólf mánuði fyrir ýmis brot. Stúlkan stal matvöru, þar á meðal tveimur hamborgara- hryggjum. Þá stal hún fatnaði, svo sem gallabuxum og snyrti- vörum. Loks ók hún bifreið undir áhrifum fíkniefna og án ökurétt- inda. Við ákvörðun refsingar stúlk- unnar var litið til þess að hún er ung að árum og hefur játað brot sín greiðlega. - jss Tæplega tvítug stúlka: Lét greipar sópa í verslunum LEIKSKÓLAMÁL Samráðsfundur með foreldrum leikskólabarna og leikskólasviðs Reykjavíkur er boðaður í dag klukkan 17.15. Á fundinum verður fjallað um grunnforsendur og markmið í starfs- og fjárhagsáætlun 2010. Ragnar Sær Ragnarsson, for- maður leikskólaráðs, og Hildur Skarphéðinsdóttir, skrifstofu- stjóri á leikskólaskrifstofu, munu halda stutt erindi, en síðan verða umræður. Sérstaklega er leitað eftir þátttöku fulltrúa í foreldraráð- um og foreldrafélögum leikskól- anna að því er fram kemur á heimasíðu Reykjavíkurborgar. Fundurinn verður hald- inn í sal Miðbæjarskólans að Fríkirkjuvegi 1. - sbt Fjárhagsáætlun og leikskólar: Foreldrar funda um stöðu mála Maður, sem stundar sjómennsku á íslensku skipi eða skipi sem gert er út af íslensku skipafélagi, skal njóta sérstaks afsláttar, sjó- mannaafsláttar, sem koma skal til frádráttar reikn uðum tekjuskatti af þeim launum sem hann hafði fyrir sjómannsstörf. Rétt til sjómannaafsláttar hafa þeir sem stunda sjómennsku og lögskráðir eru í skipsrúm á fiskiskipi. Sama rétt skulu þeir menn eiga sem ráðnir eru sem fiskimenn eða stunda fiskveiðar á eigin fari þótt ekki sé skylt að lögskrá þá. Enn fremur eiga rétt til sjómannaafsláttar lögskráðir sjómenn sem starfa á varðskipi, rannsóknaskipi, sanddæluskipi, ferju eða farskipi sem er í förum milli landa eða er í strandsigling- um innan lands. SJÓMANNA- AFSLÁTTUR Í SKATTALÖGUM Á VEIÐUM Sjómannaafsláttur kom til árið 1954. Skattaívilnunin átti að hvetja menn til að fara til sjós. Afslátturinn hefur alltaf verið umdeildur. FRÉTTABLAÐIÐ/JSE LÖGREGLUMÁL Fíkniefni, nær millj- ón í peningum og vopn fundust við húsleit í íbúð í Reykjavík síðdeg- is í fyrradag. Um var að ræða um fjörutíu grömm af hreinu amfet- amíni, tíu grömm af hassi, þó nokkuð af sterum, marijúana og e-töflur. Á sama stað var einnig lagt hald á töluvert af peningum sem grunur leikur á að séu til- komnir vegna fíkniefnasölu. Um 650 þúsund krónur reyndust fald- ar víðs vegar um íbúðina. Þar var einnig að finna loftskamm- byssu, sveðju og hnífa og var það tekið í vörslu lögreglu. Lagt var hald á fleiri muni, sem taldir eru vera þýfi, svo sem skjávarpi og mikið af tölvubúnaði. Tveir karl- menn um þrítugt voru handteknir í tengslum við rannsókn málsins. Þeir hafa áður komið við sögu hjá lögreglu. Á öðrum þeirra fundust um hundrað þúsund krónur til við- bótar við það sem falið var í íbúð- inni. Mennirnir voru yfirheyrð- ir í gær. Við aðgerðina, sem var samvinnuverkefni lögreglunnar á höfuð borgarsvæðinu og á Akur- eyri, naut lögregla aðstoðar sér- sveitar ríkislögreglustjóra. Lögreglan biður fólk um að hafa augun opin og koma upplýsingum um fíkniefnamál á framfæri. Sem fyrr er minnt á fíkniefnasímann 800-5005. - jss Tveir karlmenn handteknir með fíkniefni, fjármuni, vopn og þýfi í fórum sínum: Dópsalar földu hátt í milljón AMFETAMÍN Mennirnir voru með um fjörutíu grömm af hreinu amfetamíni í fórum sínum. SVEITASTJÓRNARMÁL Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sent fjármálaráðherra bréf þar sem lýst er undrun yfir því að sveitarfélögin skuli ekki hafa átt fulltrúa í nefnd um umhverfis- gjöld tengd ferðaþjónustu. Nefndinni er ætlað að kanna grundvöll þess að leggja á gjöld sem renni til uppbyggingar þjóð- garða og annarra fjölsóttra og friðlýstra áningarstaða ferða- manna og til eflingar ferðaþjón- ustu. Í bréfi sambandsins til fjár- málaráðherra segir að ljóst megi vera að útfærsla á möguleg- um leiðum til gjaldtöku skipti sveitarfélögin miklu máli. Eins að fjármunum verði ekki eingöngu varið til þess að fjár- magna verkefni sem eru á for- ræði ríkisins. - shá Nefndarskipan gagnrýnd: Vilja fulltrúa sinn í nefnd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.