Fréttablaðið - 12.11.2009, Blaðsíða 18
18 12. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR
VIÐSKIPTI Gengi breska pundsins
lækkaði um eitt prósent gagnvart
helstu viðskiptamyntum landsins
í gær eftir að
Mervyn King,
seðlabanka-
stjóri í Eng-
landsbanka,
sagði lágt gengi
geta dregið
landið upp úr
efnahagslægð-
inni. Ummæli
seðlabanka-
stjórans féllu
á blaðamannafundi í tilefni af
útgáfu ársfjórðungsskýrslu um
bresk efnahagsmál í gær.
King sagði verðbólguþróun
mesta óvissuþáttinn í efnahagsspá
bankans. Þó væri gert ráð fyrir að
hún myndi að mestu liggja undir
tveggja prósenta verðbólgumark-
miði bankans næstu þrjú ár. - jab
MEÐ KARTÖFLUKRANS Stjórnarand-
stæðingur á Indlandi skreytti sig með
harla óvenjulegum kransi, gerðum úr
kartöflum, á mótmælasamkomu gegn
hækkandi matvælaverði í Nýju Delí
um helgina. NORDICPHOTOS/AFP
Íslandsbanki og Opni háskólinn í Háskólanum í Reykjavík
bjóða fjármálanámskeið sem eru opin öllum. Næsta
námskeið verður haldið í dag kl. 17-20 í húsakynnum
Háskólans í Reykjavík og er aðgangur ókeypis.
Fjármálanámskeið
í dag
OPNI HÁSKÓLINN
í háskólanum í reykjavík
Nánari upplýsingar og skráning fer fram á
islandsbanki.is eða í síma 599 6319.
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
0
9
-2
0
0
2
BANDARÍKIN, AP John Allen Muhammad sagði
ekki orð áður en hann var tekinn af lífi í fang-
elsinu Greensville í Virginíu í fyrrinótt. Hann
er talinn hafa myrt tíu manns í Washing-
ton-borg og nágrenni haustið 2002, en hlaut
dauðadóm fyrir eitt morðanna.
Tuttugu og sjö manns höfðu safnast saman
í aftökusalnum til að fylgjast með, þar á
meðal hópur ættingja þeirra sem Muhammad
myrti. Sumir þeirra ræddu við fjölmiðla og
lýstu ánægju sinni með líflátið.
„Mér líður betur. Ég á auðveldara með að
anda,“ sagði Nelson Rivera, en eiginkona
hans, Lori Ann Lewis-Rivera, var ein þeirra
sem Muhammad myrti haustið 2002. „Ég er
ánægður vegna þess að hann á ekki eftir að
særa fleiri.“
Öðrum hefði þó fundist betra að
Muhammad hefði sagt eitthvað á dauðastund-
inni.
„Ég hefði kosið að hann hefði einhvern
tímann í ferlinu tekið ábyrgð og sýnt iðrun,“
segir Bob Meyers. „Við fengum ekkert slíkt í
kvöld.“
Meyers er bróðir Deans Harolds Meyers,
mannsins sem Muhammad fékk dauðadóm
fyrir að myrða.
Fyrir utan var hins vegar mættur hópur
andstæðinga dauðadóma, sem mótmælti
aftökunni. Einn þeirra bar skilti, sem á stóð:
„Við minnumst fórnarlambanna, en ekki með
því að drepa fleiri.“
Muhammad myrti tíu manns úr launsátri
á þriggja vikna tímabili þegar hann ferðað-
ist um svæðið ásamt ungum pilti, Lee Boyd
Malvo, á bifreið sem var útbúin þannig að
hann gat skriðið aftur í skottið og skotið
þaðan út á fólk, án þess að vekja athygli.
Malvo var dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir
hlutdeild sína í morðunum.
Enn er ekki alveg ljóst hvað vakti fyrir
Muhammad. Malvo segir hann hafa ætlað að
krefjast 10 milljóna dala frá stjórnvöldum.
Þetta fé hafi hann ætlað að nota til þess að
reisa hryðjuverkaþjálfunarstöð fyrir heimil-
is laus börn í Kanada.
Fyrrverandi eiginkona Muhammads er hins
vegar sannfærð um að hann hafi ætlað sér að
myrða hana. Með því að myrða fleiri en hana
eina hafi hann ætlað að draga úr líkum á því
að grunur félli á sig. gudsteinn@frettabladid.is
John Allen Muhammed var
þögull á dauðastundinni
Nærri þrjátíu manns fylgdust með þegar leyniskyttan John Allen Muhammad var tekinn af lífi í Banda-
ríkjunum í fyrrakvöld. Ættingjar fórnarlamba hans fögnuðu. Hópur andstæðinga dauðadóma mótmælti.
ÆTTINGJAR MUHAMMEDS Á BÆN Muhammed myrti tíu manns í október 2002 ásamt ungum pilti, Lee Boyd
Malvo, sem var dæmdur í ævilangt fangelsi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
MERVYN KING
Veikt pund gott fyrir Bretland:
Býst við lítilli
verðbólgu
REYKJAVÍK Framsóknarmenn ætla
að kjósa á milli frambjóðenda
á lista flokksins fyrir borgar-
stjórnarkosningarnar í vor á sér-
stökum kjörfundi laugardaginn
28. nóvember.
Þegar hefur verið auglýst eftir
frambjóðendum og rennur frest-
ur til að tilkynna framboð út á
miðnætti á laugardag.
Allir félagsmenn í framsókn-
arfélögunum í Reykjavík hafa
atkvæðisrétt á kjörfundinum.
Óskar Bergsson er eini borg-
arfulltrúi framsóknarmanna í
Reykjavík. - bþs
Framsókn í höfuðborginni:
Kosið á listann
VIÐSKIPTI Tveir fyrrverandi sjóð-
stjórar vogunarsjóða hjá banda-
ríska fjárfestingarbankanum
Bear Stearns voru sýknaðir af
ákærum um sviksamlegt athæfi í
Bandaríkjunum í fyrradag. Þeim
var gefið að sök að hafa falið
slæma fjárhagsstöðu sjóðanna.
Sjóðirnir fjárfestu á banda-
rískum fasteignalánamarkaði
og fóru á hliðina samhliða verð-
falli á markaðnum. Staða þeirra
kom ekki í ljós fyrr en bankinn
JP Morgan krafðist aukinna veða
fyrir lánum.
Bear Stearns varð gjaldþrota á
vordögum 2008. Við rannsókn á
falli bankans kom í ljós að sjóðirn-
ir voru báðir mjög skuldsettir. - jab
Sjóðstjórar sýknaðir vestra:
Töpuðu á fast-
eignamarkaði
ÁNÆGÐUR MEÐ NIÐURSTÖÐUNA Annar
fyrrum sjóðstjóranna var glaður í bragði
þegar hann kom út úr dómshúsinu.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
JOHN ALLEN MUHAMMAD Leyniskyttan
sést hér með lögfræðingum sínum þegar
dómurinn var kveðinn upp.
Ég hefði kosið að hann
hefði einhvern tímann í
ferlinu tekið ábyrgð og sýnt iðrun.
BOB MAYERS
BRÓÐIR EINS FÓRNARLAMBA MUHAMMAD