Fréttablaðið - 12.11.2009, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 12.11.2009, Blaðsíða 26
26 12. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Nú er sól og sumar í Suður-Afríku, sem býst til að halda heimsmeistarakeppni í knatt- spyrnu um hávetur í júlí 2010. Mótshaldið er talið munu kosta landið um tvo milljarða Banda- ríkjadala vegna mannvirkjagerð- ar, svipaða fjárhæð og Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn ætlar að lána Íslandi. Skattgreiðendur í Suður- Afríku eru innan við fjórar millj- ónir talsins, svo að hver og einn þarf að leggja meira en 500 dali að jafnaði til keppninnar. Ekki er vitað, hversu miklum tekjum ferðamenn og sala sjónvarpsrétt- inda munu skila upp í kostnaðinn, og ekki heldur, hversu vel nýir knattspyrnuvellir með áhorfenda- rými handa hundruðum þúsunda munu nýtast landinu að lokinni keppni. Suður-Afríkubúar virðast ekki setja það fyrir sig. Afríski boltinn er í sókn. Misskipting Innan við fjórar milljónir skatt- greiðenda þurfa einnig að kosta fátækraframfærslu handa fimmt- án milljónum landsmanna. Það er mikill fjöldi fólks á ríkisfram- færi í landi með 47 milljónir íbúa. Framfærslubyrðin er þung. Auður og örbirgð blasa við hlið við hlið. Ójöfnuður í tekjuskiptingu er óvíða meiri en í Suður-Afríku og Simb- abve á næsta bæ við. Upptök ójafn- aðarins í þessum löndum má að nokkru leyti rekja til aðskilnaðar- stefnunnar, sem færði hvíta minni hlutanum í Suður-Afríku átta sinn- um meiri tekjur að meðaltali en svarta meiri hlutanum. Arfleifð hvíta minni hlutans er samt ekki eina skýringin á misskiptingunni. Grannlöndin Namibía og Botsvana búa við enn meiri ójöfnuð auðs og tekna, og þar var þó enginn hvít- ur minni hluti við völd á fyrri tíð eins og í Suður-Afríku og Simbab- ve, sem áður hét Ródesía. Botsv- ana, Namibía og Suður-Afríka eru meðal ríkustu landa álfunnar. Þangað streymir allslaust fólk frá fátækari löndum í leit að betra lífi. Aðstreymið stuðlar að því að halda ójöfnuðinum við þrátt fyrir tals- verða viðleitni almannavaldsins til að hjálpa fátæku fólki. Frá Suður-Afríku til Íslands Hversu rík eru ríkustu löndin í Afríku? Samkvæmt nýjum tölum Alþjóðabankans um kaupmátt þjóðartekna 2008 er Miðbaugs- Gínea nú ríkasta landið á megin- landi Afríku með 21.800 Banda- ríkjadali á mann. Talan segir þó ekki mikið, því að Theódór Obi- ang forseti og hyski hans hirða nær allar olíutekjur landsins til eigin nota og skilja landsmenn eftir slyppa og snauða. Misskipt- ing þjóðartekna er meiri í Mið- baugs-Gíneu en í nokkru öðru landi á byggðu bóli. Misskiptingin er ekki aðeins ranglát, heldur einn- ig lögleysa, þar eð náttúruauðlind- ir eru sameign að alþjóðalögum eins og ég hef áður lýst á þessum stað. Næstríkasta land Afríku er Botsvana með 13.100 dali á mann. Þar hefur hagvöxtur verið meiri frá 1965 en nokkurs annars stað- ar í heiminum í skjóli góðrar hag- stjórnar, meiri og betri menntunar og stöðugs stjórnarfars þrátt fyrir mikinn ójöfnuð. Þriðja ríkasta land álfunnar er Gabon og löðrar í olíu. En ágóðanum af henni er mjög misskipt, svo að almenningur fer margs á mis, þótt ástandið þar sé mun skárra en í Miðbaugs-Gíneu. Ómar Bongó hafði verið forseti Gabons í 42 ár samfleytt, þegar hann hrökk upp af í sumar leið. Fjórða sæti listans skipar Suður- Afríka með 9.800 dali á mann, sem eru tæp 40 prósent af þjóðartekj- um á mann á Íslandi (25.200 dalir) og röskur fjórðungur af tekjum á mann í Danmörku (37.300 dalir). Takið eftir, hversu langt Ísland dróst aftur úr Danmörku 2008, þegar gengi krónunnar hrundi: Danir höfðu helmingi meiri tekjur á mann en Íslendingar 2008. Mun- urinn mun trúlega ágerast 2009 og 2010, þegar kreppan fer að segja til sín af fullum þunga. Fimmta ríkasta landið á meginlandi Afr- íku er Namibía með 6.300 dali á mann, sem er fjórðungur af tekj- um á mann á Íslandi og sex sinnum meira en á Madagaskar. Fölsk lífskjör Tekjur á mann segja ekki alla sög- una um lífskjör þjóða. Tekjur á hverja vinnustund eru betri kvarði, því að þá er fyrirhöfnin á bak við tekjuöflunina tekin með í reikn- inginn. Einnig þarf að skoða, hvort fölskum lífskjörum er haldið uppi með því að ganga á þjóðareignir, til dæmis fiskstofna og önnur nátt- úrugæði, og safna skuldum. Helzt þarf einnig að hyggja að tekjuskipt- ingu. Ef tvö lönd eru alveg eins að öllu leyti öðru en því, að í öðru landinu er tekjum og auði misskipt og ekki í hinu, býður þá ekki landið með réttláta skiptingu upp á betri lífskjör en hitt? Það mun flestum finnast. Opinber gögn ná ekki enn að lýsa þessari hlið málsins, allra sízt á Íslandi, þar sem yfirvöldin eru nýhætt að þræta fyrir mikla aukningu ójafnaðar árin fram að kreppu. Hagstofan heldur áfram að leiða málið hjá sér. Nú andar suðrið Í DAG | ÞORVALDUR GYLFASON Misskipting UMRÆÐAN Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar um skatta Stundum reyna menn að sveipa hluti, sem í eðli sínu eru vondir, jákvæðum blæ með því skíra þá notalegum nöfnum. Þetta er tegund markaðssetningar sem hefur það markmið að selja vondar hug- myndir. Steingrímur J. Sigfússon beitti þessari aðferð sl. þriðjudag þegar haft var eftir honum: „Við ætlum að fara í framsækið skattkerfi, það er alveg á hreinu.“ Það sem Steingrímur kallar framsækið skatt- kerfi er tilvísun í breytingar á skattkerfinu sem leiðir til 50 milljarða króna skattahækkana. Ríkisstjórnin ætlar að þrepaskipta skattkerf- inu og hækka prósentur þannig að hæsta þrepið verði tæplega 50%. Sú prósenta á að gilda fyrir einstaklinga með yfir 500.000 krónur í mánaðar- tekjur. Slíkar skattahækkanir eru vinnuletjandi og auka líkur á skattsvikum. Þær munu minnka umsvif hagkerfis sem nú þegar er í hjartastoppi. Lækning ríkisstjórnarinnar er sambærileg því að draga blóð úr hjartasjúklingnum. Allt er þetta gert á sama tíma og skuldir heimila eru í hámarki og tekjur í lágmarki. Hvernig dettur mönnum í hug að það séu tækifæri til mikilla skattahækkana við slíkar aðstæð- ur? Það er brýnt að minnka fjárlagahalla ríkisins og óþolandi hvað ríkisstjórnin hefur verið sein til verksins. Heilt fjár- lagaár hefur tapast vegna seinagangs en samt eru útfærslur enn á hugmynda- stigi. Það er klárt að í stöðunni í dag eru fáar góðar leiðir en því mikilvægara að velja skástu leiðina. Leiðin sem fjármála- ráðherra velur er skattpíningarleið sem lengir kreppuna og dýpkar. Líklega er skattpíningin ekki búin enn. Rík- isstjórnin íhugar að heimila sveitastjórnum að hækka útsvarið til að nýta ,,ónýtta tekjustofna”. Ónýttir tekjustofnar er annað notalegt nafn sem vinstri menn nota um aukna skattheimtu af íbúum sveitarfélaga. Í dag er hámarksprósenta útsvars, sem er 13,03%, nýtt af mörgum sveitarfélögum en hækkun hennar ef af verður bætist við þær hækk- anir sem nú standa til hjá ríkisstjórninni. Mikil- vægt er að allir skilji hvaða stefna er tekin og þá skiptir máli að kalla hlutina sínum réttu nöfnum. Höfundur er borgarfulltrúi. Framsækna skattkerfið ÞORBJÖRG HELGA VIGFÚSDÓTTIR Þ egar minnst er á skattahækkanir skal það ekki bregðast að viðbrögð sjálfstæðismanna eru eins og rífa eigi úr þeim bæði hjarta og nýru. Ekki er ástæða til að ætla annað en að viðbrögð þeirra séu sönn; þeim líði svona í raun og veru. Sem segir okkur að fyrir sjálfstæðis- mönnum eru peningar á við hjarta og nýru. Ein af meginstoðum hugmyndafræði sjálfstæðismanna er að skattar eigi að vera lágir. Þeir trúa því að fari skattheimtan yfir ákveðin mörk nenni fólk ekki að vinna. Að baki býr sú sannfær- ing að aðeins launin hvetji fólk til vinnu. Af sama meiði er sú skoðun að stjórnendur og starfsmenn opinberra fyrirtækja og stofnana ræki ekki störf sín af alúð og kappi því þeir njóti ekki afrakstursins sjálfir. Það er auðvitað bull. Eða ætla sjálfstæðis- menn að reyna að segja okkur að kennarar og hjúkrunarfólk leggi sig ekki fram í vinnunni? Ríkisstjórnin glímir við að brúa sögulega stórt fjárlagagat. Það ætlar hún að gera jöfnum höndum með auknum sköttum og niður- skurði í rekstri. Vitaskuld. Að gera annað hvort er ekki hægt. Meðal þess sem ríkisstjórnin hefur til skoðunar er að skatt- leggja tekjur fólks í þremur þrepum. Láta sem sagt skatthlutfallið hækka í takt við tekjurnar. Þar ræður för sú skoðun að þeir sem afli best borgi mest. Ekki bara í krónum talið heldur líka hlut- fallslega. Fjölþrepa skattkerfi er viðhaft á hinum Norðurlöndunum. Íslensku vinstri mennirnir eru því ekki að finna upp hjólið. Þeir eru að máta viðurkennda leið til tekjuöflunar ríkissjóða inn í íslenskar aðstæður. Sjálfstæðismenn stýrðu hér skattheimtunni óslitið í átján ár. Og höguðu málum eftir eigin höfði, í takt við hugmyndafræðina. Haustið 2004 ákváðu þeir verulegar skattalækkanir sem komu til framkvæmda í áföngum næstu ár. Verið var að reisa stífluna á Kárahnjúkum. Viðskiptahallinn var mikill. Hagkerfið útþanið. Steingrími J. Sigfússyni leist illa á skattalækkanir ofan í slíkt ástand. Hann óttaðist að illa gæti farið. Skemmst er frá því að segja að sjálfstæðismennirnir hlógu að honum. Getur verið að Steingrímur hafi haft eitthvað til síns máls? Getur verið að fjárlagagatið sé jafn risavaxið og raun ber vitni vegna hagstjórnar Sjálfstæðisflokksins? Sjálfstæðismenn eins og aðrir standa frammi fyrir þeirri stað- reynd að Steingrímur er nú fjármálaráðherra og byggir aðgerðir sínar í skatta- og efnahagsmálum á eigin hugmyndafræði. Í ljósi þeirra pólitísku umskipta bregðast sjálfstæðismenn ekki lengur hlæjandi við hugmyndum um skattahækkanir heldur með læknis - fræðilegri greiningu. Brjálæði er orðið sem þeir nota. Það er svo annað mál að allar breytingar á skattheimtu, svo ekki sé nú talað um breytingar á skattkerfinu, þarf að undirbúa vel. Draga þarf fram alla tiltæka reiknistokka og líkön og ganga úr skugga um að breytingunum fylgi ekki dulin áhrif, þær legg- ist ekki of þungt á fólk og ógni getu þess til að greiða af lánum, leggja til hliðar og lifa góðu lífi. Til bóta væri ef sá undirbúning- ur færi fram æsingalaust, jafnt innan þings sem utan. Pólitísk umskipti fara illa í sjálfstæðismenn. Aðhlátursefnið er orðið brjálæði BJÖRN ÞÓR SIGBJÖRNSSON SKRIFAR Gólfþjónustan er með sérlausnir í smíði borða fyrir fyrirtæki og heimili. Við smíðum borð algjörlega eftir þínu máli svo sem borðstofuborð, sófaborð og fundarborð. SÉRSMÍÐI ÚR PARKETI info@golfthjonustan.is | golfthjonustan.is S: 897 2225 Enga fýlu takk Margrét Sverrisdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, er ekki ánægður með samþingmenn sína sem taka í nefið í þingsal. Ekki verður annað sagt en að hún hafi nokkuð til síns máls sé ástandið eins og hún lýsir, en af því má helst skilja að tóbaksslóðin fylgi slóðunum og hafi jafnvel áhrif á atkvæðagreiðslur. Margrét segir að auk þess sé sterk lykt af tóbakinu. Það má til sanns vegar færa en velta má því fyrir sér hvaða dyr opnast sé sterk lykt bönnuð í þingsal. Ilmvatn, rakspíri, andfýla og önnur líkamslykt; heyrir þetta brátt sögunni til í þingsal? Ísland sleppur við tvöföldun Í drögum að nýjum umferðarlögum er gert ráð fyrir að gjald sem greitt er fyrir einkanúmer verði tvöfaldað. Verði frumvarpið að veruleika þurfa þeir sem ætla að feta í fótspor Árna Johnsen, sem kom einkanúmerun- um í gegnum Alþingi af harðfylgi, að greiða 50 þúsund krónur, í stað 25 þúsund áður. Árni er löngu búinn að greiða fyrir númerið sitt Ísland og sleppur því við tvöföldunina. Að sitja á strák sínum Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokks- formaður Framsóknarflokksins, lagði sjö fyrirspurnir fram á Alþingi í gær. Þær eru allar til dómsmálaráðherra og snúa að dómstólum – ekki síst kostnaði við þá. Þetta er allt gott og blessað, enda þingmanna að fá svör við spurningum til að hægt sé að taka stefnumarkandi ákvarð- anir. Það er hins vegar spurning hvort Gunnar Bragi hefði átt að sitja á strák sínum, í dag fer í það minnsta fram utandagskrár- umræða um fjárhagsstöðu dómsstóla. Þar er kannski einhver svör við spurningum Gunnars að finna. kolbeinn@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.