Fréttablaðið - 13.11.2009, Blaðsíða 71

Fréttablaðið - 13.11.2009, Blaðsíða 71
FÖSTUDAGUR 13. nóvember 2009 51 FÓTBOLTI Karlalandslið Íslands skipað leikmönnum 21 árs og yngri mætir San Marínó ytra kl. 19.30 í kvöld en leikurinn er liður í undan- keppni EM 2011. Eyjólfur Sverris- son, landsliðsþjálfari U-21 árs liðs- ins, er að vonum bjartsýnn fyrir leikinn en íslenska liðið hefur farið vel af stað í undankeppninni og San Marínó er með áberandi sla- kasta liðið. „Það fer bara vel um okkur hérna í sól og fimmtán stiga hita. Þetta er líka fallegt bæjarstæði í San Marínó og gaman að koma hingað. Við erum vitanlega með betra lið en þeir eins og sást ber- sýnilega á fyrri leik liðanna á Laugardalsvelli sem endaði 8-0 en leikurinn byrjar náttúrlega 0- 0 og við verðum að vera á tánum og halda okkar striki. Við höfum verið ákveðnir í okkar gjörðum, verið sérstaklega áræðnir fram á við og spilað oft á tíðum frábær- an sóknarbolta. Við erum fljótir að sækja og það hefur gengið vel og það er því ekkert annað en sigur sem kemur til greina,“ segir Eyj- ólfur. Íslensku strákarnir hafa unnið þrjá af fjórum leikjum sínum til þessa í undankeppninni, þar af vann liðið San Marínó og báða leik- ina gegn Norður-Írlandi en tap- aði á móti Tékklandi. Ísland á svo eftir að mæta Þýskalandi í tveimur leikjum og Tékklandi á útivelli og Eyjólfur segir að framhaldið ráð- ist eðlilega á þeim leikjum. „Við vorum í raun algjörir klauf- ar þegar við töpuðum gegn Tékk- um í leik sem við hefðum ekkert átt að tapa og ég tel því að við séum vel á pari við bæði Tékka og Þjóðverja. Við sýndum það bara með sigrunum gegn Norður-Írum og það kæmi mér reyndar ekk- ert á óvart ef Norður-Írar næðu að stríða Tékkum og Þjóðverjum. Það er ekki spurning en leikirn- ir gegn Tékklandi og Þýskalandi munu skera úr um hvað við náum langt í þessu,“ segir Eyjólfur. -óþ U-21 árs landslið Íslands mætir San Marínó í undankeppni EM 2011 í kvöld: Erum vitanlega með betra lið ÖFLUGIR Strákarnir í U-21 árs landsliði Íslands hafa farið vel af stað í undankeppni EM 2011 en þeir mæta San Marínó í kvöld í leik sem fyrir fram má álykta að sé auð- vinnanlegur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Heildarútgáfa Savanna tríósins er komin út 70 lög á þremur geislaplötum. Útgáfunni fylgir 64 síðna rit sem Jónatan Garðarsson hefur tekið saman um feril tríósins í máli og myndum. Savanna tríóið starfaði aðeins í fimm ár, frá 1963 til 1968. Það er skipað þeim Birni G. Björnssyni, Troels Bendtsen og Þóri Baldurssyni. Þessi útgáfa á heildarútgáfu Savanna tríósins er mikill fengur fyrir þá sem hafa gaman af þjóðlagatónlist og áhuga á þróun íslenskrar dægurtónlistar, en plötur Savanna tríósins hafa verið ófáanlegar lengi. Upptökurnar hafa verið hreinsaðar og snyrtar á stafræna vísu og hafa aldrei hljómað betur en nú. Savanna tríóið 3CD FÓTBOLTI Markvörðurinn Carlo Cudicini hjá Tottenham lenti í alvarlegu mótorhjólaslysi snemma í gærmorgun en lögregl- an í Lundúnum sagði að slysið hefði getað orðið lífshættulegt. Cudicini keyrði þá á BMW- mótorhjóli sínu inn í hlið á Ford Fiesta-bifreið en slapp með meiðsl á hendi og mjöðm sam- kvæmt opinberri heimasíðu Tottenham. Ekki lá fyrir í gær hversu alvarleg meiðslin voru hvað varðar framtíð leikmanns- ins í fótboltanum en hann var fluttur á sjúkrahús í austurhluta Lundúna til aðhlynningar og nán- ari skoðunnar. - óþ Carlo Cudicini hjá Tottenham: Meiddist illa í mótorhjólaslysi CARLO CUDICINI Sagður heppinn að sleppa lifandi úr mótorhjólaslysi í gær. NORDIC PHOTOS/AFP FÓTBOLTI Aganefnd enska knatt- spyrnusambandsins, FA, hefur dæmt knattspyrnustjórann Sir Alex Ferguson hjá Englands- meisturum Manchester United í tveggja leikja bann auk sektar fyrir ummæli hans í garð dómar- ans Alan Wiley. Ferguson ásakaði Wiley eftir 1- 1 jafntefli United við Sunderland um að vera ekki í nægilega góðu líkamlegu ásigkomulagi til þess að ráða við hraða leiksins. Ferguson þarf að greiða 20 þús- und punda sekt og má ekki vera á hliðarlínunni í tveimur leikjum United auk þess sem hann gæti þurft að taka út tveggja leikja bann til viðbótar ef framkom- an endurtekur sig á næstu átján mánuðum. - óþ Dæmt í máli Sir Alex: Sekt og tveggja leikja bann SIR ALEX Er yfirleitt óhræddur við að segja hlutina eins og þeir eru. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.