Fréttablaðið - 13.11.2009, Page 71

Fréttablaðið - 13.11.2009, Page 71
FÖSTUDAGUR 13. nóvember 2009 51 FÓTBOLTI Karlalandslið Íslands skipað leikmönnum 21 árs og yngri mætir San Marínó ytra kl. 19.30 í kvöld en leikurinn er liður í undan- keppni EM 2011. Eyjólfur Sverris- son, landsliðsþjálfari U-21 árs liðs- ins, er að vonum bjartsýnn fyrir leikinn en íslenska liðið hefur farið vel af stað í undankeppninni og San Marínó er með áberandi sla- kasta liðið. „Það fer bara vel um okkur hérna í sól og fimmtán stiga hita. Þetta er líka fallegt bæjarstæði í San Marínó og gaman að koma hingað. Við erum vitanlega með betra lið en þeir eins og sást ber- sýnilega á fyrri leik liðanna á Laugardalsvelli sem endaði 8-0 en leikurinn byrjar náttúrlega 0- 0 og við verðum að vera á tánum og halda okkar striki. Við höfum verið ákveðnir í okkar gjörðum, verið sérstaklega áræðnir fram á við og spilað oft á tíðum frábær- an sóknarbolta. Við erum fljótir að sækja og það hefur gengið vel og það er því ekkert annað en sigur sem kemur til greina,“ segir Eyj- ólfur. Íslensku strákarnir hafa unnið þrjá af fjórum leikjum sínum til þessa í undankeppninni, þar af vann liðið San Marínó og báða leik- ina gegn Norður-Írlandi en tap- aði á móti Tékklandi. Ísland á svo eftir að mæta Þýskalandi í tveimur leikjum og Tékklandi á útivelli og Eyjólfur segir að framhaldið ráð- ist eðlilega á þeim leikjum. „Við vorum í raun algjörir klauf- ar þegar við töpuðum gegn Tékk- um í leik sem við hefðum ekkert átt að tapa og ég tel því að við séum vel á pari við bæði Tékka og Þjóðverja. Við sýndum það bara með sigrunum gegn Norður-Írum og það kæmi mér reyndar ekk- ert á óvart ef Norður-Írar næðu að stríða Tékkum og Þjóðverjum. Það er ekki spurning en leikirn- ir gegn Tékklandi og Þýskalandi munu skera úr um hvað við náum langt í þessu,“ segir Eyjólfur. -óþ U-21 árs landslið Íslands mætir San Marínó í undankeppni EM 2011 í kvöld: Erum vitanlega með betra lið ÖFLUGIR Strákarnir í U-21 árs landsliði Íslands hafa farið vel af stað í undankeppni EM 2011 en þeir mæta San Marínó í kvöld í leik sem fyrir fram má álykta að sé auð- vinnanlegur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Heildarútgáfa Savanna tríósins er komin út 70 lög á þremur geislaplötum. Útgáfunni fylgir 64 síðna rit sem Jónatan Garðarsson hefur tekið saman um feril tríósins í máli og myndum. Savanna tríóið starfaði aðeins í fimm ár, frá 1963 til 1968. Það er skipað þeim Birni G. Björnssyni, Troels Bendtsen og Þóri Baldurssyni. Þessi útgáfa á heildarútgáfu Savanna tríósins er mikill fengur fyrir þá sem hafa gaman af þjóðlagatónlist og áhuga á þróun íslenskrar dægurtónlistar, en plötur Savanna tríósins hafa verið ófáanlegar lengi. Upptökurnar hafa verið hreinsaðar og snyrtar á stafræna vísu og hafa aldrei hljómað betur en nú. Savanna tríóið 3CD FÓTBOLTI Markvörðurinn Carlo Cudicini hjá Tottenham lenti í alvarlegu mótorhjólaslysi snemma í gærmorgun en lögregl- an í Lundúnum sagði að slysið hefði getað orðið lífshættulegt. Cudicini keyrði þá á BMW- mótorhjóli sínu inn í hlið á Ford Fiesta-bifreið en slapp með meiðsl á hendi og mjöðm sam- kvæmt opinberri heimasíðu Tottenham. Ekki lá fyrir í gær hversu alvarleg meiðslin voru hvað varðar framtíð leikmanns- ins í fótboltanum en hann var fluttur á sjúkrahús í austurhluta Lundúna til aðhlynningar og nán- ari skoðunnar. - óþ Carlo Cudicini hjá Tottenham: Meiddist illa í mótorhjólaslysi CARLO CUDICINI Sagður heppinn að sleppa lifandi úr mótorhjólaslysi í gær. NORDIC PHOTOS/AFP FÓTBOLTI Aganefnd enska knatt- spyrnusambandsins, FA, hefur dæmt knattspyrnustjórann Sir Alex Ferguson hjá Englands- meisturum Manchester United í tveggja leikja bann auk sektar fyrir ummæli hans í garð dómar- ans Alan Wiley. Ferguson ásakaði Wiley eftir 1- 1 jafntefli United við Sunderland um að vera ekki í nægilega góðu líkamlegu ásigkomulagi til þess að ráða við hraða leiksins. Ferguson þarf að greiða 20 þús- und punda sekt og má ekki vera á hliðarlínunni í tveimur leikjum United auk þess sem hann gæti þurft að taka út tveggja leikja bann til viðbótar ef framkom- an endurtekur sig á næstu átján mánuðum. - óþ Dæmt í máli Sir Alex: Sekt og tveggja leikja bann SIR ALEX Er yfirleitt óhræddur við að segja hlutina eins og þeir eru. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.