Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.11.2009, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 20.11.2009, Qupperneq 6
6 20. nóvember 2009 FÖSTUDAGUR –fegurðin býr í bókum Barónsstíg 27 | 511 0910 | crymogea@crymogea.is | www.crymogea.is Nú fer fáanlegum eintökum fækkandi af þessum glæsilega grip. Tryggðu þér eintak í tíma. Bílaapótek Hæðarsmára Mjódd • Álftamýri EVRÓPUSAMBANDIÐ, AP Herman Van Rompuy er lítt þekktur utan heimalands síns. Hann er hæg- látur hagfræðingur, sem hefur gaman af japönskum hækum, en fær núna það hlutverk að vera eins konar andlit Evrópusambandsins. Leiðtogar aðildarríkjanna 27 snæddu saman kvöldverð í Brussel í gær. Tilgangur fundarins var að velja í tvö ný embætti sambands- ins, annars vegar forseta leiðtoga- ráðsins, hins vegar utanríkismála- fulltrúa. Fyrir fram leit ekki út fyrir að þeir myndu eiga auðvelt með að komast að niðurstöðu. Útkoman varð þó sú að forsætisráðherra Belgíu yrði forseti og breska bar- ónessan Catherine Ashton yrði utanríkismálafulltrúi. Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, hafði lagt mikla áherslu á að Tony Blair, fyrrverandi forsæt- isráðherra Breta, fengi forseta- embættið. Það var ekki fyrr en hann var kominn til Brussel í gær að hann sá að ekki þýddi að afla lengur stuðnings við Blair. Spánverjar og Frakkar voru harðir í andstöðu sinni við að Blair fengi stöðuna, þar sem hætta væri á því að hann yrði of áber- andi í embættinu. Þeir vildu frek- ar fá einhvern sem einbeitti sér að þeim verkefnum sem embætt- inu eru ætluð, nefnilega að stjórna fundum leiðtogaráðsins og taka á móti erlendum ráðamönnum. Í staðinn kröfðust Bretar þess að fá embætti utanríkismála- fulltrúa Evrópusambandsins, og þar varð þeim að ósk sinni. Ashton situr í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, þar sem hún hefur farið með viðskiptamál, en sem utanríkismálafulltrúi verður hún jafnframt varaforseti fram- kvæmdastjórnarinnar. Nokkuð margir áhrifamenn í Evrópu þóttu fyrir fram koma til greina í forsetaembættið, þar á meðal Jan Peter Balkenende, forsætisráðherra Hollands, Jean- Claude Juncker, forsætisráðherra Lúxemborgar, Toomas Ilves, for- seti Eistlands, og Vaira Vike- Freiberga, fyrrverandi forseti Lettlands. Vike-Freiberga, eina konan sem þótti koma til greina í forsetaemb- ættið, sagði fyrir fundinn í gær að breyta yrði því fyrirkomulagi að ákvarðanir af þessu tagi væru teknar á lokuðum kvöldverðar- fundum. „Í heimalandi mínu finnst fólki þetta undarlegt. Það spyr hvernig þetta gengur fyrir sig. Hvort það sé rétt að forsætisráðherrann beri einn ábyrgðina, og hvað þá með okkur hin? Höfum við ekkert um þetta að segja?“ sagði hún. gudsteinn@frettabladid.is Samkomulag tókst á síðustu stundu Herman Van Rompuy, forsætisráðherra Belgíu, verður forseti leiðtogaráðs Evr- ópusambandsins þegar Lissabonsáttmálinn gengur í gildi um næstu mánaða- mót. Breska barónessan Cathy Ashton verður utanríkismálafulltrúi. HERMAN VAN ROMPUY Forsætisráðherra Belgíu varð fyrir valinu þegar leiðtogaráð Evrópusambandsins kom saman í gær til að velja sér forseta. FRÉTTABLAÐIÐ/AP UMHVERFISMÁL Ólafur Bjarnason, samgöngustjóri Reykjavíkur, segir að ef helmingur bílaflota Reyk- víkinga notaði rafmagn í stað jarðefnaeldsneytis myndi allt að 5,4 milljörðum króna sparast árlega. Ofangreint kom fram í máli Ólafs á fundi um betri samgöngur í Hafnarhúsinu í gær, að því er segir í tilkynningu um fundinn. Sagði Ólafur að rafmagnið á bílana myndi aðeins kosta tíu prósent af því sem jarðaefnaeldsneytið myndi kosta, um 600 milljónir í stað sex milljarða króna. Að sögn Ólafs er samgöngustefnu Reykjavíkur- borgar ætlað að tryggja greiðar samgöngur um borgina án þess að ganga um of á verðmæti eins og umhverfi, heilsu og borgarbrag. „Hann benti á að þétting byggðar styddi við uppbyggingu fjölbreytt- ari ferðamáta. Þá væru bílar almennt að minnka með aukinni notkun innlendra orkugjafa, eins og rafmagns, metans og metanóls, og það jákvæða við þessa þróun væri m.a. að bílarnir þyrftu minna rými og menguðu líka minna,“ að því er segir í frétt sem almannatengslastofan Athygli segir af fundinum. - gar Samgöngustjóri Reykjavíkur segir milljarða sparast væri helmingur bíla rafknúinn: Kostnaður við rafmagn á bíla tíundi hluti bensínkostnaðar RAFBÍLL Í HLEÐSLU Haft er eftir samgöngustjóra Reykjavíkur að hægt væri að lækka orkukostnað úr 5,4 milljörðum í 600 milljónir ef helmingur bíla í borginni væri rafknúinn. MYND/GETTY IMAGES ATHAFNAVIKA Burðarvaki Hafrún- ar Hauksdóttur varð hlutskarp- astur í baráttunni um svokölluð Hagnýtingarverðlaun á Nýsköp- unarmessu í Háskóla Íslands. Hafrún er doktorsnemi í verk- fræði. Hugmynd hennar snýst um þróun og smíði á tæki sem fylgist með meðgöngu kúa, en samkvæmt rannsóknum deyja um fimmtán prósent kálfa á með- göngu. Segir í tilkynningu að þarna sé því um verulega hags- muni að ræða. Öll þróun aðferða og tækja til þess að fylgjast með kelfdum kúm, í því skyni að draga úr kálfadauða, sé brýnt verkefni. - sh Vann Hagnýtingarverðlaun: Fylgist með meðgöngu kúa REYKJAVÍK Framkvæmdastjóri verk- takafyrirtækisins Fonsa segir það seinlegt og dýrt að kæra útboð borgarinnar á uppbyggingu á brun- areitnum á horni Lækjargötu og Austurstrætis. Endurbyggingu yrði líklega lokið áður en dómur félli. „Ég á síður von á því að ég fari í mál. Ég get ekki vísað þessu til kærunefndar útboðsmála, því þetta tekur ekki yfir þau,“ segir framkvæmdastjórinn, Sigurfinn- ur Sigurjónsson. Hins vegar bíði hann spenntur eftir niðurstöðu innri endurskoðunar Reykjavíkur, en innkauparáð borgarinnar hefur farið fram á rannsókn hennar á útboðinu. Sigurfinnur hefur sakað fram- sóknarmenn hjá borginni um spillingu, eftir að verktakafyrir- tækið Eykt, sem átti næstlægsta tilboðið í framkvæmdirnar, fékk verkið. Fyrirtæki Sigurfinns var hins vegar með lægsta tilboðið. Eykt hefur stutt Framsóknar- flokkinn dyggilega með fjárfram- lögum fyrir kosningar og Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Fram- sóknar, starfaði áður hjá Eykt. Samtök iðnaðarins hafa einn- ig gert athugasemdir við útboðið. Sigurfinnur segist hafa staðist allar kröfur vegna útboðsins, þótt fulltrúar borgarinnar hafi hald- ið öðru fram. Framsóknarmenn hafa hafnað þessum ávirðingum. Eykt hafi styrkt aðra flokka líka. - kóþ Framkvæmdastjóri Fonsa bíður eftir rannsókn innri endurskoðunar á brunareit: Býst síður við að kæra útboðið ÚR BRUNANUM VORIÐ 2007 Uppbygging hér átti að hefjast að loknu forvali á verktaka. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Er sanngjarnt að greiða bankamönnum tugmilljóna króna bónusa úr þrotabúi Landsbankans? Já 3,9% Nei 96,1% SPURNING DAGSINS Í DAG Hafa afleiðingar hrunsins verið skárri en þú bjóst við fyrir ári? Segðu skoðun þína á visir.is KJÖRKASSINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.