Fréttablaðið - 12.11.2009, Blaðsíða 10
10 12. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR
SAFNAMÁL Siv Friðleifsdóttir,
alþingismaður Framsóknarflokks-
ins, vill að Náttúruminjasafnið fái
inni í Þjóðmenningarhúsinu, þar
sem safnið hóf starfsemi sína á
19. öld. Siv gerði málefni safnsins
að umtalsefni á Alþingi í gær og í
umræðum kom fram eindreginn
vilji þingmanna til að ráða bót á
húsnæðisvanda safnsins.
Siv beindi þeirri spurningu til
Katrínar Jakobsdóttur, mennta- og
menningarmálaráðherra, í fyrir-
spurnartíma á Alþingi í gær hvort
unnið væri að
því að leysa
húsnæðisvanda
Náttúruminja-
safns Íslands,
sem er eitt
þriggja höfuð-
safna lands-
ins. „Nú er svo
komið að safnið
er í kössum og
það er ólíklegt
að við munum
byggja nýtt húsnæði undir safn-
ið eins og ástandið er í samfélag-
inu í dag. Þess vegna er spennandi
að vita hvort ekki er hægt að setja
safnið upp í húsnæði sem þegar
er til staðar. Þá beini ég augum
mínum til Þjóðmenningarhúss-
ins,“ sagði Siv.
Menntamálaráðherra tók undir
að nauðsynlegt væri að leysa úr
húsnæðisvanda safnsins og búið
væri að endurvekja starfshóp á
vegum ríkis og borgar í því augna-
miði. Hún sagði fyrirspurn Sivjar
sannarlega eiga erindi enda hefði
aldrei verið almennilega búið að
Náttúruminjasafninu. Hún tók þó
ekki undir hugmynd um að Þjóð-
menningarhúsið yrði nýtt undir
safnið enda væri húsið í fullri
notkun. „Ég get hins vegar sagt
að við erum tilbúin að skoða ýmsa
möguleika til þess að nemendur
og aðrir fái sem fyrst aðgang að
náttúruminjum landsins og góðum
og fræðandi sýningum um þessi
efni.“
Fréttablaðið fjallaði um málið
í byrjun september. Helgi Torfa-
son safnstjóri sagði þá að á stutt-
um tíma hefðu málefni Náttúru-
minjasafnsins þróast frá því að
reisa ætti glæsilegt safnahús, til
þess að nú yrði líklega ekki starf-
rækt safn á næstu árum. Þetta
kæmi ljóslega fram í niðurskurði
á fjárlögum þar sem framlög til
safnsins væru skorin niður um
fjórðung.
Með setningu laga um Náttúru-
minjasafn Íslands 2007 lauk hlut-
verki þess sem sýningarsafns
á vegum Náttúrufræðistofnun-
ar. Því var svo lokað vorið 2008.
Höfuðsöfn eru skilgreind í Safna-
lögum. Þau eru Þjóðminjasafn
Íslands, Listasafn Íslands og Nátt-
úruminjasafn Íslands.
svavar@frettabladid.is
Þingkona vill náttúruminjar
færðar í Þjóðmenningarhús
Menntamálaráðherra telur nauðsynlegt að leyst verði úr húsnæðisvanda Náttúruminjasafnsins. Siv Frið-
leifsdóttir spyr hvort Þjóðmenningarhúsið komi til greina. Starfshópur ríkis og borgar vinnur að málinu.
ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ Blómaskeið sýninga á náttúruminjum var frá 1908 til 1960 þegar safnið var hér til húsa, í Safnahúsinu
eins og það var nefnt. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
SIV
FRIÐLEIFSDÓTTIR
KRINGLUNNI Sími 568 9400 | www.byggtogbuid.is
Heimilistækjadögum
lýkur um helgina
Allt að 50% afsláttur af ÖLLUM heimilistækjum
Nýtt kortatímabil
DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur
ákært mann á þrítugsaldri fyrir að
skalla lögreglumann, sem var við
skyldustörf í Bankastræti, í ennið.
Maðurinn játaði sök fyrir dómara
í gær. Annar maður var einnig
ákærður fyrir ofbeldi gegn lög-
reglumanni við skyldustörf. Hann
mætti ekki við þingfestingu máls-
ins í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Fyrrnefnda manninum var gefið
að sök, auk árásarinnar á lög-
reglumanninn, að hafa haft á sér
4,4 grömm af amfetamíni, sem
lögregla fann á honum við leit.
Nokkru síðar tók lögregla mann-
inn með amfetamín og marijúana.
Þá var maðurinn ákærður fyrir
að hafa í nokkur skipti stolið elds-
neyti fyrir rúmlega fimmtíu þús-
und krónur. Hann játaði stuldinn.
Hinn, sem ekki mætti, var
ákærður fyrir að hafa veist að
lögreglumanni með ofbeldi á sama
stað og tíma og félagi hans. Hann
sló á hendur lögreglumannsins, á
vinstri vanga hans og reyndi að slá
og sparka í hann. Þá kleip maður-
inn ítrekað í læri og hendur lög-
reglumannsins, eftir að hann hafði
verið handtekinn.
Hann er jafnframt ákærður
fyrir að hafa verið með amfetamín
á staðnum, svo og fleiri fíkniefna-
brot. Þá er hann ákærður fyrir tvö
þjófnaðarbrot. - jss
Tveir menn ákærðir fyrir margvísleg brot:
Réðust á tvo lögreglumenn
LÖGREGLAN Mennirnir réðust á sama
stað og tíma á tvo lögreglumenn.
FÓLK Þekktustu vísindamenn
þjóðarinnar á sviði heilsu,
læknisfræði, næringar, íþrótta
og fleiri greina eru í hópi frum-
mælenda á einni viðamestu ráð-
stefnu um forvarnir og lífsstíl
sem haldin verður á Grand hóteli
í Reykjavík um helgina. Þetta er
umfangsmesta ráðstefna af þessu
tagi sem haldin hefur verið hér
á landi.
Á meðal mála sem rædd verða
er möguleiki Íslands á því að
verða alþjóðleg heilsuparadís í
framtíðinni.
Heiðursgestur er Nóbelsverð-
launahafinn dr. Louis Ignarro,
prófessor í lyfjafræði við Lækna-
háskóla UCLA í Bandaríkjunum.
Undirbúningur ráðstefnunnar
hefur staðið yfir í hálft ár en þar
verður fjallað ítarlega um helstu
sjúkdóma mannsins og hvernig
þeir tengjast lífsstíl hans. - jab
Heilsuparadísin Ísland:
Rætt um for-
varnir og lífsstíl
KJÖTKVEÐJUHÁTÍÐ HEFST Í Rínarhér-
uðum Þýskalands hefst kjötkveðjuhá-
tíð ár hvert hinn 11. nóvember, nánar
tiltekið klukkan ellefu mínútur yfir
ellefu, eða á sömu mínútu og fyrri
heimsstyrjöldinni lauk árið 1918. Þessi
var mættur í búningnum.
NORDICPHOTOS/AFP
SJÁVARÚTVEGSMÁL Landssamband
smábátaeigenda (LS) ætlar að
beita sér fyrir stofnun aflaráð-
gjafarnefndar sjómanna.
Nefndinni er ætlað að gera
rökstudda ráðgjöf um heildar-
afla byggða á reynsluheimi sjó-
manna sem veitt yrði samhliða
ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar.
Ætlunin er að samhliða upplýs-
ingagjöf sjómanna verði byggð-
ur upp gagnagrunnur í samvinnu
við háskólasamfélagið sem með
árunum geri nefndina færari um
að meta burðarþol fiskistofn-
anna.
Aðalfundur LS kaus þriggja
manna nefnd til að vinna að mál-
efninu. Nú þegar hafa Sjómanna-
samband Íslands og Félag skip-
stjórnarmanna tekið jákvætt í
stofnun nefndarinnar. - shá
Reynsla sjómanna kortlögð:
Sjómenn stofna
til aflaráðgjafar
ÞÝSKALAND, AP Rússneskur inn-
flytjandi var fundinn sekur um að
hafa stungið barnshafandi konu
til bana í sumar og var dæmdur
í lífsstíðarfangelsi fyrir ódæðið í
Dresden í Þýskalandi í gær.
Maðurinn heitir Alexander
Wiens og er 28 ára. Konan, sem
hét Marwa al-Sherbini og af
egypsku bergi brotin, kærði Wien
í sumar eftir að hann gerði grín
að þjóðerni hennar. Þegar mál
þeirra var tekið fyrir í Dresden í
júlí réðst hann á hana með hnífi
og stakk hana átján sinnum. Al-
Sherbini var komin þrjá mánuði
á leið er hún lést. Mikil öryggis-
gæsla við dómshúsið í gær. - jab
Fékk sextán ár fyrir morð:
Myrti ólétta
egypska konu